Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 35
PV Sport FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 35 Að halda sig á jörðinni Ég byrjaði kornungur að þjálfa og hafði strax áhuga íyrir því. Ég hef allt- af lesið viðtöl við þjálfara og hef mik- inn áhuga á því hvernig menn nálgast leikinn. Þegar ég var yngri var ég líka í því að stofna einhver lið og við fjár- mögnuðum búningakaup sjálfir. Þetta var undanfari þess að ég fór út í þjálf- un og er til marks um það hve fljótt ég fékk áhuga á þessu." Aðeins 22 ára stýrði Friðrik Njarð- vík til íslandsmeistaratitils og það gat verið erfitt fyrir ungan mann að halda sig niðri á jörðinni. „Þetta var svolítið sérstök lífsreynsla en ég bjó að því að þegar ég kom inn í deildina þremur árum áður hafði ég fengið svo mikla athygli þar sem ég skoraði mikið og var þriggja stiga skytta. Þá var mér meira að segja líkt við Val Ingimund- arson. Ég er ekki að líkja mér við hann sem leikmann, en ég var þekktur fyr- ir þriggja stiga skotin. Þá lenti ég hins vegar í því að höndla ekki þessa at- hygli. Mér var hampað í blöðum en þá missti ég fæturna algjörlega. Það var ekki af því að ég væri hrokafullur eða montinn en ég sprakk alveg á limm- inu. Sumarið eftír tók ég mér frí frá körfu í einn tíl tvo mánuði en kom svo til baka mun sterkari eintstaklingur. Þegar við urðum meistarar bjó ég að þeirri reynslu sem ég hafði öðlast sem leikmaður og náði að halda mig á jörðinni þrátt fyrir þessa skjótu vel- gengni sem þjálfari. En það er samt svolítið skrítíð og ég hef sagt það í gamni eftir á að ég var eiginlega of blautur á bak við eyrun til að átta mig á þeirri pressu sem ég fann fyrir þeg- ar ég varð eldri. Ástæðan var sú að ég var ekki orðinn meðvitaður um fjöl- miðla og spjallumræður á netínu, þótt ég mæli með því við alla sem eru í þessu að vera ekkert að spá í þá um- ræðu sem þar fer ffarn. Engu að síður var ég blautur á bak við eyrun og það hjálpaði mér. öðruvísi umhverfi hjá KR Ég þjálfaði í Njarðvík í tvö ár en fluttí svo tíl Reykjavíkur og tók við KR. Það var meira en að segja það því ég fór úr því umhverfi sem ég þekktí og hafði bakland í. Ég þekkti að vísu al- veg kröfurnar sem fylgja því að vera hjá stóru liði því þær voru hvergi meiri en í Njarðvík. Engu að síður var erfitt að standa á eigin fótum í félagi sem í hafa verið margir snillingar og góðir körfuboltamenn. Sá vetur var að mínu mati afar góð- ur skóli og að mörgu leyti sá bestí sem ég hef upplifað því ég lærði mjög mik- ið. Þar var mikið mótlæti og erfiðleik- ar. Meiðsli, veikindi lykilmanns, annar af fyrirliðum liðsins hafði misst móð- ur sína þennan vetur, Friðrik Ragnars- son sem kom með mér frá Njarðvík fótbrotnaði og að auki voru útlend- ingavandamál. En eftir á að hyggja get ég sagt að þessi vetur hafi gert mig að manni. í KR voru eflaust einhverjir hákar sem efúðust um mann frá byrjun. Það er nú einu sinni þannig í þessari fþrótt að menn vilja hafa heimamann tíl þess að stjórna hjá sínu liði og ég kom úr Njarðvík frá erkifjendunum. Það er bara hlutí af þessu. Að vísu upplifði ég það hjá Grindavík sem ég var hjá að þar var mér mjög vel tekið enda eru þeir einstaklega gestrisnir. Ég hefði viljað vera