Gerðir kirkjuþings - 1987, Qupperneq 71
68
Þörf er á ráðgjafarþjónsutu, þar sem fyrir liggi allar
upþlýsingar um þau úrræði, sem til hjálpar mega verða þeim
einstaklingum, sem hér um ræðir, enda eigi kirkjan hlut að
henni.
Nú eru 12 ár liðin, síðan samþykkt voru lögin nr. 25/1975.
Þau fólu i sér mikla rýmkun heimilda til fósturaðgerða af
félagslegum ástæðum. Fóstureyðingum hefur lika fjölgað
úr 224 1974 i 683 1986 skv. upplýsingum
landlæknisembættisins.
Þegar skýrsla þessi er skoðuð nánar kemur i ljós, að 1981
eru 83% fóstureyðinga af félagslegum ástæðum, sjá ljósrit
2, og af þeim eru 55% nánast ótilgreindar félagslegar
ástæður", eins og segir i skýrslunni.
Annað i skýrslu þessari er mjög athyglisvert, þ.e. skrá
yfir störf þau, er þær konur stunda, sem fara i
fóstureyðingu, sjá ljósrit 3. Þarna kemur m.a. i ljós, að
nemunum, sem fengið hafa fóstureyðingu, hefur fjölgað
meira en öðrum stéttum. Þetta styður það, að þjóðfélagið
getur hjálpað móður og barni betur en nú er gert.
Það fer auðvitað ekki á milli mála, að kona sem verður
þunguð án þess að hafa ætlað sér það, getur staðið i
erfiðum sporum. Þar getur margt komið til, afstaða
fjölskyldunnur t.d., röskun áforma eða erfiður fjárhagur.
En miklu skiptir, hvernig vandanum er mætt, hvort menn
yppta aðeins öxlum og bjóða upp á fóstureyðingu eða reyna
að finna lausn, sem e.t.v. krefst einhvers bæði af
einstaklingum og heild. Það má ekki gleymast, að val
konunnar á oftast að verulegu leyti rætur í afstöðu
umhverfisins.
Almennt lita menn svo á, að islensk lög séu nokkur
mælikvarði á rétt og rangt. Og konunni, sem hér um ræðir,
mæta lög sem gefa henni rétt til að hindra fæðingu
barnsins sem hún ber undir belti. óbeint er henni sagt að
barnið hennar hafi ekkert gildi, eigi engan rétt fyrr en
eftir 12. viku, nema hún kjósi sjálf að gefa þvi gildi og
rétt. Ekki er óeðlilegt að þetta komi til með að móta
afstöðu hennar.
Hér til viðbótar koma svo ótal röksemdir, sem vandamenn
gjarnan benda á og þegar leitað er til opinberra ráðgjafa
i þessu efni, mun ráðgjöfin ekki ætið letjandi.
Allt þetta og ýmislegt fleira gerir það skiljanlegt að
gripið sé til fóstureyðinga, en það dregur ekki úr alvöru
málsins.
Kirkjuþing telur þvi brýna nauðsyn bera til, að lög kveði
á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir
sem eftir fæðingu. Legvatnsrannsóknir og kannanir á