Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 70
67
Þarna kemur i ljós að nemarnir sem fá fóstueyðingar hefur
fjölgað meira en öðrum stéttum. Þetta styður það að
þjóðfélagið geti hjálpað móður og barni meira en gert er i
dag.
Nú þegar Alþingi kemur saman i fyrsta sinn eftir kosningar
er von okkar að nýir menn sem þar koma til starfa sýni
þessu máli áhuga og alvöru, ásamt þeim sem fyrir eru á
Alþingi og vitað er að styðja endurskoðun á þessum lögum
nr. 25/1975.
Málinu visað til löggjafarnefndar (Frsm. Halldóra
Jónsdóttir).
Nefndin leggur til, að tillagan og greinargerð hljóði svo:
Rétturinn til lifs er frumatriði allra mannréttinda. Þá
kröfu verður að gera til rikisvaldsins, að það verndi
mannlegt lif og efli meðal almennings vitundina um
mannhelgi.
Löggjöf, sem i raun gerir hið ófædda lif réttlaust, brýtur
gegn þvi grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver
einstaklingur eigi rétt til lifs, allt frá upphafi og
þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða
óviðráðanlegum hætti.
Kirkjuþing skirskotar til frumvarpa um breytingu á lögum
nr. 25 frá 22. mai 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum
breytingum, sem flutt hafa verið og frumvarps sem boðað
er.
Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum i
þá veru, að friðhelgi mannlegs lifs sé viðurkennd.
GREINARGERÐ.
Að breyttri tillögu leggur nefndin til að greinargerðin
orðist svo:
Með þingsályktunartillögu þessari beinir Kirkjuþing þvi
til Alþingis, að það taki til endurskoðunar lög nr.
25/1975 um fóstureyðingar, ófrjósemisaðgerðir o.fl. i þeim
tilgangi að þrengja þessi lög, varðandi fóstureyðingar.
Ennfremur vill Kirkjuþing beina þvi til Alþingis, að allt
verði gert, sem hægt er, t.d. með aukinni aðstoð
almannatrygginga, til þess að létta undir með verðandi
mæðrum i vanda, svo að þær finni i raun, að þjóðfélagið
bjóði nýtt lif velkomið i heiminn.