lengur hjá BCR og er alveg sannfærður um það að ég hefði skilað títli eða titlum. En þeir ákváðu að endumýja ekki samning- inn við mig eftir eitt ár. Ég á enn eft- ir að vera rekinn og á kannski eftír að verða alvöruþjálfari því það er stund- um talað um að þú verðir ekki alvöru- þjálfari fyrr en þú hafir verið rekinn. Það endaði allt í góðu á milli mín og KR. Ég fann aldrei fyrir neinni óvild þar þótt ég sé viss um að þar hafi verið menn með sínar skoðanir á mér inn- an félagsins. En eftír þetta tók ég mér frí frá allri þjálfun í efstu deild og fór að þjálfa yngri flokka í eitt ár. Eftír það kom næstí vendipunktur þar sem ég fór að þjálfa í Grindavík. Þeir hringdu í mig um tveimur vik- um eftír að úrslitakeppninni lauk og ég var ekki lengi að taka tilboðinu frá þeim. Það reyndist alveg frábær tími. Góð stjóm og gott fólk sem ég gat vel unnið með. Þar bjó ég klárlega að þeim tíma sem ég var hjá KR. Þar var ég ekki að upplifa það í fyrsta skiptí að vera fjarri mínum uppeldisstöðvum og gat því undirbúið mig vel undir það sem í vændum var. Auðvitað em miklar kröfúr í Grindavík en ég var bara miklu sterkari á öllum sviðum tíl þess að takast á við þær. Tími minn þar var góður og við unnum meðal annars meistaratitil árið 1996. Það er gaman að segja frá því að þegar ég kem þarna í dag telur fólkið þar mig vera Grindvíking, sem er klárlega til marks um það hve gott fólk sé þarna og það telur sig eiga mig þrátt fyrir að ég hafi aldrei átt heima þarna. Það þykir mér mjög vænt um og þegar við unnum títilinn var þetta fyrsti stóri titíll félagsins. Það er nokk- uð sem Grindvíkingar eru ekki búnir að gleyma, það var góð stund." Friðrik dvaldi í Grindavík í þrjú ár en fór þá á heimaslóðir tíl Njarðvík- ur. Liðið vann meistaratítil á fyrsta ári hans þar árið 1998 auk fleiri titla á næstu árum. Því næst fór hann í til starfa hjá landsliðinu og var með því á árunum 1999-2003. Þar gaf hann ung- um leikmönnum á borð við Jón Arnór Stefánsson og Loga Gunnarsson tæki- færi en þeir eru lykilmenn í landslið- inu í dag. Einkenni körfubolta á íslandi Körfuknattleikur á fslandi er mik- ið bundinn við einstök bæjarfélög. Að sama skapi virðist svo vera að leik- menn séu lítíð að skipta á milli félaga. Hvernig skyldi standa á því? „Það ger- ist sjaldan að menn skiptí á milli liða í körfunni sem kannski mótast af því að það eru mun minni peningar í körftmni en í fótbolta eða körfubolta. Erlendis er hins vegar mikið af pen- ingum í körfunni. Það hefur skapast sú hefð á íslandi að það er mikið af yngri flokka leikmönnum sem ganga upp og spila með meistaraflokki í sínu liði. Mér finnst vera ákveðinn sjarmi yfir því, ekki það að það sé hættulegt að fá einhvern utanaðkomandi inn til þess að hrista upp í málunum. Enda á sá þjálfari sem kemur inn hjá félögum að leggja sig fram um það að verða fé- lagsmaður. En hvað sem því líður er mikið stolt hjá félögum eins og KR, Njarðvík og Keflavík og það eru marg- ir félagsmenn. Því telja þau sig ekkert þurfa að fara út fyrir sínar raðir í leit að nýjum þjálfúrum. Enda er yfirleitt árangursríkara að halda mönnum í starfi en að vera alltaf að reka þá. Ég las grein um það að hjá Real Madrid og Barcelona er síðamefnda