Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 130
127
er dómkvaddir matsmenn teija rétt vera hverju sinni.
Þurfa 'þá jafnframt að vera ákv*ði um, að þeirri
niðurstöðu geti aðilar, og einnig biskup sérstaklega,
skotið undir yfirmat, ef því er að skipta. Þessu fylgir
að sjálfsögðu rík skylda viðkomandi yfirvalda, sem veita
móttöku söluandvirði jarðanna, um að standa fullkomin
skil á því við Kristnisjóð eða þann annan kirkjulegan
aðila, sem lögum samkvæmt *tti að hagnast á viðkomandi
sölu. Hefði þá samstarfsnefndih eftirlit með því að
þessa vsri gætt.
3.
Vera má, að það ráð þyki vænlegt, að vandlega athuguðu
máli, að hafist verði handa um samræmdan undirbúning og
aðgerðir um sölu allra eða sem flestra kirkjueigna á
sama tíma eða á stuttu tímabili. Ksmi þá að sjálfsögðu
vel til álita að ríkinu yrði, með lögum, gert að
innleysa allar kirkjujarðir (og kirknaítök) gegn
matsverði, og kirkjan fengi þannig til umráða og
ráðstöfunar (umfram fjárlagagreiðslur) umstalsvert fé,
-eða þá hinar einstöku kirkjur, er Jarðirnar eiga. Kæmi
þá m.a. til greina, að andvirðið yrði ákveðið sem eins
konar "fast afgjald" um langan tíma eða jafnvel
ævarandi. Þegar til lengri tíma er litið þyrfti þetta
ekki að vera þungur baggi á ríkinu, því að það gæti
síðan leitast við að selja jarðirnar aftur, við fyrsta
tækifæri, ábúendum eða á frjálsum markaði.
4. ,
Þá kemur að lokum sá kostur til greina, að ríkisvaldið
afsali sér, eftir lagafyrirmælum í þá átt, öllum umráða-
og ráðstöfunarrétti yfir kirkjujörðunum (a.m.k. öðrum en
pretsseturjörðunum) gegn því að kirkjan taki þessi umráð
og daglega stjórn eignamálanna í sínar hendur og á sína
ábyrgð. Væri þá kirkjunni vitanlega skylt að leitast
við að gera rekstur jarðanna sem arðsamastan og verður
þá jafnframt að tryggja, að kirkjan hafi aðstöðu til
þess (hæfa starfskrafta o.þ.u.l.). Við undirbúning
þessarar skipanar sýnist aftur mega velja milli tveggja
kosta: Annars vegar væru umráðin að öllu leyti og
formlega (án tillits tii "grunneignarréttarins") 1
höndum yfirstjórnar kirkjunnar, en að öðrum kosti yrðu
forráðin og reksturinn í höndum eigendanna sjálfra,
þ.e.í höndum viðkomandi kirkna eða öllu heldur
forráðamanna þeirra. Mætti reyndar, þótt síðari
kosturinn yrði valinn, láta yfirumsjána vera í höndum
yfirstjórnar kirkjunnar og þá helst á ábyrgð
fjármálastjóra kirkjunnar, ef þess háttar stöðu verður
komið á (eða fjármálastjóra beggja biskupsdæmanna, ef sú
verður niðurstaðan síðar) og myndi þá fjármálastjórlnn
veita þeim, sem hinn daglega rekstur eignanna annast frá
kirknanna hálfu, allar nauðsynlegar leiðbeinlngar til að
rektur þeirra verði sem arðvænlegastur.