Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 37
PV Helgarblaö FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 37 Eann 17. ágúst 1997 var ^^^Aron Pálmi Ágústs- son dæmdur til tíu U ára refsivistar á Ung- lingaheimilum Texas- ríkis. Hann var dæmdur fyrir kynferðisbrot. Sjö af þessum tíu árum eyddi Aron í fangelsi, hinum þremur eyddi hann í stofufangelsi. Eftir að Áron endurheimti frelsið aftur kom hann rakleiðis til íslands. Ilér er hann fæddur, hér eru ræturnar. Berglind Hásler hitti Aron Pálma Ágústsson á dögunum. Tilefnið; að forvitnast um hvernig Aroni gengur að aðlagast aftur samfélagi manna eftir tíu ára fjarveru og forvitnast um nýútkomna bók hans, Enginn má sjá mig gráta, sem hann skrifaði ásamt Jóni Trausta Reynissyni. Þakklátur fyrir góðar móttökur „Fólk heftir tekið ótrúlega vel á móti mér. Ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði ekki þennan góðan stuðning," segir Aron Pálmi, fullur þakklætis. Nú eru um það bil tíu vikur liðnar síðan hann steig aftur á íslenska grundu, nokkuð sem hann hafði hlakkað mikið til á meðan hann var á bak við lás og slá í Texasríki. Síðan Aron kom hefur drjúgur tími farið í ýmsa pappírsvinnu. Það þarf að útvega landvistarleyfi, atvinnuleyfi, húsnæði og fleira og fleira. „Ég hef verið á flakki á milli fjölskyldumeðlima síðan ég kom. Nú er ég hjá móðursystur minni í Hafnarfirði og hef verið þar í mánuð." Aron segir að á heimili frænku hans sé aðeins einn sem talar góða íslensku. „Það kemur sér mjögvel. Það hjálparmérvið að læra íslenskuna," segir Aron sem stefnir á íslensku í háskólanum. „Ég hef þegar tekið eitt íslenskunámskeið svo ég er að læra þetta svona smám saman." Aron stundaði nám í unglingafangelsunum sem getur vart talist til hefðbundinnar skólagöngu. Eftir að Aron var komin í stofufangelsi fékk hann tækifæri til að ganga í hefðbundinn skóla. „Mér fannst ótrúlega gaman að vera í skóla og ég hlakka mikið til að fara í háskólann hér heima," segir Aron fullur eftirvæntingar en hann stefnir á atferlissálfræði þegar hann hefur náð betri tökum á íslenskunni. Fórámis viðmargt Aron var fjórtán ára gamall þegar hann var aðskilinn frá fjölskyldu sinni, hann er nú tuttugu og fjögurra ára. Unglingsárin eru mótunartími í lífi hvers einstaklings og því er óhætt að fullyrða að Aron hefur farið á mis við ansi margt. „Það var svo margt sem var tekið frá mér. Ég hafði til dæmis alltaf litið á kynlíf sem nauðgun, einhver sem þröngvar sér upp á mig. Svo er mikið af hversdagslegum hlutum sem aðrir taka sem sjálfsögðum. Ég hef aldrei áður byrjað líf mitt alveg frá grunni og það er auðvitað ekki létt verk." Aron Pálmi byrjaði að vinna fyrir um það bil mánuði, á sambýli í Kópavogi. „Ég hefði getað fengið betur launaða vinnu eins og til dæmis byggingarvinnu. Ég veit samt að ég gæti ekki þrifist í slíku starfi. Mér finnst gott að leggja mitt að mörkum. Ég er að vinna með fólki sem getur ekki hjálpað sér sjálft og ég fer glaður heim í lok dags ef ég hef náð að stytta þeim stundir eða hjálpað þeim á einhvern hátt yfir daginn." Aðspurður viðurkennir Aron að það hjálpi honum mikið að vinna því það dreifi huga hans frá erfiðum minningum. Sumir dagar eru honum þó erfiðari en aðrir. „Ég er að vinna með frábæru fólki sem hefur skilning á því sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Það er virkilega gott þá daga sem ég er illa fyrir kallaður." Stanslausar martraðir Eftir að hafa verið undir smásjá yfirvalda í tíu ár hlýtur að vera erf- itt fýrir Aron að takast á við hvers- Það að hafa setið 21 dag í einangrun hefur líklegasettmarká líf Aronstil frambúðar. Hann í er enn myrkfælinn og kvíðir því að fara að sofa vegna martraða sem sækja á hann. „Já, ég hefverið að hitta stelpu. Það er búið að vera mjög gott og gaman en ekkert samband erþó án erfiðleika. Það virðist bara vera hluti af lífinu. Hún hefur sýnt mér mikinn stuðning og það er gott að tala við hana. Hún hefur fulla trú á þessu sambandi