Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 17
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 17 SAMFELAGSINS „Efeinhver segist vilja svipta sig lífi, ber að taka það alvarlega. Sá sem fær vitneskjuna verðurað rjúfa trúnað. Oft treysta unglingar vini fyrirhugs- unum sínum og þá kemur upp sú staða hjá vin- inum að hann vill ekki rjúfa traustið sem honum ersýnt. Sitursvo uppi með það að sjá á bak vini sínum á hörmulegan hátt. Fagfólk á líka að rjúfa trúnað efþað telur að viðkomandi sé í lífshættu." Wilhelm Norðfjörð sálfræðingur „Það er mikilvægt að átta sig á því að sjálfsvíg er alltaf á ábyrgð þess sem fremur það en ekki einhverjum að kenna." ekki talið að barn gœti orðið þung- lynt en rannsóknir sýni annað. „Ef einhver segist vilja svipta sig lífi, ber að taka það alvarlega. Sá sem fær vitneskjuna verður að rjúfa trúnað," segir Wiíhelm. „Oft treysta unglingar vini íyrir hugs- unum sínum og þá kemur upp sú staða hjá vininum að hann vill ekki rjúfa traustið sem honum er sýnt. Situr svo uppi með það að sjá á bak vini sínum á hörmulegan hátt. Fag- fólk á líka að rjúfa trúnað ef það tel- ur að viðkomandi sé í lífshættu. Þá á að láta foreldrana vita og foreldr- ar þurfa að leita sér aðstoðar fagað- ila þegar þeir óttast um líf barnsins síns. Sumir sem íhuga sjálfsvíg láta það í ljósi og þá er einn af lyklunum sá að hlusta. Ekki fara að gera góð- látlegt grín, hvetja manneskjuna til að rífa sig upp úr þessum hugsun- um eða fara að ráðleggja, heldur að tala við einhvern sem hefur þekk- inguna. Óbein tjáning er líka algeng, þar sem þetta er gefið í skyn. Flest- um finnst óþægilegt þegar einhverj- um líður illa og reyna að gera gott úr öllu með því að segja hluti eins og: Hættu nú að hugsa svona, ef þú ert alltaf svona svartsýnn, þá gefast all- ir upp á þér, lífið er ekki bara dans á rósum, og svo framvegis. Þetta eru algeng viðbrögð og röng. Sem betur fer hefur fræðsla aukist í skólunum, þó þar sé ekki ráðlagt að ræða sjálfs- víg beint, heldur um góða og slæma líðan." Þarf að gjörbylta íslensku geðheilbrigðiskerfi Sigursteinn hefur ákveðnar skoð- anir á íslenska geðheilbrigðisketflnu. „Ég vil láta skera geðheilbrigð- iskerfið alveg upp og gjörbylta því," segir hann. „Ég vil láta leggja nið- ur geðdeildirnar í núverandi formi og koma upp þjónustukjörnum í nærsamfélaginu, geðheilsumið- stöðvum, sem þjóna hverfunum og starfa í tengslum við heilsugæsl- una og þjónustumiðstöðvarnar. Þær gætu leyst af hólmi einhliða lyfja- lausnir samfélagsins. Lyf geta dug- að og eru mikilvæg í mörgum tilvik- um en hamingjuleysi er ekki lagað með geðdeyfðarlyijum. Með þeim er hægt að koma í veg fyrir mjög djúpt þunglyndi, en þú læknar ekki þung- lyndið með lyijum. Það verður að gera með öðrum hætti, fá fólk til að finna tilgang og fá trú á sjáift sig. Við höfum verið of mikið í því að skóila fólki inn í hólf og þegar það kemur út aftur líður því í raun ekkert bemr." Lyfjanotkun tífaldaðist á sextán árum í lokaverkefni Tinnu Traustadótt- urfrá lyffafrœðideild Háskóla íslands árið 2000 kom fram að aukning virt- ist hafa orðið í þunglyndis- og kvíða- röskunum meðal ungs fólks og notk- un þunglyndislyffa hefði tífaldast samanborið við rannsókn frá árinu 1984. Wilhelm ersama