Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Ættfræði DV Y Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Islendinga. Lesendur geta sentinntilkynningarum stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Merkir íslendingar Jónas Hallgrímsson Æskuár Jónas Hallgrímsson, skáld, nátt- úruffæðingur og þjóðfrelsissinni, fæddist á Hrauni í Öxnadal, þennan dag fyrir tvö hundruð árum. Foreldr- ar hans voru séra Hallgrímur Þor- steinsson, astoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar, skálds á Bægisá, og Rannveig Jónsdóttir af Hvassafells- ætt. Fjölskyldan flutti að Steinsstöð- um í öxnadal er Jónas var á fyrsta árinu en er hann var á níunda árinu drukknaði faðir hans í Hraunsvatni. Skömmu síðar var Jónas sendur í fóstur að Hvassafelli, til Guðrúnar, móðursystur sinnar, og þrettán ára fór hann til náms til Einars Thorlaci- us, prests í Goðdölum. Jónas hóf nám við Bessastaða- skóla 1823 sem þá hafði á að skipa sem kennurum helstu andans mönnum þjóðarinnar á borð við Sveinbjörn Egilsson, Jón Jónsson í Lambhúsum, Hallgrím Scheving, séra Árna Helgason í Görðum og Björn Gunnlaugsson. Skólinn var í raun vagga þeirrar þjóðfrelsisbaráttu sem þá var að hefjast og lét sér mjög annt um íslenska tungu og þjóðlega endurreisn. í Bessastaðaskóla kynnt- ist Jónas ýmsum þeim sem áttu eftir að vera hans nánustu vinir, s.s. Tóm- asi Sæmundssyni og Páli Melsted. Fjölnir Jónas lauk stúdentsprófum 1829 og hugði á frekara nám í Kaup- mannahöfn en skorti fé til framhalds- náms. Hann flutti því til Reykjavíkur sem þá var smábær með um það bil fimm hundruð íbúa og dvaldi þar næstu þrjú árin, lengst af sem rit- ari landfógeta. Hann sigldi síðan til Kaupmannahafnar 1832 og hugð- ist stunda laganám en söðlaði fljót- lega um, hóf nám í náttúrufræði við Kaupmannahafnarháskóla og sökkti sér niður í skáldskap, einkum þýska og norræna rómantík. Hann fékk snemma dálæti á þýska skáldinu Heine og þýddi nokkur ljóða hans, svo sem Álfareiðina, og var í hópi þeirra sem fyrstir uppgötvuðu snilli- gáfu H.C. Andersens. Árið 1835 stofnuðu Jónas og fé- lagar hans, þeir Brynjólfur Péturs- son, Konráð Gíslason og Tómas Sæ- mundsson, ársritið Fjölni sem átti að vera íslendingum tíl fróðleiks og skemmtunar. Fjölnir setti sér þó fyrst og fremst það róttæka pólitíska ÉÍil m Wm ; Jónas Hallgrímsson Þessa mynd af Jónasi teiknaði Helgi Sigurðsson læknanemi af skáldinu á llkbörunum. Myndin birtist fyrst á titilslðu bókarinnar Ljóðmæli og önnur rit, eptir Jónas Hallgrímsson, útg. 1883. markmið að vekja þjóðina af pólitísk- um dvala, blása í þjóðfrelsisglóðina, minna íslemdinga á forna frægð og upplýsa þá um það besta í skáldskap og vísindum álfimnar. í samræmi við þessi markmið hófst fýrsta tölublað Fjölnis á ljóði Jónasar, „fsland far- sælda frón" sem er án efa frægasti og magnaðasti leiðari sem saminn hef- ur verið fyrir íslenskt málgagn. Fjölnir átti sér frá upphafi ýmsa eindregna málsvara hér á landi úr röðum yngri presta og frjálslyndari embættismanna og hefur ugglaust haft umtalsverð langtímaáhrif á þjóð- ið talinn ástsælasta skáld þjóð- arinnar og höfuðsnillingur ís- lenskrar tungu. Ásamt Bjarna Thorarensen er Jónas höfuð- skáld rómantísku stefnunnar