liðið búið að vera með tvo eða þrjá þjálfara á síð- ustu 10 árum en Real Madrid með átta eða níu. Engu að síður var árangur- inn mun betri hjá Barcelona, Munur- inn á þessum liðum var sá að það var meiri þolinmæði hjá öðru félaginu og jafnvel þótt það gengi illa eitt tímabil fékk þjálfarinn tækifæri á því næsta. Það skilaði kannski titíi í hús. Þetta er eins hjá Keflavík. Þeir héldu Sigurði Ingimundarsyni þrátt fyrir engan títíl í fyrra og hver veit nema það eigi eft- ir að skila sér á þessu tímabili. Hann á ábyggilega eftfr að vera þar næstu tíu árin," segir Friðrik í gamansömum tóni. Rígur „Það er ákveðinn rígur á milli fé- laganna. Jafnvel þótt það sé búið að sameina Keflavík og Njarðvík í Reykja- nesbæ. Engu að síður er hellings ríg- ur. Það liggur við að það sé sama hver staða liðanna er í deildinni. Það getur tengst einhverju öðru sem er að ger- ast í bæjarfélaginu og það getur verið eitthvað sem einhver segir í aðdrag- anda leiksins. Þá myndast kannski allt í einu mikill rígur á milli liðanna og í kjölfarið verður oft hörkuleikur." I handbolta og fótbolta hafa bestu leikmennirnir gjarnan sogast tíl Reykjavíkur til að spila með liðunum þar. Slíkt er hins vegar ekki uppi á ten- ingnum í körfúbolta og Friðrik telur nokkrar skýringar á því. „Körfúboltí er þannig íþrótt að liðin hafa náð að byggja upp ákveðna hefð innan sinna bæjarfélaga og félög á borð við Snæ- fell, Tindastól, Skallagrím og Ham- ar hafa náð að byggja upp sterkan heimavöll. Þangað finnst öllum liðum erfitt að fara. Iþróttín hefur náð þar fótfestu enda þarf færri leikmenn til þess að halda útí góðu liði. Við það mynd- ast ákveðin hefð og hún hefur hald- ist. Áhuginn smitast út í yngri flokk- ana og inn á milli koma fram efnilegir strákar þar sem halda þessu gangandi í meistaraflokki. Svo er það náttúr- lega svo að í Reykjavík er miklu meira í boði. Ég á tíl að mynda 14 ára dóttur sem fann sig ekki í körfúbolta og ég fer með hana tvisvar í viku í dans í Reykja- vík. Sonur minn vill helst einnig keyra tíl Reykjavíkur tíl að æfa skylmingar. f Reykjavík er meira í boði og því er ekk- ert auðvelt að byggja upp jafnsterka körfuboltahefð þar. Það má að vísu ekki gleyma því að það er gott starf unnið hjá KR, Fjölni og ÍR. Þannig að mér finnst þetta vera á leiðinni í rétta átt. Eins má ekki gleyma því að eins og staðan er núna eru báðir bikararnir í Reykjavík hjá KR og ÍR. Það hefur ekki verið svo síðan árið 1982," segir Friðrik Ingi. Leikmenn á íslandi Friðrik Ingi skrifaði grein árið 2000 þar sem hann gagnrýndi leikmenn í körfuknattíeik fyrir að leggja ekki nægilega mikið á sig í sumaræfingum en hann segir að margt hafi breyst síð- an þá. „Þetta hefur breyst og það sem er einna augljósast er að tæknilegum eiginleikum, sem skipta körfubolta- menn og blakmenn jafnvel meira máli en aðrar íþróttagreinar, hefur fleytt hratt fram. Það var svolítíð langsótt fyrir körfuboltamenn að komast utan að spila sem atvinnumenn og það var kannski þess vegna sem menn voru ekki tilbúnir að leggja mikið á sig. Það vantaði gulrótina sem var atvinnu- mennskan. Það var þannig að menn þurftu ekkert að æfa mikið aukalega tíl þess að verða meðal þeirra bestu í deildinni. Það sem