Gerðir kirkjuþings - 1987, Blaðsíða 80
77
2
tilnefndum af Kennaraháskóla íslands, einum fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennara-
félaga og einum fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar.
Jafnmarga varamenn skal skipa á sama hátt.
Leiki vafi á hvort umsækjandi um leyfi til þess að nota starfsheitið framhaldsskólakenn-
ari skv. 1. gr. fullnægi skilyrðum 2. mgr. 2. gr. skal leita úrskurðar matsnefndar sem
menntamálaráðherra skipar til fjögurra ára t senn. Nefndin skal skipuð einum fulltrúa
tilnefndum af Háskóla íslands, einum fulltrúa tilnefndum af Bandalagi kennarafélaga og
einum fulltrúa án tilnefningar og skal hann vera formaður nefndarinnar. Jafnmarga
varamenn skal skipa á sama hátt.
Matsnefndir úrskurða einnig leiki vafi á hvort umsækjandi um kennslu- eða stjórnunar-
starf fullnægi skilyrðum 4., 6., 7., 9. eða 10. gr.
Nám kennara skal metið í námseiningum og skal hver eining jafngilda námsvinnu
einnar viku. Mat samkvæmt þessu kerfi skal staðfest af matsnefnd, sbr. 1. eða 2. mgr.
þessarar greinar.
Matsnefndir leita upplýsinga og umsagna kennarasamtaka og sérfræðinga eftir því sem
við á en starfssvið hennar og starfshætti skal skilgreina nánar í erindisbréfi.
II. KAFLI
Starfsréttindi.
4. gr.
Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn kennari við grunnskóla skal umsækjandi
hafa öðlast leyfi menntamálaráðherra til þess að nota starfsheitið grunnskólakennari skv. 1.
gr. og skal hann hafa lokið
a. námi við Kennaraskóla íslands ásamt fullgildum prófum;
b. B.Ed.-prófi frá Kennaraháskóla íslands eða öðrum jafngildum prófum sem miðast við
kennslu í grunnskóla og jafngilda a.m.k. 90 einingum. Þar af skulu eigi færri en 30
einingar vera nám í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og eigi færri en 30
einingar í sérgrein, valgrein eða á sérsviði;
c. B.A.-prófi, B.S.-prófi eða cand. mag.-prófi frá Háskóla íslands eða öðrum jafngildum
prófum ásamt námi í uppeldis- og kennslufræði sem jafngildir a.m.k. 30 einingum. Skal
við það miðað að þessir kennarar kenni sérgreinar sínar við grunnskóla;
d. öðru jafngildu námi.
Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn kennari við grunnskóla í handmennt,
myndmennt, tónmennt eða í heimilisfræðum skal umsækjandi hafa tekið viðkomandi grein
sem valgrein í almennu kennaranámi eða lokið sémámi í viðkomandi grein ásamt fullgildum
prófum sem miðast við kennslu í grunnskóla. Námið skal jafngilda a.m.k. 90 einingum. Þar
af skulu eigi færri en 30 einingar vera nám í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda og
eigi færri en 30 einingar í sérgrein.
Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn kennari í íþróttum við grunnskóla skal
umsækjandi hafa lokið
a. námi við íþróttakennaraskóla íslands ásamt fullgildum prófum;
b. öðm jafngildu námi.
Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn sérkennari nemenda með sérþarfir í
almennum skólum á gmnnskólastigi skal gmnnskólakennari hafa lokið
a. framhaldsnámi í sérkennslufræðum, 30 til 60 einingum eftir nánari ákvörðun Kennara-
háskóla íslands, ásamt fullgildum prófum;
b. öðm jafngildu námi.
Til þess að vera skipaður, settur eða ráðinn sérkennari við sérdeildir eða skóla fyrir
böm með sérþarfir skal gmnnskólakennari hafa lokið
a. 60 eininga framhaldsnámi í sérkennslufræðum ásamt fullgildum prófum;
b. öðm jafngildu námi.
Heimilt er að setja kennara með fullgilt kennarapróf við sérdeildir eða skóla fyrir böm
með sérþarfir um eins árs skeið til reynslu enda sérhæfi hann sig til starfsins ef hann óskar að
starfa áfram við stofnunina.