Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 41
DV Ættfræði FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 41 ** MAÐUR VIKUIVIVAR Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, er verndari íslenskuverðlauna Menntaráðs Reykjavíkurborg- ar sem nú verða afhent í fyrsta sinn um bundrað reykvískum grunnskólanemum. Verðlaun- in verða afbent í Borgarleik- húsinu í dag á tvö hundruð ára fæðingarafniæli Jónasar Hall- grímssonar og verða framveg- is veitt árlega á Degi íslenskrar tungu. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands Starfsferill Vigdís fæddist í Reykjavik 15.4. 1930 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1949, stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum við háskólann í Gren- oble og Sorbonne í París, með leik- bókmenntír sem sérsvið 1949-53, og nám í leiklistarsögu við Kaupmanna- hafnarháskóla 1957-58. Auk þess tók hún BA-próf í ensku og frönsku við Hl og lauk þaðan prófi í uppeldis- og kennslufræði. Vigdís var blaðafulltrúi Þjóðleik- hússins og ritstjóri leikskrár 1954-57 og 1961-64. Hún var um skeið leið- sögumaður og kynningarfulltrúi Ferðaskrifstofu ríkisins gagnvart er- lendum rithöfundum, blaðamönn- um og kvikmyndatökumönnum hér á landi. Auk þess skipulagði hún nám- skeið fyrir leiðsögumenn á vegum Ferðaslúifstofu ríkisins um árabil. Vigdís var frönskukennari við MR 1962-67, kenndi frönsku við MH1967- 72 og skipulagði jafnffamt frönsku- nám skólans, sá um frönskukennslu í sjónvarpi 1970-71 og kenndi franskar leikbókmenntir við HÍ1972-80. Þá var hún leikhússtjóri Leikfélags Reylqavík- ur1972-80. Vigdís var einn af stofnendum tíl- raunaleikhússins Grímu 1962, var for- setí Alliance Francaise 1975-76, sat í ráðgefandii nefnd um menningarmál Norðurlanda 1976-80 ogvarformaður hennar 1978-80. Vigdís var kjörin forsetí Islenska lýðveldisins 1980 og varð þar með fyrsta konan í heiminum sem kjörinn er þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosn- ingum. Hún var endurkjörin 1984, 1988 og 1992 en gaf ekki kost á sér tíl endurkjörs 1996. Frá því Vigdís lét af embættí forseta fslands hafa henni verið falin margvís- leg trúnaðarstörf á alþjóðavettvangi. Hún er velgjörðarsendiherra Samein- uðu þjóðanna (UNESCO) fyrir tungu- mál mannkyns, var formaður Heims- ráðs um siðferði í vísindum og tækni hjá UNESCO, sem meðal annars fjallar um tölvutækar upplýsingar. Þá var hún skipuð velgjörðarsendiherra Samein- uðu þjóðanna í baráttu gegn kynþátta- fordómum og útlendingaandúð. Loks átti hún sem formaður stóran þátt í undirbúningi að Den Nord Atlantíske Brygge, menningasetri fslands, Norð- urbryggju í Kaupmannahöfn fyrir Norðvestur-Atlantshafsþjóðirnar. Árið 2001 var komið á fót Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum á vegum Háskóla Is- lands. Stofnunin hefur innan sinna vé- banda kennslu og rannsóknir í öllum mngumálum sem kennd eru við skól- ann sem og þýðingarfræði. Þá má geta þess að Vigdís er virkur meðlimur og situr í stjórn Club de Madrid sem eru. samtök fyrrverandi forseta og forsæt- isráðherra með það markmið að efla lýðræðið í heiminum. Vigdís hefúr hlotíð heiðursdokt- orsnafnbæmr frá átján háskólum víðs vegar um heim. Hún fékk sérstaka við- urkenrtíngu Málræktarsjóðs 1997 fyr- ir alúð við íslenska tungu í forsetatíð sinni. Fjölskylda Kjördóttír Vigdísar er Ástríður Magnúsdóttír, f. 18.10. 