hefur hins vegar breyst, meðal annars eftir að Bosnam- dómurinn féll, er að menn sjá meiri möguleika á því að fara út í atvinnu- mennsku." Útlendingar í íslenskum körfubolta Friðrik starfar nú sem fram- kvæmdastjóri KKÍ og hann hefur sterk- ar skoðanir á flestu er varðar körfú- bolta. Fjöldi útlendinga hefur mikið verið ræddur innan körfuboltans og Friðrik hefúr ákveðnar skoðanir á þeim málum. „Við lifúm á árinu 2007 og það er meira og minna búið að opna allan heiminn. Við erum ekki eina landið sem lendir í því að fólk flæðir á milli landa. En það er ekki þar með sagt að maður sé endilega sáttur við það hversu margir koma hingað. Ég hef sjálfur tekið þátt í því að taka inn einhverja útíendinga sem eru ekk- ert séstaklega góðir. Ég hef hins vegar reynt að passa mig á því að láta þá ekki spila meira en þeir eiga skilið. En hin hliðin á kökunni er sú að það er ekki nokkur leið að halda útí góðu liði útí á landi í litíum bæjarfélögum án þess að fá styrk frá útíöndum. Við sjáum að langflest liðin eru með þrjá útíendinga en Tindastóll er með fjóra. Ég hef hins vegar verið þeirr- ar skoðunar í mörg ár að ég vil leyfa tvo bandaríska leikmenn. Þá væru til dæmis 10 fslendingar á leikskýrslu en tveir útlendingar. Síðan verða hugs- anlega 20-30 prósent af liðunum með einn Evrópumann til viðbótar og kannski eitt lið með tvo." Fjölmiðlaumfjöllun Körfuboltí lfkt og margar aðrar íþróttagreinar þrífst á fjölmiðlaum- fjöllun og Friðrik telur að víða sé pott- ur brotinn í þeim efnum. „I sumum tílfellum á gagnrýni okkar körfubolta- manna rétt á sér. RÚV er til að mynda ætíað öllum landsmönnum en körfu- boltamenn mega ekki gleyma því að það eru sumir hópar sem fá enga um- fjöllun. Við bendum á það að það eru ekki bara handboltamenn og fótbolta- menn sem borga afnotagjöld. Það sem við getum bent á er stærð íþróttarinnar í heild sinni. Það eru 450 milljónir manna sem stunda körfú- bolta um allan heim en engu að síður er aldrei sýnt frá stórviðburðum eins og Evrópukeppni og heimsmeistara- keppni. Auðvitað má ekki gleyma því að handboltamenn eru sífellt að komast í lokakeppni og við myndum sjálfir vilja að það yrði sýnt frá því ef við kæmumst þangað. Maður fyllist alltaf stoltí þeg- ar Islendingar gera það gott erlendis, hvort sem það er tónlistarmaður eða íþróttamaður. Það er hins vegar erfið- ara fyrir okkur að komast í lokakeppni alveg eins og það er erfitt í fótbolta. Ég hef hins vegar einnig verið þeirrar skoðunar að við innan hreyf- ingarinnar eigum ekki að vera að væla og skæla. Við höfum alltaf verið fjöl- miðlum innan handar og við reynum að gera þetta eins vel og hægt er. Auðvitað á gagnrýnin samt stundum rétt á sér og maður á það til að vera stundum litaður í skoðunum sínum. Stundum koma upp augljós atvik þar sem ekki er annað hægt en að gagnrýna. I fyrra fór ffarn einhver flottasta sería sem átt hefur sér stað hérálandiá milli Nj arðvíkur og KR um fslandsmeistartítílinn sem endaði 3-2 fyrir KR. Útsendingarnar hjá Sýn voru með ólíkindum og í síðasta leiknum settu þeir aukapúður í hlutína." Hvað sem því líður gerðist það að Morgunblaðið fjallar ekki um einn leikinn sem fór fram á föstudegi í laugardagsblaðinu. Það var ekkert um