á 19. öld hér á landi. Hann hafði auk þess mikil og róttæk áhrif á bókmenntaviðhorf íslenskra menntamanna á sinni tíð, end- urvakti, ásamt Bjarna, forna bragarhætti, kynnti fyrir þjóð- inni erlend form eins og t.d. sonnetuformið, samanber Ég bið að heilsa, og gekk á milli bols og höfuðs á rímnakveðskapnum sem þá var feikivinsæll meðal ís- lensks almennings. Steinsstaðir í Öxnadal Bernskuheimili Jónasar. Myndin birtist I bók Gustavs Winkler um ísland, útg. 1861. ffelsisbaráttuna. En ritið lenti fljót- lega upp á kant við annað íslenskt tímarit, Sunnanpóstinn, sem gefinn var út af eldri og íhaldssamari emb- ættismönnum. Tómas Sæmunds- son var á heimleið þegar Fjölnir var stofnaður og var upp frá því prestur og síðan prófastur að Breiðabólstað í Fljótshlíð. Hann var helsti drifkraft- urinn í útgáfu Fjölnis á meðan hon- um entist heilsa og vildi að ritíð tæki raunsærra mið af íslenskum þjóðfé- lagsaðstæðum. En hann átti óhægt um vik hér heima á meðan hinir rit- stjórarnir sátu út í Kaupmannahöfn og fóru sínu ffarn. Jónas var hins vegar afar dómharður í bókmennta- gagnrýni sinni (t.d. á íslenskar rím- ur og Sigurð Breiðfjörð, og eins með þýðingu sinni á ljóðinu Móðurástj og Konráð hélt til streitu mjög ein- strengingslegri stafsemingarstefriu ritsins. Hvort tveggja varð til þess að ritið fékk á sig orðspor um yfirlæti og menntahroka og náði eklci þeim almenna hljómgrunni sem pólitískt markmið þess krafðist. Það er engu að síður talið stórmerlcilegt fyrir skrif þeirra Jónasar og Tómasar og sem vettvangur fyrir mörg þeklctustu ljóð Jónasar. Skáldið Jónas varð fljótíega helsta skáld íslenskra stúdenta í Kaupmanna- höfn. Hann orti ódauðleg tækisfær- iskvæði fyrir samkvæmi þeirra, svo sem Islendingabrag og Til herra Páls Gaimard, og ýmis helstu ljóða hans birtust í Fjölni. Ljóð hans urðu þó tæplega fleyg hér á landi fyrr en að honum gegnum. En þá fengu þau byr undir báða vængi og í meira en hundrað ár hefur hann almennt ver- Náttúrufræðingurinn Jónas var án efa mjög efnileg- ur náttúrufræðingur. Rannsóknir hans, uppdrættir, athugasemd- ir og úrvinnsla benda eindregið til þess að hann hefði náð langt í jarðffæði og jarðsögu effjárskort- ur og heilsubrestur hefðu ekld háð honum. Hann hafði aflað sér mjög víðtækrar menntunar í náttúruffæði en án þess þó að ljúka embættisprófi er Garðstyrkur hans var á þrotum árið 1836. Ári síðar fór hann í rannsólcn- arleiðangur til íslands á eigin vegum eftir að hafa fengið til þess styrk og dvaldist þá hér á landi sumarlangt. Hann lauk prófum í náttúrufræði (steinaffæði og jarðfræði) við Kaup- mannahafnarháskóla 1838, sótti um styrk til að semja íslandslýsingu, fékk jákvæð viðbrögð við því og var síðan aðstoðarmaður tveggja danskra nátt- úrufræðinga sem voru fengnir tíl að rannsaka möguleika á námuvinnslu hér á landi sumrin 1839 og 1840. Jónas lentí í hrakningum í aftakaveðri síðsumars 1839 á fjallvegi milli Eyja- fjarðar og Skagafjarðar og hafði þá næstum orðið útí, fékk slæma brjóst- himnubólgu og náði sér aldrei eftir það. Hann lá rúmfastur í Reykjavík nánast allan næsta vetur. Sett hefur verið ffam læknisfræðileg tilgáta um að Jónas hafi látist af fótbrotinu, sex árum síðar, vegna þeirrar brjóstveiki