Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Ferðir DV s Á FERÐINNI Að hengja bakara fýrir smið Þetta máltæki er oft notað þegar einhver er borinn röngum sökum. Það er upprunnið (smábæ í Þýskalandi þar sem eini smiðurinn í þorpinu var sakfelldur fyrir nauðgun. Þorpsbúum þótti ótækt að hengja eina smiðinn (þorpinu og þv( voru góð ráð dýr. Þegar vel var að gáð, kom upp úr kafinu að þorpsbúar bjuggu svo vel að hafa tvo bakara. [ stað þess að hengja smiðinn ákváðu þeir að dæma bakarann sekan og hengja hann. Satt eða logið? Smiðir eru ómissandi Þessi tengist máiinu þó ekkert. Syttist í skíðavertíð Starfsmenn Hlíðarfjalls segja herslumun vanta upp á að hægt verði að opna fyrstu skíðabrekku vetrarins. I vikunni leit allt út fyrir að hægt yrði að opna en hláka varð til þess að því varð að fresta um óákveðinn tíma. Aðeins vantar tvo til þrjá kalda daga I röð til að hægt verði að opna, en snjóbyss- urnar er ekki hægt að nota nema ( frosti. Þess ber að geta að aukin flóðlýsing hefur verið sett upp í skíða- og göngubrautum auk þess sem unnið er að því hörðum höndum að setja upp snjógirðing- ar á svæðinu til að grípa allan þann snjó sem til fellur. Skíðaglaðir ættu því að vera við öllu búnir og vakta veðurspána vel á næstu dögum. Ódýrttil Bandaríkjanna lcelandair hefur (haust sett saman ódýrar pakkaferðirtil Bandarlkj- anna. Áfangastaðirnir eru þrír; Minneapolis, Boston og sjálf höfuðborgin Washington. Um er að ræða tilboðsferðir í 4 nætur og gildir tilboðið á völdum dagsetn- ingum í nóvember og desember 2007. Gist er á Holiday Inn Bloomington sem er 3ja stjörnu hótel við Mall of America. Vart þarf að tíunda hversu hagstæð jólainnkaup í Bandaríkjunum geta verið en verðið fyrir flug og þrjár til fjórar nætur á hótelum er yfirleitt á bilinu 50 til 60 þúsund. Nánar á lcelandair.is London fyrir lítið Þeirsem vilja gera jólainnkaupin í London, eða jafnvel skella sér á leik í enska boltanum, eru I góðum málum. Iceland Express býður um þessar mundir upp á flugferðir til þessarar glæsilegu borgar á ótrúlega hagstæðu verði. Hvort sem þú vilt fara á morgun, I næstu viku eða rétt fyrir jólin er hægt að fá flugfar aðra leið á um 8 þúsund krónur. Sjaldgæft er að flugfariö sé dýrara en 10 þúsund. Þess ber að geta að erfitt getur reynst að fá innan- landsflugfar til Egilsstaða eða Akureyrar á viðlíka verði. Hálendið ófært Fréttir berast nú reglulega af rjúpnaveiðimönnum í hrakningum á heiðum landsins. Því er mikilvægt að brýna fyrir stórhuga veiðimönnum að kynna sér ástand fjallvega ítarlega áður en haldið er út (óvissuna. Á heimasíöu Vegagerðarinnar, vegagerdin.is, er hægt að nálgast kort sem sýnir ástand fjallvega en stór hluti hálendisins er nú ófær. Jafnvel þó að menn séu á vel útbúnum bílum er nauðsynlegt að kynna sér færð og fylgjast vel með veðurspám síðustu daga fyrir brottför. Þá er einnig brýnt að virða vegatálma og merkingar. Þau eru ekki til skrauts. Emitía Magnúsdóttir er annar tveggja fararstjóra sem munu fylgja hópi fólks í Bása í Þórsmörk um mánaðarmótin: AÐVENTUFERÐIBASA „Þetta er tilvalin ferð fyrir fjöl- skyldufólk sem vill komast í jóla- skap í byrjun aðventunnar. f ferð- inni er fólk á öllum aldri og við leggjum