Gerðir kirkjuþings - 1987, Page 91
88
1987
18. Kirkiubincr
14. mál
TILLAGA
til þingsályktunar um að stofnuð verði staða
tónlistarstjóra við Skálholtskirkju.
Flm. og frsm. sr. Jón Einarsson
Kirkjuþing ályktar að fela Kirkjuráði að beita sér fyrir
þvi, að stofnuð verði staða tónlistarstjóra við
Skálholtskirkju. Um verði að ræða hlutastarf, er
Jöfnunarsjóður sókna eða Kristnisjóður beri kostnað af, en
jafnframt verði leitað eftir styrk úr rikissjóði. Þá skal
tónlistarstjóri fá til umráða á ári hverju starfssjóð, er
nemi eigi lægri upphæð en laun hans. Lagt er til, að
eftirtaldir aðilar leggi fé i sjóðinn: Jöfnunarsjóður
sókna að hálfu og Biskupstungnahreppur og Héraðssjóður
Árnesprófastsdæmis að 1/4 hluta hvor.
Kirkjuþing þakkar Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara,
frábær störf til eflingar tónlistarlifi i Skálholti á
liðnum árum. Jafnframt leggur þingið til, að Helga verði
ráðin i starf tónlistarstjóra við Skálholtskirkju, sem hér
er lagt til, að stofnað verði.
GREINARGERÐ:
Tillaga þessi er flutt að tilmælum sr. Guðmundar óla
Ólafssonar, sóknarprests i Skálholti og Hauks
Guðlaugssonar, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar.
Flutningsmanni er mjög ljúft að verða við tilmælum þeirra
og veita þessu máli brautargengi.
Að dómi sérfróðra manna er Skálholtskirkja eitt besta
tónleikahús landsins. Undanfarinn áratug hefur
tónlistarstarf við kirkjuna eflst mjög. Má þar m.a. nefna
hin árvissu organista- og kóranámskeið söngmálastjóra
þjóðkirkjunnar, "Söngdaga" undir forystu Jónasar
Ingimundarsonar og "Sumartónleika" i Skálholtskirkju, er
verið hafa i ximsjá Helgu Ingólfsdóttur, en hún hefur
skipulagt tónleikana og haft með þeim umsjón siðast liðin
13 ár. Sjálf hefur Helga tekið virkan þátt i
tónleikahaldinu öll árin og ávallt stutt helgihald við
kirkjuna með samstarfsmönnum sinum. Þá hefur hún verið
formaður samtakanna Collegium Musicum frá stofnun þeirra
21. janúar 1986, en þar er um að ræða samtök um
tónlistarstarf i Skálholtskirkju.
Helga Ingólfsdóttir hefur tjáð sig reiðubúna til að taka
að sér það hlutastarf tónlistarstjóra við Skálholtskirkju,
sem hér er lagt til, að stofnað verði. Það er mikið lán
og þakkarefni, að kirkjan skuli eiga kost á svo góðum
liðsmanni sem hún er.