Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 93
90
UM TÓNLISTARSTJÓRA SKÁLHOLTSKIRKJU.
Tillöguna um ráðningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara,
sem tónlistarstjóra að Skálholtskirkju vildi ég mega
styðja fáeinum orðum.
í fyrsta lagi mun naumast nokkrum kunnugum þykja ofmælt,
að Skálholt hafi nú um nokkurt skeið verið höfuðból
tónlistarlifs á íslandi á sumrum. Þar er að vaxa úr grasi
eins konar "tónlistarháskóli" - eða "akademia" - með
tónleikum, sem vekja viða athygli og námskeiðum i
hljóðfæraleik og söng, bæði fyrir börn og fullorðna.
Helga Ingólfsdóttir hefur lagt grundvöllinn að þessu
starfi, fremur en nokkur annar, - veitt þvi forstöðu og
verið vakin og sofin við það i 13 ár. Þarf ekki að lýsa
þvi, hvilik Guðs gjöf það er sliku helgisetri sem
Skálholti, að einn af fremstu semballeikurum samtimans og
sérfræðingur i túlkun barokktónlistar, og einkum tónlistar
J.S. Bachs, skuli hafa gengið til liðs við heimamenn og
kosið að starfa þar.
Ég lit svo á, að tillaga sú, sem hér er fram lögð, sé
einungis verðug viðurkenning á þvi einstæða fórnarstarfi,
sem verið er að vinna á staðnum. En jafnframt tel ég það
skipta hér höfuðmáli að sumartónleikarnir verði með þessum
hætti, svo að öllum megi ljóst vera, hluti af starfi
islensku kirkjunnar i Skálholti, - samgrónir helgihaldi
hennar, en ekki einungis einka framtak og tónlistarhátið,
- óháð markmiðum og boðun kirkjunnar.
Skálholti, 1. okt. 1987
sr. Guðmundur óli ólafsson
sóknarprestur i Skálholti.
Visað til fjárhagsnefndar (Frsm. Ottó A. Michelsen).
Við aðra umræðu lýsti flutningsmaður tillögunnar sr. Jón
Einarsson þvi yfir að hann væri óánægður með afgreiðslu
málsins og myndi draga tillögu sina til baka með
eftirfarandi tillögu:
Þar sem fjárhagsnefnd Kirkjuráðs hefur ekki séð sér fært
að mæla með ráðningu tónlistarstjóra i hlutastarf við
Skálholtskirkju hefi ég ákveðið að draga
þingsályktunartillögu mina til baka.
Nokkur umræða varð þá um málsmeðferð og fundarsköp. Sr.
Jón Einarsson, 1. varaforseti, itrekar rétt sinn sem
flutningsmanns til að draga tillöguna til baka.