sinnis og Sig- ursteinn þegar við ræðum lyffagjaffr. „Já, ég get samsinnt því að mér finnst of mikið gefið af lyfjum," svarar hann. „Ég held að íslensk- ir læknar séu frekar lyfjaglaðir en það eru auðvitað til geðlæknar sem nota viðtöl ekkert síður en lyf. Við- töl eru jafn áhrifamikil og lyf, en þegar fólk er í sjálfsvígshugleiðing- um getur það þurft lyf til að komast úr lífshættu. Geðlæknar fá oft veik- asta fólkið og þá eru lyf oft algjör- lega nauðsynleg vegna þess að fólk getur hreinlega verið of veikt til að fara í viðtal." Og viðvíkjandi því hvort þjóðfé- lagið sé endanlega að ganga afgöfl- unum svarar Wilhelm: „Lífsgæðakapphlaupið hefur var- að lengi. Mér finnst þó þjóðin að- allega vera að klofna meira. Þetta samfélag hefur verið „crazy" lengi. Það er spurning hvort þetta velmeg- unarkapphlaup geri það að verkum að við hugsum minna um börnin en áður. Um það vantar rannsóknir. Mér finnst þessi kvörtun um að all- ir séu að flýta sér, allir hafi nóg með sig, hafa varað í nokkur ár. Hins veg- ar finn ég í starfi mínu sem sálffæð- ingur hvað andstæðurnar eru orðn- ar miklu skýrari milli þeirra sem eiga peninga og þeirra sem eiga ekki neitt." Gleymum að fanga einfaldleikann Sigursteinn bendir á að fólki hætti til að rugla saman lífsgæðum og nýj- ungum. „Við höldum oft að nýjungar og tilbreyting sé það sama og lifsgæði. Þannig er því ekki farið. Lífsgæði fel- ast í einfaldfeikanum." Þar sem við ræðum þessi mál á mánudagsmorgni, berst talið að opn- un nýrra verslana um helgina. „Mörg börn sem nú sitja í skól- unum hafa lítið sem ekkert talað við foreldra sína um helgina," bend- ir Sigursteinn á. „Það þurfti að fara í nýju dótabúðina, nýju dýrabúðina og Ikea og gæðastundirnar fóru því miður margar hverjar fram þar. Þeg- ar ég er í garðinum mínum, set hend- urnar ofan í moldina og reyti arfa, þá líður mér betur en nokkurn tíma í bíó eða skemmtigarði. Auðvitað er allt gott í hófi, en ég held við höfum misst svolítið fótanna í því að fanga einfaldleikann og líta á hann sem lífsgæði. Séreinkenni hins íslenska samfélags hefur í gegnum tíðina ver- ið þessi nánd og hvernig allir þekkja næstum því alla; hvernig við látum okkur hvert annað varða. Þetta finnst mér vera að breytast verulega mikið. Afskiptaleysi gagnvart fólki er mikið, eins og í stórborgum. Fólk lítur hjá ef einhver liggur í götunni því það vill ekki blandast inn í málið. Það er dapurlegt." Sjálfsvíg yfirleitt skipulögð Wilhelm nefnir að sumir þekki allt að flmm manns sem hafa svipt sig lífi. 1 því geti falist viss hœtta, því viðkomandi viti þá um leiðir til þess. „Sá sem ætíar að svipta sig lífi er oftast nær búinn að ákveða það með einhverjum fyrirvara," segir hann. „Fólk í vímuneyslu og hvat- vísu ástandi gerir stundum það sem það hefði ekki annars gert og það er sérstaklega sorglegt. Flestif hugsa þessi mál fram í tímann, hvað þeir ætla að gera og hvernig þeir ætla að gera það. Einhver hluti tjáir sig um áform sín beint eða óbeint. En það er mikilvægt að átta sig á því að sjálfsvíg er alltaf á ábyrgð þess sem fremur það en er ekki einhverjum að kenna." / gegnum störf sín hefur Sigur- steinn kynnst fólki sem staðið hefur frammi fýrir því að ráðgera sjálfsvíg. Sumir létu verða afþví; aðrir hættu