Gerðir kirkjuþings - 1987, Side 91

Gerðir kirkjuþings - 1987, Side 91
88 1987 18. Kirkiubincr 14. mál TILLAGA til þingsályktunar um að stofnuð verði staða tónlistarstjóra við Skálholtskirkju. Flm. og frsm. sr. Jón Einarsson Kirkjuþing ályktar að fela Kirkjuráði að beita sér fyrir þvi, að stofnuð verði staða tónlistarstjóra við Skálholtskirkju. Um verði að ræða hlutastarf, er Jöfnunarsjóður sókna eða Kristnisjóður beri kostnað af, en jafnframt verði leitað eftir styrk úr rikissjóði. Þá skal tónlistarstjóri fá til umráða á ári hverju starfssjóð, er nemi eigi lægri upphæð en laun hans. Lagt er til, að eftirtaldir aðilar leggi fé i sjóðinn: Jöfnunarsjóður sókna að hálfu og Biskupstungnahreppur og Héraðssjóður Árnesprófastsdæmis að 1/4 hluta hvor. Kirkjuþing þakkar Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara, frábær störf til eflingar tónlistarlifi i Skálholti á liðnum árum. Jafnframt leggur þingið til, að Helga verði ráðin i starf tónlistarstjóra við Skálholtskirkju, sem hér er lagt til, að stofnað verði. GREINARGERÐ: Tillaga þessi er flutt að tilmælum sr. Guðmundar óla Ólafssonar, sóknarprests i Skálholti og Hauks Guðlaugssonar, söngmálastjóra þjóðkirkjunnar. Flutningsmanni er mjög ljúft að verða við tilmælum þeirra og veita þessu máli brautargengi. Að dómi sérfróðra manna er Skálholtskirkja eitt besta tónleikahús landsins. Undanfarinn áratug hefur tónlistarstarf við kirkjuna eflst mjög. Má þar m.a. nefna hin árvissu organista- og kóranámskeið söngmálastjóra þjóðkirkjunnar, "Söngdaga" undir forystu Jónasar Ingimundarsonar og "Sumartónleika" i Skálholtskirkju, er verið hafa i ximsjá Helgu Ingólfsdóttur, en hún hefur skipulagt tónleikana og haft með þeim umsjón siðast liðin 13 ár. Sjálf hefur Helga tekið virkan þátt i tónleikahaldinu öll árin og ávallt stutt helgihald við kirkjuna með samstarfsmönnum sinum. Þá hefur hún verið formaður samtakanna Collegium Musicum frá stofnun þeirra 21. janúar 1986, en þar er um að ræða samtök um tónlistarstarf i Skálholtskirkju. Helga Ingólfsdóttir hefur tjáð sig reiðubúna til að taka að sér það hlutastarf tónlistarstjóra við Skálholtskirkju, sem hér er lagt til, að stofnað verði. Það er mikið lán og þakkarefni, að kirkjan skuli eiga kost á svo góðum liðsmanni sem hún er.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.