Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Fréttir DV Ríkið hefur á undanförnum árum komið að útgáfu bóka með styrkveitingum. Veglegasti styrkurinn vegna einnar útgáfu er bókin um sögu Stjórnarráðs íslands. Styrkurinn hljóðaði upp á 62,6 milljónir króna. Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að rikið eigi ekki að vera með puttana í bókaút- gáfu. Hann vill frekar hafa útboð sem myndi þjóna hagsmunum skattgreiðenda betur. Bjarni Þorsteinsson, út- gáfustjóri hjá Bjarti-Veröld, segir að bókastyrkir frá rikinu mættu vera mun veglegri. EINAR ÞÓR SIGURÐSSON blaöamadur skrifar: ' A Á undanförnum árum hefur rík- ið komið að útgáfu bóka með styrk- veitingum. Ekki eru allir á eitt sáttir um slíkar styrkveitingar og segja það fráleitt að ríkið komi að bókaútgáfu. Stærsti styrkurinn af hálfu ríkisins er vegna bókarinnur um sögu Stjómar- ráðsins sem kom út í fimm bindum. Styrkurinn hljóðaði upp á 62,6 millj- ónir króna en bókin var að mestu unn- in á árunum ffá 1999 til 2004. 71 þúsund með hverri bók Bókaforlagið Sögufélagið annaðist dreifingu á bókinni um sögu Stjórn- arráðsins og samkvæmt upplýsingum þaðan hafa bækurnar selst í tæplega níu hundruð eintökum. Sex hundr- uð eintök fóru í áskrift áður en bókin kom út, Alþingi, ráðuneyti, bókasöfn og ríkisstofhanir keyptu stóran hluta þess sem seldist í áskrift. Síðan þá hafa tæplega þrjú hundruð eintök bókar- innar selst. Forlagið hefur selt bókina þannig að öll bindin hafa verið saman í pakka. Samkvæmt þeim tölum hef- ur ríkið borgað um 71 þúsund krónur með hverjum seldum bókapakka. Fyrstu tvö bindin voru um Stjórn- arráðið frá árunum 1904 til 1964ogvar það endurútgáfa á eldra riti. Síðustu þrjú bindin voru um stjómarráðið ifá árunum 1964 til 2004. Vill fá útboð „Það er okkar mat að það væri hag- kvæmast að þessi verk væm boðin út af ríkinu," segir Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgef- enda. Kristján segir að það sé einnig mat stjómar félagsins að ríkið eigi ekki að vera að vasast í bókaútgáfu. „Við teljum að það væri hagkvæm- ara fyrir samfélag fræðimanna sem skrifa þessar bækur og skattgreiðendur að þessi verkefni væru boðin út, í stað þess að ráðuneytin setjist bara niður og byrji. Þá gætu bókaútgefendur sest niður og komið með tillögur þar sem hægt er að meta verkin og þá fjármuni sem em í boði hverju sinni." Kristján segir að sjónarmið bókaút- gefenda og ríkisins séu eins og svart og hvítt. Þannig leiti bókaútgefendur allra leiða til að lækka kostnað við verkin og skapa þau þannig að þau henti lesend- um. „Þessi sjónarmið eru ekki uppi hjá ríkinu. Maður veltir því stundum fyrir Njásiuiri í hjskdlíiiuii »uisi2it<i? R%ít<iii imi Olijii ImÍíitu ANTONY BEEV0R Vill ríkið burt Kristján segir það þjóna hagsmunum skattgreiðenda betur að hafa útboð. Bókaútgáfa Ríkið hefur styrkt margar bókaútgáfur. Veglegasti styrkurinn vegna einnar útgáfu rann til bókarinnar um sögu Stjórnarráðs (slands. Styrkurinn hljóðaði upp á 62,6 milljónir króna. '1 '.•.rv-iív '"zZS'ý’ —gi ■ . ■hI Maður veltir því stund- um fyrir sér hvort verið sé að gefa þessar bæk- ur út fyrir ríkið eða fyrir lesendur. sér hvort verið sé að gefa þessar bæk- ur út fyrir ríkið eða fyrir lesendur. Er þá ekki bara heppilegra að vinna þetta á annan hátt ef ætlunin er að gefa þjóð- inni þetta hvort sem er?" Átta milljónir fyrir 2000 eintök Bókin Forsætisráðherrar íslands - Ráðherrar fslands og forsætisráðherr- ar í 100 ár var gefin út árið 2004. Bókin var gefin út í tilfefni af hundrað ára af- mæli Stjórnarráðsins