við. „Þeir sem hættu við höfðu ekki skipulagt sjálfsvígið út í ystu æsar og samviskan varð yfirsterkari. Það fólk gat ekki hugsað sér að gera foreldr- um, systkinum og vinum það að fara á þennan hátt. Samviskan yfirtók vonleysið. Það er myrkrið sem helt- ekur þann sem lætur af verknaðin- um verða; vonleysið og tilgangsleys- ið tekur yfirhöndina. Ef fólki finnst það ekki hafa hlutverk og tilgang er stutt í sjálfsvígshugsanirnar. Að mínu mati er sjálfsvíg einn ljótasti glæpur sem hægt er að fremja gagnvart sak- lausu fólki." Wilhelm bendir á að ekki hafi tek- ist að skýra þær sveiflur sem geti ver- ið íffölda sjálfsvíga milli ára í hinum ýmsu þjóðfélögum. „Það hefur verið reynt að finna orsakaskýringar, en það hefur ekkert fundist," segir hann. „Voru sveiflurn- ar vegna þenslu eða kreppu í þjóðfé- laginu? Menn hafa aldrei komist að neinu sem er borðliggjandi. Þetta er eins og með lífsgátuna, við vitum ekki af hverju einhver lætur af þessu verða og einhver gerir það ekki. Við vitum bara að á vissum stundum af- ræður einstaklingur að hann er til- búinn að svipta sig lífi. Stundum varir sú ákvörðun aðeins í nokkrar mínútur og ef viðkomandi hefur ekki aðgang að þeim efnum eða hlutum sem hann ætíar að nota, þá verður ekkert af sjálfsvíginu og honum dett- ur þetta ekki oftar í hug. Þess vegna er það svo mikilvægt að byssueign sé bundin ströngum skilyrðum og byssur séu geymdar í þar til gerðum skápum og það sama má segja um lyf." Fræðsla til fagstétta Úlíkt öðrum löndum hefur ís- lenska ríkið aðeins á að skipa ein- um statfsmanni sem er sérstaklega ráðinn til að vinna að þessum mála- flokki, sjálfsvígum og sjálfsvígsatferli. Starfsmaðurinn er Salbjörg Bjama- dóttir geðhjúkrunatfræðingur sem staifar hjá Landlækni en með henni situr Wilhelm í nefnd varðandi þessi mál. „Þessi nefnd var skipuð tíl að setja á laggirnar ákveðið kerfi sem skyldi taka á þessum málaflokki, sjálfsvígsatferli, sem er öll sú hegðun sem beinist í þá átt að fólk hugsi um að svipta sig lífi. Undanfarin ár hefur verið lögð gífúrleg áhersla á fræðslu til ýmissa fagstétta, námsráðgjafa, heilsugæslunnar, presta, lögreglunn- ar og fleiri og við erum alveg sann- færð um að þetta hefur hjálpað fólki að vera í startholunum og við höf- um til dæmis farið mikið inn í skól- ana með fræðslu. Hins vegar er sá galli á þessu verkefni að fjármagn til að standa straum af því hefur komið frá einkaaðilum og til dæmis í þrjú ár var VÍS það fýrirtæki sem hélt uppi sjálfsvígsforvörnum að stórum hluta hér á landi. Nú erum við að leita að styrktaraðilum og vonandi ber það árangur. Ég hef sjálfur talið að grunn- þjónustan þurfi að vera sterkari og veigameiri, en þá þarf grunnurinn að vera tryggður af ríkinu, helst með lögum eða reglugerð eins og gerst hefur víða á Norðurlöndunum. Þar eru rekin sjálfsvígsforvarnasetur sem halda utan um þennan mála- flokk á meðan íslenska ríkið er með eina manneskju á launum við þetta. Gallinn er sá að þurfa að treysta á þá sem hafa með peningana að gera og það er skiljanlegt að sama fýrirtækið vilji ekki setja peninga í það sama ár eftir ár eftir ár." Hvað er hægt að gera? Að mati Sigursteins er ekki von- laust að snúa við blaðinu og sporna gegn sjálfavígum. „í mínum huga er það þríþætt