Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV SANDKORN ■ Af tormeltri forsíðufr étt Frétta- blaðsins á fimmtudag má greina að Orkuveita Reykjavíkur hafi gefið sveitarfélaginu Ölfus 45 milljónir fyrir að veita fram- kvæmdaleyfi og greiða fyrir skipulagsmálum. f daglegu tali eru svona viðskipti kölluð mútur, enda kemur ffam í fréttinni að Orkuveitan hafi keypt sér skipulag. Ei- ríkur Hjálm- arsson, upplýs- inga- fulltrúi Orkuveit- unnar, ef- ast í fréttinni um að svona sé í pottinn búið, en hefur þó ekki útskýr- ingar á reiðum höndum. Samning- ur Orkuveitunnar og Ölfuss er talinn nema hálfum milljarði króna. ■ Þann 20. október í fýrra sagði blaðið Blaðið ffá því í forsíðu- frétt að sveitarfélagið Ölfus fengi andvirði fimm hundruð milljóna frá Orku- veitunni fyrir ólög- legt fram- kvæmda- leyfi. Eiríkur Hjálmars- son, upplýs- ingafulltrúi Orkuveit- unnar, kærði fféttafluminginn til siðanefndar Blaðamannafélags- ins, meðal annars vegna þess að verðmæti samningsins væri ekki rétt. Siðanefndinni þótti þetta ámælisvert, eins og flest annað í heimi hér. Nú, rúmu ári seinna, hefur Eiríki ekki tekist að finna aðra upphæð til þess að miða við. ■ Af öðrum alvarlegum málum má nefna að miklar annir eru nú hjá Barða Jóhannssyni tónlistar- manni. Fyrir utan að hafa rutt frá sér tveimur há- alvarlegum júróvisjón- lögum, þá er þessi geðþekki og hæfileikaríki tónlistarmaður nú að leggja loka- hönd á tónlist við sakamálaserí- una Pressu, sem væntanleg er í sjónvarp eftir áramót. Þessu til viðbótar var Barði, í samstarfi við listamanninn Eberg, nú að klára að semja og taka upp eitt alvar- legasta jólalag íslandssögunnar. Lagið þykir, grínlaust, vera hið áheyrilegasta. sigtryggur@dv.is Jónas Kristjánsson og Ómar Ragnarsson fögnuðu í gær þeim áfanga að 50 ár eru liðin síðan þeir hófu feril sinn sem f]ölmiðlamenn. Árið 1957 lágu leiðir þeirra saman þegar þeir störfuðu saman í ritnefnd skólablaðs Menntaskólans í Reykjavík. Jónas Kristjáns- son, segir að staða fjölmiðlunar á íslandi sé nokkuð góð. Hann segir þó að rit-og textastíll hafi breyst til hins verra. ÓmarogJónas Þeirfélagarfögnuðu 50 ára fjölmiðlaafmæli slnu í gær. Jónas segir að staða fjölmiðlunar í dag sé nokkuð góð. 50 ARIFJ0LMIÐLUM EINAR ÞOR SIGURÐSSON blaöamaður skrifar einar@dv.i$ „Við Ómar höfúm marga fjöruna sopið á síðastliðnum fimmtíu árum," segir Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri og fjölmiðlam- aður. Þeir Jónas og Ómar Ragn- arsson fögnuðu í gær þeim áfanga að 50 ár eru liðin frá því að þeir voru saman í rimefnd skólablaðs Menntaskólans í Reykjavík. Sam- starf þeirra við skólablaðið mark- aði upphafið að langri sögu þess- ara tveggja áhrifamiklu manna í íslenskri íjölmiðlun. Þeir Jónas og Ómar komu saman á Humarhús- inu í hádeginu í gær þar sem þeir gæddu sér á góðum mat og riijuðu upp gamla tíma. Þaulreyndir fjölmiðlamenn „Við vorum báðir í rimefnd- inni en þarna byrjaði ég minn rit- stjóraferil," segir Jónas. Þeir Ómar og Jónas halda því þó báðir fram að fjölmiðlaferill þeirra hafi byrjað aðeins fyrr. Hvað sem því líður var samveran á skólablaði MR sam- eiginlegur byrjunarpunkmr þeirra. „Við ákváðum að koma saman í © : ... rwm A Matjurtir 4f 1 „Ahgenglleg, falleg, fróbleg og sí&ast en ekkl síst skemmtileg bók - alvöru hvatning fyrlr hör&ustu innipúka tfl ab laumast út á svalir eba f garbinn sinn og prófa ab rækta elglb grænmetl!" Bryndís Loftsdóttir VOrustlóri Eymundsson Ihíkubóó Máis og nwmíngar SUMARHÚSIÐ WGARÐURINN Sí&umúla 15,108 Reykjavík Sfml 586 8003, www.rlt.ls Þetta var eins og rússí- banareið því við flug- um upp og niður um gil og dali sem var alveg skelfilegt. léttu gríni. Menn eru alitaf að leita sér að tækifærum til að skemmta sér. Það er nú bara eins og það er," segir Jónas og skellir upp úr. Ómar Ragnarsson hefur kom- ið víða við en hann hefur meðal annars starfað sem fréttamaður og dagskrárgerðarmaður hjá Ríkis- sjónvarpinu. Síðusm ár hef- ur hann þó að mestu helgað sig baráttunni gegn virkjunum en fyr- ir þá barátm sína var Ómar kjörinn Mað- ur ársins 2006, bæði af Stöð 2 og Rás 2. Jónas Kristjánsson hóf sinn fjölmiðlaferil af aivöru árið 1961 þeg- ar hann hóf störf á Tím- anum. Þaðan fór Jónas yfir á Vísi þar sem hann starfaði sem fréttastjóri, áður en hann varð rit- stjóri árið 1966. Síðan þá hefur Jónas komið víða við og