sem ber að rekja til þessara hrakn- inga. Síðustu æviárin Jónas fékk aftur styrk tíl leiðangurs og íslandslýsingarinnar 1841 og fór þá víða um landið en kom til Reykja- vílcur um haustið og var þá orðinn talsvert skuldugur. Enn fékk hann ríkisstyrk til að greiða helstu skuld- irnar við rannsóknir sínar og Hið ís- lenska bókmenntafélag bauð hon- um 200 dala þóknun fyrir að koma til Kaupmannahafnar og ljúka við ís- landslýsinguna. Hann hélt til Kaup- mannahafnar 1842 og var búsettur í Danmörku þrjú síðustu æviárin, þar af í Sórey, veturinn 1843-1844, f. 16. nóvember 1807, d. 26. maí 1845 Jónas Hallgrímsson er án efa ein hugþekkasta per- sóna íslandssögunnar. Hann er almennt talinn ást- sælasta skáld þjóðarinnar, var ásamt Baldvini Einars- syni, Tómasi Sæmunds- syni og Jóni Sigurðssyni ein helsta þjóðfrelsishetja íslendinga á 19. öld og var auk þess merkur náttúru- vísindamaður. Einkalíf hans var fremur nöturlegt. Hann missti ungur föður sinn af slysförum og var sendur í fóstur í kjölfarið, missti marga af sínum kærustu vinum í blóma lífsins, varð sjálfur skammlífur, kvæntist aldrei, var óheppinn í ásta- málum, lengst af blankur og svolítill slarkari þó oft hafi verið gert meira úr því en ástæða er til. En ljóð hans eru engu lík og hafa yljað löndum hans um hjartarætur í hundr- að og fimmtíu ár. Þar sér hver sjálfan sig þó liðin séu tvö hundruð ár frá fæðingu þessa höfuðsnillings ís- lenskrar tungu. hjá vini sínum, skólabróður og vel- gjörðarmanni, Japhetus Steenstrup, sem hafði verið annar dönslcu nátt- úrufræðinganna sem hingað komu með Jónasi. Hugmynd Steenstrups var sú að þeir Jónas ynnu saman úr þeim rannsólcnum sem þeir stund- uðu hér á landi. Steenstrup var hins vegar kallaður í fylgdarlið Friðriks krónprins sem fór í leiðangur til Fær- eyja og Skotlands vorið 1844 og flutti Jónas þá aftur til Kaupmannahafnar. Síðasta æviárið var Jónasi mót- drægt í ýmsu. Efasemdir í trúmál- um höfðu sótt á hann síðustu árin en áður hafði hann lengst af samein- að einlæga guðstrú sína og vísinda- hyggju eins og dæmigert var fyrir 19. aldar menntamenn, meðal ann- ars með svonefndum skipulags- eða hönnunarrökum fýrir tilvist guðs. Þá hafði skammdegisþunglyndi sótt á hann síðustu árin og feigðin kallaði að honum, enda hafði hann misst flesta sína kærustu vini. Þó sinntí hann nokkuð félagsmálum fslend- inga í Kaupmannahöfn, ekki síst í samvinnu við Jón Sigurðsson for- seta. Jónas var á leiðinni heim til sín, seint um kvöld, 20. maí 1845, er hann datt í stíganum og fékk slæmt opið fótbrot fyrir ofan öklda. Hann staul- aðist inn tíl sín og lagðist þar fýrir án þess að gera vart við sig en var fluttur á Friðriksspítala daginn eftir. Þar lá hann í fjóra daga með fullri meðvit- tmd en fékk hægt andlát 26. maí. Jónas var jarðaður í glaðasólskini í Assistentkirkjugarðinum 30. maí að viðstöddum flestum fslending- um sem þá voru í Kaupmannahöfn. Hundrað árum síðar voru líkams- leifar hans fluttar til íslands og jarð- settar í þjóðargrafreitnum á Þing- völlum. Reykjavík 1836 Ári eftir aö Jónas og félagar stofnuöu Fjölni og ári áöur en Jónas kom hingaötil lands I sinnfyrsta rannsóknarleiöangur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.