verkefni. í fyrsta lagi þurfum við að styðja foreldra betur í foreldrahlut- verkinu. Það þarf að gerast með fræðslu og með umræðu í samfé- laginu, þannig að fólk geti náð bet- ur utan um þetta vandasama hlut- verk, sem foreldrahlutverkið er. Þá um leið þarf að fara yfir gildin: hvað það er sem skiptir máli og við verð- um að komast undan þessari miklu neysluhyggju. Þegar hlutirnir fara úrskeiðis - því þeir fara alltaf úr- skeiðis einhvern veginn - séum við með viðbragðsáætlun sem foreldrar, skólarnir, íþróttafélögin og aðrir geta nýtt sér - að alvöru forvarnaráætíun taki við. Að við séum með gott geð- heilbrigðiskerfi og félagslegt stuðn- ingskerfi sem virkar ef fólk er orð- ið mjög veikt og þarf aðhlynningu. Þá þurfum við að fara úr þessum þunglamalegu ríkisstofnunum yfir í nærþjónustu sveitarfélaganna þar sem nándin verður meiri, tilfinning- in fýrir viðfangsefiiinu og aðstæðun- um er betri. Ef við náum þessum þrí- þættu skrefum held ég að við séum í | miklu betri málum." Wilhelm bendir á að þetta mál- efni komi öllum við. „Þetta er samfélagslegt verkefni. Þetta kemur öllum við. Það er mik- ilvægt að fólk átti sig á að stund- um er hægt að telja fólki hughvarf. Það sem unga fólkið þarf að vita er að það á að segja frá og rjúfa trún- að. Það er stöðugt að koma meiri fræðsla inn í skólakerfið, sem felst í því að börnum er bent á leiðir, hvað sé hægt að gera ef þeim líður svo illa. Það hafa verið gerðar tilraunar víða um heim niður í yngri bekki gnmn- skóla og rannsóknir hafa sýnt að það gefur betri raun að hafa fræðslu um það hvað er að líða vel og hvað er að líða illa en að ræða sjálfsvíg. Og ég tek undir það sem Sigursteinn sagði með að skilja aðstandendur eftir. Þeir sem verða fýrir því að missa sinn nánasta fýrir eigin hendi, verða varla heilir á eftir. Sorgarviðbrögð eftir sjálfsvíg eru frábrugðin öðrum sorgarviðbrögð- um. Aðstandendumir þurfa að tak- ast á við mjög erfiða hluti á eftir og þurfa að fá aðstoð. Það er enginn sem hristir svona lífsreynslu af sér. Sektar- kenndin er séreinkenni sjálfsvíga og oftar en ekki er hún algjörlega óraun- sæ. Fólk fer að kenna sér um ótrúleg- ustu hluti sem það hafi mögulega gert eða sagt einhvern tíma í lífinu. Þess vegnaþarffólksorgarráðgjöf. Fólklifir í sárindum, er viðkvæmt, fullt af sekt. Hjá þeim sem hafa gengið í gegnum hörmungarstríð þess sem kaus að svipta sig lífi getur einnig komið fr am léttiryfirþví að hörmungunum sélok- ið, en þeim létti fýlgir gríðarleg sektar- kennd. Rannsóknir hafa sýnt að það er alltaf harmdauði að missa barn og það skiptir ekki máli hvort dauðinn er af völdum sjúkdóma, slysa eða sjálfs- víga. Maður skilur ekki hvers vegna ungt fólk vill deyja og maður vill ekki sætta sig við það. Samfélagið má ekki sætta sig við það." Þegar birtir mest, þá dimmir mest... Margir hafa talið aðnúfarií hönd algengasti tími sjálfsvíganna. Hátíð ijóssins er í nánd og þá dimmir oft mest í sálum margra. En svartasta skammdegið er ekki tími sjálfsvíga. „Nei, flest sjálfsvíga verða á vorin," segir Wilhelm. „Það er eins og fólk fái dug og þor með birtunni - en ástæð- an getur líka verið sú að þá skynjar fólk að því líður ekkert betur þótt birt- an umljúki allt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.