Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Helgarblað DV Árlega velja yfir þrjátíu manns aö binda enda á lif sitt. Þrátt fyrir rannsóknir sem gefa til kynna aö íslenska þjóðin sé ein sú allra hamingjusamasta í heiminum, verö- um við þess áskynja að undir niðri er ólga. Flestir tengja sjálfsvíg eingöngu við djúpt þunglyndi og vímuefnaneyslu en svo er ekki ef betur er að gáð. Við vorum hamingjusamasta þjóð í heimi ásamt Áströlum samkvæmt rannsókn sem gerð var í fyrra af hag- fræðingum í Ástralíu og í Banda- ríkjunum. I rannsókninni var fjöldi áhrifaþátta metinn, á borð við lífslflc- ur, menntun og lífsskilyrði. En þrátt fyrir að sólskin virðist almennt vera mikiivægur þáttur í hamingju þykja fslendingar jafnvel hamingjusamari en Ástralir. ísland er í íjórða sæti yfir þau lönd þar sem jafnrétti kynjanna þykir hvað best samkvæmt glæ- nýrri könnun. Við höfum allt til alls. Frelsi, peninga, menntun, heilsu- gæslu... Hvers vegna erum við þá að missa svo mörg ungmenni fyrir eig- in hendi. Við spyrjum: Hvað er að í þessu velmegunarþjóðfélagi? Erum við orðin svo upptekin af eigin sjálfi að við eigum engan tíma afgangs til að hlusta á þá sem hjálpar eru þurfi? DV ræddi við fimm íslendinga sem þekkja til sjálfsvíga og láta sig málin varða. Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags íslands ogfyrrver- andiformaður Geðhjálpar, bendir á að ekkert liggi fyrir um fjölda sjálfs- víga á þessu ári, en hins vegar sýnist mörgum á tilkynningum og minn- ingargreinum að mikið sé um það að fólk svipti sig lífi. „Ég veit ekki hvort náungakær- leikur fari minnkandi," segir Sigur- steinn. „Mannskepnan hefur alltaf verið mjög egósentrísk, en ég held ekki að við höfum minna umburð- arlyndi eða samúð en áður. Fólk sem býr í stórum borgum virðist hins vegar eiga erfiðara með að setja sig í annarra spor. Kannski erum við of upptekin af neysluhyggjunni. Við höfum glettilega mikinn tíma ef við gefum okkur hann." Wilhelm Norðfjörð sálfrœðingur bendir einnig á að engar tölur liggi fyrir um sjálfsvíg á þessu ári; þœr ber- ist ekkifyrr en um mitt ncesta ár. „Sjálfsvíg náðu ákveðnu hámarki árin 1990 og 2000, þegar um fimmtíu manns sviptu sig lífi, hvort árið um sig," segir hann. „Síðan hefur sjálfs- vígum fækkað hægt og sígandi und- anfarin ár, en engu að síður eru um þrjátíu manns sem falla fyrir eigin hendi á hverju ári. Fjölda ungs fólks sem velur þessa leið fer hins vegar fækkandi og á undanförnum árum hefur sjálfsvígum eldra fólks fækkað mikið. Við höfum engar skýringar á því hvers vegna sjálfsvíg fullorðinna hafa alltaf verið fátíðari hér á íslandi en í öðrum löndum, en einhverra hluta vegna virðist vera betra að eld- ast hér en annars staðar." alla leið. Það er litið á það þannig að stúlkurnar séu að hrópa á hjálp." Þessu samsinnir Wilhelm og bœt- ir við: „Konur hafa alltaf verið duglegri við að reyna sjálfsvíg en þær gera það frekar þegar líkur eru á að það uppgötvist og þeim verði komið til bjargar. Karlmenn eru aggressívari. Sá hópur sem við höfum alltaf mest- ar áhyggjur af er karlmenn á aldr- inum 15 til 25 ára. 1 fyrra, árið 2006, svipti þrjátíu og einn einstaklingur sig lífi, en af þeim hópi voru aðeins tveir ungir menn undir tvítugsaldri." Duglega manneskjan í hættu Egsp Tilraunir til sjálfsvígs algengari hjá konum Það hefur alltaf verið talað um að ungir karlmenn séu sá hópursem oftastgrípur til þess úrræðis að svipta sig lífi. Þeir Sigursteinn og Wilhelm samsinna því en benda jafnframt á að ungar konur geri mun fleiri til- raunir til sjálfsvígs en karlmenn. „Tilraunir til sjálfsvígs eru miklu algengari meðal ungra kvenna en karla," segir Sigursteinn, „en það eru miklu fleiri karlmenn sem fara A ABYRGI Sigursteinn Másson, formaður Öryrkja- bandalagsins Sigursteinn segir algengara að konur reyni að svipta sig lífi en karlar, en hjá konum sé yfirleitt um kall á hjálp að „Við höldum oft að nýjungar og tilbreyt- ing sé það sama og lífsgæði. Þannig er þvíekkifarið. Lífsgæði felast í einfaldleikanum." Fatlaðir oft heilbrigðari en ófatlaðir Semformaður Öryrkjabandalags íslands fær Sigursteinn til sín marga einstaklinga sem eiga við veikindi og fötlun að stríða. Það hefur vak- ið athygli hans aö fatlað fólk virðist oft heilbrigðara andlega en margir þeirra sem allt hafa til alls. „Ég finn það mjög mikið með fólk með fötlun að það er oft miklu heil- brigðara en ófatlaðir. Margir fatíaðir sem ég þekki, sérstaklega þeir sem eru líkamlega fatíaðir, eru oft á tíð- um nægjusamari og það má rekja til þess að fatíaðir hafa þurft að gera svo miklar málamiðlanir í lífi sínu. Þeir