leikinn og það finnst mér einfaldlega ósanngjarnt. Þetta var með stærstu viðburðum sem fóru ffarn innanlands þessa helgi. Staðan var 1-1 og þetta var þriðji leikurinn sem fór fram í Njarðvík, en ekkert var skrifað Ég hef verið áskrifandi að Morgun- blaðinu í mörg ár og hef ekki hlaupið upp tíl handa og fóta til að segja upp áskrift. En þetta er bara ósanngjamt. Um sömu helgi var einhver grein um Islandsmeistara í glfrnu sem mér finnst frábært, en þær vom tímalaus- ar greinar og hefðu alveg getað verið hvenær sem er. Það skiptir engu máli um hvaða íþróttagrein er að ræða. Ég hef ekki lagt það í vana minn að gagnrýna og mín samskipti við fjöl- miðla hafa verið góð. Ég hef ekkert út á Morgunblaðið að setja en mér finnst ósanngjarnt þegar við erum settír til hliðar í slíkum tilvikum. En þá vil ég samt taka það fram að það á ekki að setja einhverja tímalausa grein um körfubolta þegar við gemm góða hlutí í öðmm íþróttagreinum. Ef ég tek tíl dæmis badminton sem dæmi þar sem við höfum gert ffábæra hluti. Vinna B-deild og Ragna Ingólfs að vinna alþjóðlega keppni. Ég ber virð- ingu fyrir öðrum íþróttagreinum og er ekki trúverðugur ef ég sé bara körfu- bolta. Ég bið bara um sanngirni. Eins fúllyrði ég að það sem Jón Arnór er að gera útí á Spáni er miklu meira en flestír á íslandi gera sér grein fyrir. Til að mynda er það svo að þeg- ar fótboltamenn eru blásnir upp því þeir gera góða hlutí útí í Noregi er það engu að síður mörgum klössum fyr- ir neðan það sem Jón Arnór Stefáns- son er að gera, með fullri virðingu fyrir hinum. Það er bara Eiður Smári sem er að gera eitthvað sambærilegt og jafnvel eitthvað aðeins meira. En það er eng- inn annar. Ólafur Stefánsson hand- boltamaður er einn sá fremstí í heimi, en Jón Arnór er algjörlega sambæri- legur honum ef tekið er mið af stærð íþróttagreinarinnar. Það er mjög erfitt fyrir mig að koma fram og segja þetta en það vantar kannski aðeins meiri áhuga og víðsýni í marga íþróttafféttamenn." Uppþotið á Kýpur Á síðustu Smáþjóðaleikum gerð- ist undarlegt atvik þegar íslendingar spiluðu við Kýpverja. Upp úr sauð á lokamínútunum og skiptí engum tog- um að Kýpverjar byrjuðu að lumbra á íslenskum leilonönnum auk dómara leiksins. Hvemig vildi það til? „Til að gera langa sögu stutta höfum við í gegnum tíðina spilað marga hörkuleiki við Kýpverja í þessari keppni. Þessi tvö lið höfðu alltaf spilað síðasta leikinn á þessu móti og alltaf höfðu það verið úrslitaleikir. Off höfðu þetta verið miklir hitaleikir en aldrei hafði soðið upp úr fyrr en þama. Þeir töpuðu leik fyrir Lúxemborg sem var stórslys að þeirra matí. Það gerði það að verkum að þeir þurftu að vinna okkur með 17 stiga mun til að vinna á mótinu. Við byrjuðum leik- inn vel og náðum 15 stíga mun. Það fór í skapið á þeim og þeir fengu tvær óíþróttamannslegar villur í upphafi leiks. Um var að ræða alls kyns fauta- brögð hjá þeim, olnbogaskot og fleira í þeim dúr. Brenton Birmingham fór af velli með heljarinnar skurð eftír oln- bogaskot svo dæmi sé nefnt. En það var taktík hjá okkur að svara þeim aldrei í sömu mynt. Með þessum harða leik sínum komast þeir inn í leikinn aftur. Við fór- um að missa móðinn og þeir náðu að jafna. Síðan komust þeir 14 