1972, snyrtí- sérfræðingur og nemi við Listaháskóla Islands, en maður hennar er Eggert Elmar Þórarinsson tæknifræðingur og eru dæmr þeirra Aþena Vigdís, f. 21.3. 2000, og Eva María, £3.1.2004. Bróðir Vigdísar var Þorvaldur, f. 21.12. 1931, d. 3.8. 1952, verkfræði- stúdent. Foreldrar Vigdísar voru Finnbogi Rúmr Þorvaldsson, f. 22.1. 1891, d. 6.1. 1973, prófessor í verkfræði við Hl, og k.h., Sigríður Eiríksdóttir, f. 16.6. 1894, d. 23.3. 1986, hjúkrunar- kona og formaður Hjúkrunarfélags íslands til fjölda ára (nú Félag ís- lenskra hjúkrunarffæðinga). Ætt Bróðir Finnboga var Búi mjólkur- fræðingur, faðir Kristjáns guðfræði- prófessors, Þorvaldar eðlisfræðings, Þórðar verkfræðings og Magdalenu Jórunnar hjúkrunarfræðings. Finn- bogi var sonur Þorvalds, pr. í Sauð- lauksdal, bróður Jóns, langafa Hans G. Andersen sendiherra. Annar bróð- ir Þorvaldar var Ingimundur, lang- afi Ragnars Tómassonar lögffæðings. Hálfsystír Þorvaldar, sammæðra, var Sigríður, langamma Friðriks Pálsson forstjóra.Þorvaldur var sonur Jakobs, pr. í Steinnesi, bróður Ásgeirs, dbrm. á Lambastöðum, langafa Ónnu, móð- ur Matthíasar Johannessen skálds. Ás- geir var einnig langafi Lárusar Blöndal bókavarðar, föður Benedikts heitíns hæstaréttardómara, Halldórs, fyrrv. ráðherra, og Haraldar heitíns hrl. Móð- ir Þorvaldar var Þuríður, systír Sigríðar, konu Ásgeirs á Lambastöðum. Þur- íður var einnig systír Guðrúnar, lang- ömmu Þorsteins Ö. Stephensen leik- ara og Guðrúnar, móður Ögmundar Jónassonar alþm. Bróðir Þuríðar var Ólafur, pr. í Viðvík, langafi Þorvalds í Arnarbæli, föður Ásdísar Kvaran lög- ffæðings. Hálfsystír Þuríðar var Rann- veig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráð- herra, föður Þorsteins heitíns heim- spekings, Vilmundar heitíns ráðherra og Þorvalds hagfræðiprófessors. Þur- íður var dóttír Þorvaldar, pr. og skálds í Holtí Böðvarssonar, pr. í Holtaþing- um, bróður Ögmundar, afa Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Böðvar var sonur Högna Sigurðssonar, presta- föður á Breiðabólstað. Móðir Finnboga Rúts var Magd- alena Jónasardóttír, b. á Hallbjarnar- eyri í Eyrarsveit Jónssonar, og Kristínar Bergsdóttur, b. á Hvalgröfum á Skarðs- strönd Búasonar, og Kristínar Stur- laugsdóttur. Sigríður var dóttír Eiríks, trésmiðs í Reykjavík, bróður Einars, b. í Miðdal, föður Guðmundar ffá Miðdal mynd- listarmanns, föður Erró, Ara Trausta jarðfræðings og Egils arkitekts. Dóttír Einars var Sigríður, móðir Jónínu Mar- grétar Guðnadóttur sagnffæðings og Bergs Guðnasonar lögffæðings, foður Guðna, fyrrv. knattspymukappa. Önn- ur dóttír Einars var Karólína, móð- ir Hlédísar Guðmundsdóttur læknis. Þriðja dóttír Einars er Inga, móðir Þur- íðar Sigurðardóttur söngkonu. Syst- ir Eiríks var Guðbjörg, móðir Gríms Norðdahls á Úlfarsfelli, og Haraldar Norðdahl, föður Skúla Norðdahl arki- tekts. Eiríkur var sonur Guðmundar, b. í Miðdal, bróður Margrétar, langömmu Ólafs F. Magnússonar ljósmyndara, og Gunnars, föður Magnúsar forstjóra. Margrét var einnig langamma Vilborg- ar Kristjánsdóttur sem lengi var fulltrúi á skrifstofu forseta Islands. Guðmund- ur var sonur Einars, b. á Álfsstöðum á Skeiðum Gíslasonar, bróður