Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 88
85
4
Nemendum er skipt í þrjár deildir, þ. e. yngri deild (6) 7—9 ára, eldri deild 10—12 ára
og unglingadeild 13—15 ára.
Y-deild e-deild u-deild
Móöurmál.........
Stærðfrædi ......
Samfélagsgreinar ...
Kristinfræði ....
Náttúrufrxöi ....
Heimilisfræði ......
Tónmennt.........
Mynd- og handmennt
Danska ..........
Enska ................................ 4
íþróttir ............................. 2 3 3
Valgrcinar ...........................
23 32 35
Þegar kennsla hefst í ensku hjá 12 ára börnum verður að fella niður kennslu í
annarri grein í staðinn. Sama gildir um valgreinar í unglingadeildum.
Með þessari skiptingu fá nemendur kennslu í jafnmargar vikustundir á 9 árum og
stundaskráin gerir ráð fyrir.
Við framkvæmd kennslu í unglingadeild skal, þrátt fyrir þá uppsetningu sem hér er
notuð, taka mið af 48. gr. grunnskólalaga. Jafnframt er vísað til síðustu málsgreinar 46.
gr. sömu laga.
11. Minnt skal á að nemendum er heimilt að þreyta próf í norsku eða sænsku í stað dönsku.
Þess er tæplega að vænta að grunnskólar geti að jafnaði boðið nemendum kennslu í
öðru Norðurlandamáli en dönsku. en skólastjórar og kennarar eru beðnir að vera þeim
nemendum, sem ekki læra dönsku, til aðstoðar við að skipuleggja sjálfsnám, eða annað
nám sem þeir kunna að eiga kost á í því máli sem þeir leggja stund á.
12. Námstjórar menntamálaráðuneytisins, eða sérstakir trúnaðarmenn þess, leiðbeina við
kennsluáætlanir, námsefni og kennslu í einstökum greinum. Rétt er að skólastjórar og
kennarar snúi sér beint til þessara aðila eftir því scm þörf krefur og ástæða þykir til.
Kennsluáætlanir skóla skv. þeim reglum sem birtar eru í þessari auglýsingu skulu
staðfestar af fræðslustjóra áður en til framkvæmda kemur.
13. Svo sem verið hefur er sveitarfélögum heimilt að setja á stofn og starfrækja forskóla,
sbr. 74. gr. grUnnskólalaga. Ráðstöfunarstundir til þessarar kennslu miðast við allt að
1,00 vikustundir á nemanda. Um forskólahald skal leita heimildar hlutaðeigandi
fræðslustjóra.
Menntamálaráðuneytið, 9. apríl 1984.
Ragnhildur Helgadóttir. __________________
Knútur Hallsson.