stígum yfir en við náðum að koma aftur til baka og minnkuðum muninn í 4 stíg, en þá sprungu þeir. Þeir ftmdu það að þeir voru að missa tökin og fengu fúllt af tæknivill- um. Einn þeirra var að fara út af velli og gaf íslensku stúkunni puttann um leið en þar voru aðrir keppendur á leikunum að styðja okkur. Annar leikmaður hjá þeim fékk tvær tæknivillur og var sendur út af og við fengum fullt af vítum. Svo gerð- ist það að einn leikmaðurinn lét öll- um illum látum við bekkinn okkar og ögraði okkur. Við horfðum á hann til baka, horfðum í augun á honum. Þá varð allt vitíaust og báðum liðum laust saman. Eftír það ætluðum við að róa niður hlutína en þeir voru ekkert á þeim buxunum að gera það og byrj- uðu bara að láta hnefana tala. Dómarinn kom á milli en þá kom einn leikmanna þeirra að honum, tók hann upp og hentí honum með þeim afleiðingum að hann fleyttí kerlingar á gólfinu þar til hann endaði á auglýs- ingaskiltí. Ég hef aldrei séð aðra eins fr amkomu gagnvart dómara. En við slógum aldrei neinn og hugsuðum bara um það að vinna þessa keppni. Við héldum ró okkar allan tímann og höfum fengið stað- festíngu ff á þeim sem var eftirlitsmað- ur á leiknum auk dómaranna, að sök- in var algjörlega hjá þeim. Þeir drógu lið sitt úr keppni og hafa sett leikmenn sína í einhver bönn. Við kýldum aldrei tíl baka. Við höf- um bæði fengið mikið hrós fyrir það þótt aðrir hafi strítt okkur. En ég held að menn hafi fyrst og ffernst verið svo hissa auk þess sem það er þannig að ef við hefðum svarað í sömu mynt hefð- um við einnig fallið úr keppni. Okkur langaði hins vegar fyrst og fremst að sigra í keppninni. Því miður var gæslan afar döpur á þessum leik. Ekkert nema sextugir og sjötugir ellilífeyrisþegar ffá Món- akó. Þeir hefðu náttúrlega aldrei get- að gert nokkurn skapaðan hlut. Síðan kom lögreglan og hélt þeim inni í klefa á meðan við fórum um borð í skip þar sem við dvöldum á meðan leikunum stóð. Næsta keppni er á Kýpur sem er athyglisvert að mörgu leytí. Það hef- ur í raun aldrei komið nein afsökun- arbeiðni frá þeim. En við viljum fyrst og ffemst fara tíl Kýpur á næstu Smá- þjóðaleika og við hlökkum til þess að spila körfubolta, en ekki vera smeyk- ir um það sem gæti gerst þar. Marg- ir áhorfendur sem horfðu á leikinn voru skelkaðir þegar þeir horfðu upp á þetta. Við viljum fyrst og fremst að það verði einhver sátt í málinu því við notum þessa keppni sem skemmtun og engin ástæða tíl þess að óttast það að fara þangað. Ég talaði við kýpverska fram- kvæmdastjórann eftír að ég kom heim og honum þótti þetta mjög miður. Hann ætlaði svo að hringja til baka en það gerði hann aldrei. FIBA settí svo leikmanninn sem hentí dómaranum í árs keppnisbann auk þess sem sá sem kýldi Magga Gunnars og Brenton Birmingham fékk eitthvað bann," seg- ir hinn skeleggi Friðrik Ingi Rúnarsson að lokum. vidar@dv.ls „Ég fullyrði aðþað sem Jón Arnór er að gera úti á Spáni er miklu meira en flestir á íslandi gera sérgrein fyrir. Tilað mynda erþað svo að þegar fótboltamenn eru blásnir upp því þeir gera góða hluti úti í Noregi erþað engu að síður mörgum klössum fyrir neðan það sem Jón Arnór Stefánsson er að gera."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.