Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Helgarblaö DV Stelpurnar dáðu hann og strákarnir vildu vera hann. Önnur eins stjörnudýrkun hafði sjald- an eða aldrei sést á íslandi og er óhætt að segja að fáir hafi komist á jafnháan frægðarstall og BJÖRGVIN HALLDÓRSSON á sínum yngri árum. Björgvin Halldórsson var fyrsta íslenska popp- stjarnan.Til merkis um það varð Björgvin fyrir því óhappi, árið 1969, að brjóta í sér aðra fram- tönnina og varð það hans einkenni um nokkurt skeið. Fyrr en varði sáust æ fleiri með brotna . tönn eftir sjálviljugar tilraunir til að líkjast goði sínu. Hann hefur lifað á 0+ list sinni í rúma fjóra áratugi. En það var poppsmellurinn Þó líði ár og \ öld sem kom honum rækilega á kortið. Ekkert lát virðist vera á þess- m v7' um v'nsældum. Björgvin fagnar fjörtíu ára starfsafmæli sínu nú í ár ‘ og af því tilefni voru Jólatónleikar hans auglýstir nú fyrir stuttu og seldist upp á tónleikana á einni klukkustund. Vegna mikillar eftirspurnar var tekin sú ákvörðun að haldnir yrðu tvennir aukatónleikar. Þetta er ekki í HRt fyrsta skiptið sem færri komast að en vilja á tónleika Björgvins, það er enn mörg- um í fersku minni þegar hann fyllti Háskólabíó í þrígang, ásamt Sinfóníuhljóm- I sveit íslands og góðvinum þeirra, seint á síðasta ári. Vinsæll í y m Björgvin Halldórsson er fæddur í hrútsmerk- inu, 16. apríl árið 1951. Hann ólst upp í Álfa- skeiðinu Hafnarfirði. f \ hrauninu hljóp hann f um í bófaleik með vinum sínum og syst- kinum. „Hann var vin- margur og vinsæll, enda félagslyndur mjög," segir Helga systir hans en að- eins eitt ár skilur þau að í aldri. Syst- kinin voru mjög samrýmd sem böm og miklir vinir. „Við deildum her- bergi og lékum okkur mikið saman. Á sunnudögum leiddumst við saman í þrjúbíó og fórum svo heim og hlust- uðum á útvarpsleikritið." Það var mik- ið um tónlist í fjölskyldunni að sögn Sigríðar Þorleifsdóttur, móður syst- kinanna. Húsbóndinn á heimilinu, Halldór Baldvinsson sjómaður, var mikill músíkant og fyrirmynd barn- anna. Sigríður segir Björgvin hafa ver- ið afar sérstakan og að músíkin hafi snemma komið fram í honum. Strax sem barn fór músíkin beint í hendur og fætur hans og dansaði hann allur og dillaði sér. Bo-Bo Hall Af mörgu er að taka þegar litið er yfir glæstan feril Björgvins Halldórs- sonar. Tónlistarmaðurinn Bó, eins og hann er oft kallaður, er orðinn nokk- urs konar almenningseign. Flestir eiga ljúfar minningar sem tengjast tónlist hans á einn eða annan hátt. Eyjólf- ur Kristjánsson tónlistarmaður hefur mikið unnið með Björgvini í gegnum tíðina og var með í för árið 1995 þeg- ar Bó tók þátt í Eurovision fyrir íslands hönd á frlandi. „Á leiðinni til London frá Dublin að afstaðinni keppni sátum við hlið við hlið í ilugvélinni ég og Bo og fyrir ffaman okkur sat fararstjóri ís- raelska liðsins og bar hann það stór- kostlega nafn, Goldfinger og er það hverju orði sannara. Á miðri leið stóð Björgvin allt í einu upp og segir við mig, „þetta er bara eitthvað sem ég verð að gera, tækifærið er núna". Svo vindur hann sér að Goldfinger heils- ar honum og segir stundarhátt; „My name is Bo - Bo Hall" og vitnaði þar til James Bond. Ég átti bágt með að hemja hláturinn þarna í flugvélinni, en þetta lýsir Björgvini vel, hann er bæði mikill húmoristi sem og góður drengur," segir Eyfi. Auk þess að vera mikill húmor- isti eru allir hans samstarfsmenn sem blaðamaður hafði samband við sammála um hversu skipulagður og vandvirkur hann er þegar kemur að tónlistinni. Sigríður Beinteinsdótt- ir söngkona er ein þeirra sem hefur komið að mörgum verkefnum með Bó í gegnum tíðina en þau unnu til dæmis saman ÍHLH - flokknum. „Það eru all- ar stundir skemmtilegar með Bjögga enda ofboðslega gaman að vinna með honum. Það er allt pottþétt sem hann gerir og hann vinnur allt upp á hundr- að," segir Sigga. Sumir benda þó á að þessi kostur hans eigi það til að vera galli þar sem hann vill oft gera allt sjálfur. „Hann er þrælgallaður, eins og gerist með mannfólkið. Hann er kost- um prýddur en sumir gallarnir teljast líka til fullkomnunaráráttu. Þetta er ekki ósjálfráð árátta. Hann gerir bara ekkert illa," segir náinn vinur. Metnaðarfullur með stóra drauma Árið 1966 skemmti hljómsveitin Hljómar eitt sinn á skólaballi í Flens- borgarskóla. Rúnar Jútíusson, einn að- alrokkari þjóðarinnar og einn af með- limum hljómsveitarinnar, rak augun f fallega húfu sem hann gimtist á kolli eins nemandans sem skemmti sér út í sal. í hléi hljómsveitarinnar hóaði Rúnar í drenginn sem bar húfúna fal- legu og bauð honum hundrað krónur fyrir húfuna. Húfueigandinn var eng- inn annar en Björgvin Halldórsson. Björgvin tók tilboðinu, og gekk Rún- ar með húfúna í nokkur ár á eftir. Voru þetta fyrstu kynni þeirra félaga. „Þetta var athyglisverður ungur maður með mikinn metnað og stóra drauma. Einn þeirra var að verða meðlimur Hijóma," segir Rúnar Júlíusson. Tæp- um tíu árum síðar varð sá draumur að veruleika og gekk Björgvin til liðs við hljómsveitina. „Maðurinn hefur ein- faldlega afburðahæfileika sem söngv- ari og tónlistarmaður," segir Rún- ar. Samstarf Rúnars og Björgvins var rétt að hefjast á þessum tíma því síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.