starfaði meðal annars sem ritstjóri DV og Fréttablaðsins. eytingart A þeim 50 árum sem Jónas hef- ur starfað við íslenska fjölmiðla segist hann hafa séð ýmsar góð- ar breytingar. Hann segir að þær breytingar sem hann hafi séð hafi verið að mestu tíl bóta. Hann seg- ir þó að margir íslenskir fjölmiðlar vaði í lélegum ritstíl og áhuginn til að breyta því til hins betra sé ekki miJdll. „Þetta stafar meðal annars af því að héma áður fyrr var meira af rithöfundum og alþýðumönn- um sem fóm í blaðamennsku. í dag er meira af háskólamenntuðu fólki að koma inn í þetta, sem að vísu er í takt við tíðarandann. Þó að þeir séu ágætir að mörgu leyti þá skrifa þeir verr en annað fólk." Jónas segir að það sé öfugt við þá þróun sem verið hefur í ná- lægum löndum. Þannig sé mik- il áhersla lögð á málfar og ritstíl í löndum á borð við Bandaríkin og Bretland. „Þetta er raunverulega eina vandamálið sem ég sé í ís- lenskri fjölmiðlun hér á landi. Það er eins og þessi tilfinning sé ekki til staðar á Islandi sem er miður," seg- ir Jónas. Prentfrelsi víkur Undanfarin misseri hefur Jónas sinnt kennslu í fréttamennsku við Háskólann í Reykjavík. Þar hefur hann kennt starfsmönnum dag- blaða og annarra fjölmiðla réttu handtökin við framreiðslu frétta. Um þessar mundir er hann með námskeið fyrir 19 rit- og frétta- stjóra af íslenskum fjölmiðl- um. „Vissulega eru vinnustaðimir bestu kennslustofúrnar í fjölmiðlun. Það má líkja þessu við hand- verk eins og tann- lækningar og skurð- lækningar. Menn þurfa að kunna til verka frekar en að kunna einhver fræði." Þrátt fyrir að nokkuð hafi ver- ið rætt um mennt- unarleysi blaða- og fréttamanna á ís- landi segist Jónas vera ánægð- ur með flest þau störf sem unnin eru á íslenskum íjölmiðlum. „Það eru stundaðar ágætís rannsókn- ir á íslenskum fjölmiðlum. Það mætti vissulega alltaf gera meira af þeim. Það er stundum erfitt og veldur oft núningi við umhverfið og stundum málaferlum eins og maður hefúr séð. Gallinn er bara sá að prentfrelsi hefur vikið fyr- ir persónufrelsi. f öðrum löndum geta blaðamenn varið sig með því að segja satt. Það er ekki hægt hér á landi lengur. Það eru viss óveðurs- ský á lofti," segir Jónas. Netið að taka yfir Jónas segir að efnistök fjölmiðla séu ágædega frjáls og almennt sé mikið um að vera í þeim. „Fjöl- miðlar á íslandi eru fjölbreyttir og mér telst svo til að aldrei hafi fleiri lagt stund á blaðamennsku en einmitt núna. Ég get ekki séð að þeir blaðamenn finni sig hefta að nokkru leyti." Jónas segir að dagblöð og sjón- varp séu á undanhaldi þó enn eigi Stiklur Margirtengja Ómar Ragnarsson ennþá helst viö þættina Stiklur. Sameitað og stærra blað á markaöinn ■ í* r . _».<-««.. Fyrsta DV Jónasar verður sennilega lengst minnst fyrir störf sin á DV. eftir að koma í ljós hversu alvarlegt það sé. Sumir vilja meina að tími prentmiðlanna muni líða undir lok á meðan aðrir telja að það sé ofs- agt. „Hvað sem því líður er ljóst að prentmiðlarnir eiga við vandamál að stríða. Ungt fólk sækir frekar í upplýsingar af vefrium og prent- miðlar hafa að vísu tekið þátt að hluta til í þeirri þróun. Það er auð- veldara að afla tekna þar heldur en á dagblöðum. Það er smá óvissa með prentmiðlana og það sama má segja um sjónvarpið." Góðirvinir Þó að þeir Jónas og Ómar hafi ekki starfað mikið saman síðan þeir störfuðu við skólablað MR hafa þeir haldið góðu sambandi. „Við Ómar höfum alltaf verið í góðu sambandi. Jónas rifjar upp skemmtilega sögu af þeim félög- um sem gerðist síðasta haust. Þá fóru þeir félagar og skoðuðu svæð- ið sem fór undir vam vegna Kára- hnjúkavirkjunar. „Við fórum þrjú saman, ég, konan mín og Ómar. Við fórum á litíu flugvélinni hans og flugum þarna um falleg gil og dali. Eg verð að viðurkenna að okkur stóð alls ekki á sama því hurðin þar sem konan mín sat var ekki alveg lokuð. Þetta var eins og rússíbanareið því við flugum upp og niður um gil og dali sem var al- veg skelfilegt. Konan mín reyndi að ríghalda hurðinni svo hún myndi hreinlega ekki íjúka út. Þeg- ar við loksins lentum hafði konan mín á orði hversu erfitt hafi verið að halda hurðinni. Þá sagði Ómar með stóískri ró að það hafi verið algjör óþarfi því loftstraumurinn hefði séð um að halda henni aftur. Þetta var skemmtíleg ferð og við stígum á land á svæðum sem núna eru komin á kaf."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.