sem stofnað var 1. febrúar árið 1904 og fjallar um sögu ráðherra á íslandi. Heildarkostnaður Hin unga og fagra Olga Tsékova átti ekkert nema demantshring þegar hún fór frá Moskvu 1920. Leið hennar lá til Þýska- lands og þar hún sló hún ígegn á hvíta tjaldinu og varð uppáhalds- leikkona Hitlers - en um leið starfaði hún fyrir leyniþjónustu Sovétríkjanna. Mögnuð bók eftir hinn geysivinsæla Antony Beevor Sýþ BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR við verkið nam átta milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum frá forlaginu Hólum var bókin prentuð í tvö þúsund eintökum og eru öll eintökin seld. Það þýðir að ríkið borgaði fjögur þúsund krónur með hverju eintaki. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um prentun á fleiri eintökum bókarinnar. Forsætisráðuneytið hefur veitt Hinu íslenska fornritafélagi styrk til áfram- haldandi útgáfú á Sögu íslands sem hófst árið 1974. Um er að ræða útgáfu sex binda til viðbótar þeim fimm sem þegar hafa verið gefm út. Framlag hef- ur miðast við sex milljónir króna vegna útgáfu hvers bindis. Ekki fengust upp- lýsingar frá Hinu íslenska bókmennta- félagi um sölutölur bókarinnar. Bókin um sögu kristni á íslandi sem kom út um aldamótin tók um tíu ár í vinnslu. Hún var gefin út af Alþingi en heildarkostnaður við hana nam um 65 milljónum króna. Puðrast á hraða snigilsins Þá liefur Hið íslenska fornritafé- lag fengið tíu milljóna króna árlegan styrk vegna útgáfu Biskupasagna og fornrita. Þá annast félagið sérstaka út- gáfu fjögurra Noregskonungasagna. Sögurnar eru þjóðargjöf fslendinga til Norðmanna í tilefni af hundrað ára af- mæli endurreists konungsveldis í Nor- egi árið 2005. Þessar sögur eru Sverris saga, Morkinskinna, Böglunga saga og Hákonar saga Hákonarsonar. Sverris saga var afhent í vor á þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí. Framlagið vegna þeirra hefur miðast við fjögurra millj- óna árlegt framlag árin 2006 til 2009. Verk Hins íslenska fornritafélags á rætur sínar að rekja allt aftur til þriðja áratugar síðustu aldar. Kristján seg- ir að það reki uppruna sinn til þeirrar tilraunar manna að búa til raunveru- legt íslendingasögusafn. „Núna eru fs- lendingasögur að baki og nú er verið að vinna í Biskupasögum. Þetta puðr- ast á hraða snigilsins og allt í góðu lagi með það. Fomritaútgáfan átti upphaf- lega að taka fimmtán ár en hefiir tekið áttatíu ár.“ Vantar hærri styrki Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri bóka almenns efnis og kennslubóka hjá bókaforlaginu Bjarti-Veröld, seg- ir að bókastyrkir frá ríkinu mættu vera mun veglegri. Hann segir að styrkveitingarnar hafi gríðarlega þýðingu fyrir bókaforlög en þær hafi, að hans mati, verið allt of lágar. Hafa styrkirnir verið það lágir að sum for- lög hafi velt því fyrir sér að neita að taka við þeim. „Þetta eru oft á tíðum mjög dýr og stór verk og þess vegna þarf ansi myndarlega styrki til að út- gáfan borgi sig. Þeir hafa því miður verið af skornum skammti. Ef svona stór og metnaðarfull verk eru ekki styrkt, er alls óvíst að menn leggi út í að gefa þau út eða þá að verkin verði það dýr að fólk ráði ekki við að kaupa þau." Bjarni segir að það þurfi ekki annað en að líta yfir bókaútgáfu á íslandi til að sjá að fjöldinn allur af forlögum hefur farið á hausinn vegna fjárskorts. „Þetta getur verið ansi erfið barátta, sérstaklega ef for- lög ráðast í útgáfu á stærri og dýrari verkum. Það þarf tvímælalaust að hækka þessar styrkveitingar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.