sem er auðvitað frábært því það er ekki auðvelt að vera með mér í sambandi." dagsleikann. „Jú. Ég vakna stundum á morgnana og leita eftir GPS-tæk- inu sem ég þurfti að ganga með er ég var í stofufangelsi. Það sem kom fyrir mig í fangelsinu er nokkuð sem á eftir að fylgja mér alla ævi. Ég mun aldrei geta gleymt því sem kom fyr- ir mig. Ég mun heldur aldrei gleyma fólkinu sem leyfði þessu að gerast. Þetta hefur áhrif á mitt líf, á allt sem ég tek mér fyrir hendur. Ég kvíði því að fara að sofa á kvöldin því þá taka við stanslausar martraðir. Ég verð að sofa með ljósin kveikt og sjónvarpið í gangi. Ég er tuttugu og fjögurra ára og ég er enn myrkfælinn!" Eftir að hafa setið í tuttugu og einn dag í ein- angrun - lái honum hver sem vill. „Ég hugsa líka stanslaust til þeirra drengja sem þurfa enn að búa við þann hræðilega aðbúnað sem boðið er upp á á bandarískum Unglinga- heimilum. Ég verð ekki frjáls fyrr en tekið verður á þessum málum." Aron segist ekki hafa hitt sál- fræðing eftir að hann kom hingað til lands. „Ég hitti sálfræðing áður en ég kom hingað. Ég hef hingað til sóst eftir þeirri þjónustu þegar ég þarf á henni að halda. Sumir dagar eru auðveldir, aðrir eru mjög erfiðir. Ég þarf á einhverjum að halda sem get- ur hlustað á mig og kann að tala til baka. Aðgangur að sálfræðingum er ekki svo léttur. Annars hef ég kynnst svo góðu fólki hér á landi, fólki sem leggur allt annað frá sér og kemur til mín þegar ég þarf á stuðningi að halda." Ætlar ekki að missa vonina Þó svo að Aron sé kominn hingað til lands og hann viti að hér ætti hann að vera nokkuð öruggur er hann enn haldinn miklum kvíða. „Þegar ég geng í myrkri eykst hjartsláttur- inn og ég tek að ganga óvenjulega hratt. Ég svitna og fyllist ofsakvíða." Það kom fram í DV fyrir nokkrum vikum að ráðist hafi verið á Aron Pálma fyrir utan Glaumbar. Hvernig brást Aron við því? „Þeir voru fullir og þetta beindist ekkert að mér per- sónulega. Ég var bara á heimleið með frænda mínum og sá að þessir menn voru eitthvað að dangla í ann- an mann. Ég skipti mér af því og þá beindu þeir reiði sinni að mér. Fólk er alltaf að slást, þetta var bara eitt af þeim skiptum. Ég hef lent í töluvert verri aðstæðum en þetta, hundrað á móti þremur." Aron gerir lítið úr þessu atviki. Hann er greinilega já- kvæður í garð íslands og vill heldur einblína á allt það góða sem hent hann hefur síðan hann kom. Aron tárast þegar hann talar um allt það góða fólk sem hann hefur hitt hér á landi. „Það er svo mikið af fólki sem hefur veitt mér stuðning hér á landi. Mér þykir líka mjög gaman að hitta nýtt fólk og heyra nýjar sögur, nýjar hugmyndir." Ertu bjartsýnn? „Já, ég verð að vera það. Bjarsýnin er mitt bensín. Ef ég missi vonina munu margir þjást, börn, hugmyndir, fólk. Þá verða fleiri eins og ég sem geta ekki horft á sjálfan sig í speglinum, ég get ekki haft það á minni sam- visku." Baráttusaga Ævisaga Arons Pálma, Enginn má sjá mig gráta, kom út í vikunni. Hana skrifaði Aron sjálfur ásamt Jóni Trausta Reynissyni. „Við unn- um bókina í gegnum tölvu. Ég skrif- aði niður endurminningar mínar sem Jón Trausti svo tók við og setti saman. Jón Trausti svaraði svo send- ingum frá mér með milljón spurn- ingum. Þannig fikruðum við okkur áfram. Ég hefði aldrei getað skrifað þessa bók án hans. Þetta er ekki ævi- saga. Þetta er frásögn mín af dvöl í unglingafangelsi. Með sögunni vil ég vekja athygli á þeim hræðilegu atburðum sem eiga sér stað þar á „Ég hugsa líka stanslaust tilþeirra drengja sem þurfa enn að búa við þann hræðilega aðbúnað sem boðið er upp á á bandarískum Unglinga- heimilum. Ég verð ekki frjáls fyrr en tekið verður á þessum málum." mm Enginn ma sja nng grata Houston, Texas, 17. ágúst 1997 Nokkrar mínútur eru síðan dómarinn sagði að ég væri dæmd- ur til tíu ára refsivistar á Unglingaheimilum Texasríkis. Ég skil' ekki hvað eraðgerast. Égheffarið ídómsalinn áður og alltaffarið heim aftur strax á eftir. Eg hélt að þetta yrði eins