hafa horfst í augu við að þeir eiga ekki sömu möguleika og aðrir og í því felst svo mikil viska. Það er mikil reynsla og þekking í því fólgin að átta sig á að maður hafi takmarkanir um- fram aðra. Mannskepnan er eins og aðrar skepnur með það að það verð- ur að liggja fýrir hver maður er, hvað maður ætlar að fara að gera í dag og næstu daga og maður verður að vera sáttur við það. Þetta snýst alltaf um tílgang og tilgangsleysi." Wilhelm bendirá staðreyndir sem óbeint tengjast þessari frásögn Sigur- steins. „Við fæðumst mjög misjafnlega sterk líffræðilega séð. Við getum ímyndað okkur börn sem fæðast í fá- tækrahverfum NewYork-borgar, for- eldrarnir eru í vímuefnum, morð við næstu dyr, en þessi börn hrista þetta af sér og komast til manns. Aðrir eru mjög viðkvæmir að upplagi, búa kannski við mjög góðar aðstæður en mega við litlu. Svo skiptist þetta fé- lagslega, hversu sterk fjölskyldan og vinahópurinn er." :g spyr hvort sjálfsvíg sé endilega afleiðing fikni- eða vímuefnaneyslu eða mikils þunglyndis. Því svarar Wilhelm neitandi. „Nei, það eru ekki eingöngu þeir sem hafa verið í neyslu eða þung- lyndi sem grípa til þessa ráðs. Það getur líka verið tíl dæmis fólk sem er bráðgert, klárt og getur allt; ekki síst þeir sem eru klárir á mörgum svið- um, eru alltaf á toppnum, í vinnu, íþróttum og einkalífi. Það er þetta fólk sem gerir sjálft mestu kröfurn- ar til sín. Það er stöðugt undir álagi, finnst það alltaf verða að vera númer eitt. Þrír mestu áhættuþættirnir eru þunglyndi, vímuefnaneysla og það sem ég kalla sjálfsvígsyfirfærsla, sem þýðir að ef viðkomandi hefur per- sónulega reynslu af sjálfsvígum, ef einhver í kringum hann hefur tekið eigið líf þekkir hann leiðirnar betur. Við höfúm líka dæmi um sjálfsvíg þar sem enginn gat ímyndað sér að nokkuð væri að. Þar var enga þró- un að sjá og engin merki um neina vanlíðan. Slík dæmi eru þó miklu færri en þau sem hægt er að greina í ferli sem byrjar með slæmri líðan og endar með sjálfsvígi. Sjálfsvígsá- hrifavaldar geta því verið félagslegir, geðrænir eða lífeðlilsfræðilegir." Þegar Ijósið slokknar Þegar maður reynir að rýna í lífs- mynd þeirra sem maður þekkti til og hafa svipt sig lífl, sér maður oft ekkert sammerkt. lnýútkominni bók, Þegar Ijósið slokknar, flalla mæðginin Tit- us og Clare Dickens um göngu sína gegnum veikindi Titusar. Sigursteinn Másson kom að útgáfu þeirrar bókar og ergóður vinur Clare. „Bókin hefst í raun á sjálfsvígi þessa hæfileikaríka, unga manns," segir Sigursteinn. „Það sem skiptir svo miklu máli í þessari bók er ein- lægnin sem hún býr yfir, ekki síst í frásögnum Titusar sjálfs. í gegnum söguna má lesa hvernig eitt leiðir af öðru. Titus er sonur sendiherra- hjóna, hann hefur allt til alls og býr yfir miklum gáfum og hæfileikum. Hann var ungur og rótíaus eins og unglingar geta verið. Það má velta fyrir sér hvort hlutirnir hefðu far- ið öðruvísi hefði hann ekki farið á heimavistarskóla þar sem hann byrjaði að neyta áfengis og reykja hass. En það eru tvær hliðar á öllum málum. Umhverfið laðaðist að hon- um og hann að því. Hann var veikur fyrir og þarna byrjuðu að koma í ljós geðhvörf og geðsveiflur. Eftir því sem honum leið verr andlega, því meiri þörf fann hann fyrir að fá vímuefni, þangað tíl líf hans var orðið stjórn- laust." Meiri vanlíðan barna og unglinga en fyrr En eru kröfurnar ekki orðnar allt- of miklar, hraðinn of mikill og ná- ungakœrleikur þverrandi? „Vissulega eru kröfurnar orðn- ar miklar, fólk býr við óöryggi, óþol gagnvart umhverfinu og með ein- hverjum hætti er fólk að reyna að komast úr þeim raunveruleika með því að nota vímuefni," segir Sigur- steinn. „Það er þess vegna sem svo margir sem svipta sig lífi eiga að baki sögu um vímuefnaneyslu. Ungu fólki finnst í fyrstu gaman að neyta vímu- efna - þar til það verður böl. Hættan er sú að fólk missir dómgreindina yfir skemmtanagildinu og áttar sig ekki á hættunni. Margir sem koma tíl okkar - og oft er það fólk á miðjum aldri - er í mikilli vanlíðan og stend- ur andspænis miklum erfiðleikum. Hjá Geðhjálp heyrum við það líka í grunnskólum og framhaldsskólum að það er meiri tilfinnanleg vanlíð- an barna og ungmenna á íslandi en hefur verið áður. Það þarf ekki að snúast um að fólk skorti neitt. Þessi börn hafa engin mörk í sinni tilveru. Þeim eru ekki sett mörk á heimil- inu og skólinn er í þannig stöðu að hann getur fá mörk sett. Eg held því að hluti vandans sé það stjórnleysi sem börn og unglingar búa við. Og í stjórnleysi verður vanlíðan." Wilhelm bendir á að áðurfyrr var _4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.