áherslu á að ná fram sönn- um jólaanda," segir Emilía Magn- úsdóttir en hún er annar tveggja fararstjóra í svokallaðri aðventu- ferð í Bása. „Þó ferðin sé vinsælust meðal fjölskyldufólks er hún opin öllum, bæði ungum sem öldum. í fyrra var fólk á aldrinum tveggja til sjötíu og fimm ára með í för," segir Emilía. Þessi ferð er ekki ný af nál- inni því Ferðafélagið Útivist hef- ur haft hana á dagskrá sinni und- anfarin 13 ár. Sumir mæta ár eftir ár en Emilía segir að alla jafna séu margir nýliðar með í för. Heitt kakó og jólaskraut Á föstudagskvöldið klukkan átta verður lagt af stað með rútu frá BSÍ en Emilía segir einstaka upplifun að keyra inn í Þórsmörk í myrkri. „Það verður svartamyrkur þegar við keyrum yfir árnar á leiðinni inn- ar í dalinn síðla kvölds. Við verðum komin í skálann um klukkan 11 en ef heppnin verður með okkur verð- ur þarna nýfallinn snjór sem hjálp- ar fólki að komast í rétta gírinn. Þarna er dásamlegt að vera þegar nýbúið er að snjóa." Það sem eftir lifir föstudagsins mun fólk nota til að koma sér fyr- ir en laugardagurinn verður síðan tekinn með trompi. „Venju sam- kvæmt vöknum við um klukkan 9 um morguninn. Eftir morgunverð fara allir í gönguferð um nágrenn- ið en samkvæmt áætíun mun það taka um íjóra tíma. Á þeim tíma verður farið í ratleiki og ýmislegt skemmtilegt brallað; eitthvað fýrir alla fjölskylduna. Þegar við komum svo aftur í skálana er komið að því að skreyta alit hátt og lágt, en þær skreytingar verða ekki teknar nið- ur fýrr en í þrettánadaferðinni vin- sælu," segir Emilía en skálarnir tveir í Básum rúma 80 manns í gistingu. „Á meðan er drukkið heitt kakó og sungin jólalög. Þegar nær dregur kvöldmat er farið að undirbúa jóla- hlaðborð, sem er þannig úr garði gert að allir gestir taka með sér eitt- hvað að heiman og leggja í hlað- borðið. Þegar allt er klárt setjast allir niður og borða dýrindis mat í jólalegu umhverfi," segir Emilía. Jólasveinar á kreiki Meðalþátttaka í ferðinni er um 40 manns en eins og áður kom fram er pláss fýrir töluvert fleiri. Emilía segir gott skap og ánægju undantekningarlaust einkenna aðventuferðirnar í Bása. „Eft- ir matinn er kvöldvaka þar sem söngur og leikir eru í aðalhlut- verki. Stundum höfum við verið svo heppin að jólasveinar heyra til okkar. Þeir standast ekki mátið þegar þeir verða varir við allt fólk- ið og ldkja stundum í heimsókn, á leið sinni til byggða." Á sunnudeginum verður tveggja tíma létt ganga um ná- grennið, enda er náttúran í Þórs- mörk afar fögur að vetri til. Á heimleiðinni er svo gjarnan kom- ið við á áhugaverðum stöðum en hópurinn verður kominn heim til Reykjavíkur fyrir kvöldmat. „Eg hvet fólk til að skrá sig og koma með okkur. Þarna myndast frábær jólstemning sem kemur fólki í rétta skapið fyrir jólin," segir Emilía að lokum. Allt stefnir í mikla þátttöku í ár en ferðin kostar 12.300 krónur fýr- ir félaga í Ferðafélaginu Útivist en 14.200 fyrir aðra. Innifalið í því eru rútuferðir, gisting og fararstjórn en ferðalangar taka sjálfir með sér mat og drykk. Óhætt er að mæla með þessari einstöku ferð í Þórs- mörk en nánari upplýsingar má nálgast á vef Útivistar; utivist.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.