Jóns, ættföður Setbergsættar, langafa Ólafs Guðjóns tannlæknis, föður Jóns Karls, forstjóra Icelandair. Jón á Setbergi var einnig langafi Árnu Steinunnar, móð- ur Mörtu Guðjónsdóttur, varaborg- arfullttúa og formanns nefndar um íslenskuverðlaun Menntaráðs. Móð- ir Guðmundar í Miðdal var Margrét Hafliðadóttir. Móðir Eiríks í Miðdal var Vigdís, systir Helgu, langömmu Jóns Eiríkssonar, oddvita í Vorsabæ á Skeiðum. Vigdís var dóttír Eiríks, b. í Vorsabæ Hafliðasonar, bróður Eh'n- ar, langömmu Sigurgeirs Guðmanns- ” sonar, lengi ffamkvæmdastjóra ÍBR, og Kristbjargar, móður Sigurðar Sigur- jónssonar leikara. Eh'n var einnig lang- amma Gunnlaugs, föður Jóns Steinars hæstaréttardómara. Þá var Eh'n amma Ólafar, ömmu Guðrúnar Helgadótt- ur rithöfundar. Önnur systír Eiríks í Vorsabæ var Ingveldur, amma Gísla Gunnarssonar, fyrrv. pr. í Glaumbæ, og langamma Vilhjálms, föður Man- freðs arkitekts. Bróðir Eiríks var Þor- steinn, langafi Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Móðir Sigríðar Eiríksdóttur var Vilborg, systir Guðna á Keldum, **■ langafa Björns Vignis Sigurpálsson- ar. Vilborg var dóttir Guðna, b. á Keldum í Mosfellssveit Guðnason- ar, b. í Saurbæ í Ölfusi, bróður Sig- ríðar, langömmu Halldórs Laxness og Guðna Jónssonar prófessors, föð- ur prófessoranna Bjarna og Jóns. Guðni var sonur Gísla, b. í Reykja- koti í Ölfusi, bróður Guðmundar, afa Ólafs, afa Þórhalls Vilmundarsonar prófessors og langafa Ólafs Ólafs- sonar, fyrrv. landlæknis, og listfræð- inganna Ólafs og Gunnars Kvaran. Systir Gísla var Ingveldur, langamma Valgerðar, ömmu Guðmundar H. Garðarssonar, fyrrv. alþm.. Gísli var sonur Guðna, ættföður Reykjakots- ættar Jónssonar. Móðir Vilborgar var Ásttíður Finnsdóttír. » ORG semur við Landsbókasafn Islands Háskólabókasafn og ReykjavíkurAkademíuna: Samstarfssamninqar um ættfræði I gær voru undirritaðir sam- starfssamningar ORG Ættfræði- þjónustu við Landsbókasafn ís- lands Háskólabókasafn, annars vegar og við ReykjavíkurAkademí- una, hins vegar. Forstöðumaður ORG Ættfræðiþjónustu er Oddur Helgason en stofnunin býr yfir ein- um umfangsmesta og fjölmenn- asta ættfræðigrunni landsins. Þar má einnig finna eitt stærsta bóka- og skjalasafn um ættfræði og þjóð- fræði hér á landi. Báðir samningarnir miða að því að efla ættfræðirannsóknir á Is- landi og bæta þjónustu við þá sem stunda slíkar rannsóknir. Reykja- víkurAkademían mun t.d. halda málþing um ættfræði og þjóðfræði næsta vor og Landsbókasafnið hyggst halda sérstaka sýningu á ættfræðilegum frumgögnum á næstunni. ORG hefur verið í samstarfi við ýmis héraðsskjalasöfn á und- anförnum árum og hyggjast sum þeirra gera sambærilega samn- inga við stofnunina. Þess má svo geta að ættfræðiskrif DV hafa á ýmsan hátt notið góðs af aðstöðu ORG Ættfræðiþjónustu í gegnum tíðina. Samstarfssamningur um ættfræði Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, forstöðumaður Landsbókasafns Háskólabókasafns, Oddur Helgason, forstöðumaður ORG, og Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkur- Akademíunnar. Að baki þeim standa Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu, og Örn Hrafnkelsson, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns Háskólabókasafns. •>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.