ogþá. Þegar ég leit á systur mína vissi ég að þetta yrði öðruvísi. Hún hoifði á mig eins og ég væri dáinn. Síðan drógu verðir mig inn í hvítt herbergi og einn þeirra varð eftir með mér. Það er ekkert hérna inni nema tveir hvítir bekkir, ég og vörðurinn. Hann lætur migfá appelsínugulan samfesting og segir mér aðfara í hann í staðinn jyrir sparifötin mín. Ég veit ekki hvað er á seyði og bíð bara eftir að pabbi komi og , segi: „Komdu, Aron, við erum aðfara." En ég má ekkifara. Loksins opnast dyrnar að herberginu og mamma kemur inn! Eitthvað hlýtur að hafa gerst þannig að éggeti farið heim! En það er ekki allt eins og það á að vera. Mamma er rauðeygð og þreytu- leg. „Elskan mín, við heimsækjum þigþegarþú ertkominn á ungl- ingaheimilið>" segir hún og það bergmálar annaðhvort í herberg- inu eða höfðinu á mér. Áðuren ég veitafsegir vörðurinn mömmu að fara. Hún tekurfötin mín og ég horfi á eftir henni ganga út. Ég sit áfram í herberginu í langan tíma og hugsa um síðustu daga. Ég rifja upp vatnsblöðrustríðið sem ég og vinir mínir fór- um í ogfeluleikina ogfótboltann. Ég rifja líka upp síðustu dagana heima þegarfjölskyldan gat ekki talað saman án þess að rífast út afdómsmálinu. Dyrnar opnast aftur og ég hrekk við. Verðinum er sagt að fara með mig. Hann tekur mig með sérfram á gang og bendir mér á að fara inn í annað herbergi. Þar eru fleiri krakkar á mínum aldri í appelsínugulum göllum. Við tölum saman en éggleymi samtölun- um strax, þvíþað er eins og hugurinn sé allt annars staðar. Áður en langt um líður koma verðirnir til okkar með hlekki og keðjur í einni röð niður stiga og inn í fangaflutningabíl fyrir utan. Ég þarfsvo mikið að gráta að égerað springa. Það eina sem stoppar mig er ráðlegging sem vörðurinn gaf mér áður en hann fór með mig inn í herbergið til hinna krakkanna. „Ekki láta neinn sjáþiggráta." hverjum degi. Atburðum sem yf- irvöld vita af, en kjósa að gera ekki neitt í.“ Aron Pálmi segist enn vera reiður en eins og kemur fram í lok bókarinnar ætlar Aron að gera hvað hann getur til að beina reiði sinni í réttan farveg. Hann er í baráttuhug. „Ég vil sofna á kvöldin við þá hugsun að ég hafi hjálpað einhverjum, að ég hafi breytt einhverju. Þetta hljómar kannski klisjukennt en þetta er það sem ég vil gera. Mig langar að breyt- ast. Gandhi sagði, vertu breytingin sem þig langar að sjá í heiminum. Það er það sem ég vil gera. Ég vil vera þessi breyting. Ég vil geta horfst í augu við sjálfan mig í speglinum." Stuðningur fjölskyldunnar Fjölskylda Arons Pálma studdi drengilega við bakið á honum þessi u'u ár, bæði tilfinningalega og fjár- hagslega. Aron segist vera mjög tengdur móður sinni. „Ég ber allt undir mömmu. Ef mér líður illa er hún sú fyrsta sem ég hringi í." Móð- ir Arons og öll fjölskyldan er búsett í Bandaríkjunum. Saknar þú þeirra. „Já, mjög mikið og eru símreikning- arnir eftir því," segir Aron og hlær. „Mamma var sú fyrsta til að lesa yfir bókina þegar handritið var tilbúið. Hún sagðist hafa byrjað að lesa hana klukkan sex um morguninn og ekki hafa lagt hana frá sér fyrr en að lestri loknum - fyrir utan óhjákvæmilegar pásur þar sem hún brotnaði saman." Er nauðgunum og ofbeldinu lýst í svona miklum smáatriðum? „Ég vildi ii - — — ..i r—iTrir lýsa þessari reynslu á eins opinskáan hátt og hægt var. Það var nokkuð sem ég varð að gera. Það þurfti að end- urskrifa ýmislegt þar sem sumt þótti óþarflega nákvæmt. En það er ekkert þarna að óþörfu." Andspænis kerfinu Þrátt fyrir að hafa verið hér í stuttan tíma er Aron kominn með ástkonu. „Já, ég hef verið að hitta stelpu. Það er búið að vera mjög gott og gaman en ekkert samband er þó án erfiðleika. Það virðist bara vera hluti af h'finu. Hún hefur sýnt mér mikinn stuðning og það er gott að tala við hana. Hún hefur fulla trú á þessu sambandi sem er auðvitað frábært því það er ekki auðvelt að vera með mér í sambandi. En við erum ákveðin í því að taka saman einn dag í einu og sjá hvert það leiðir okkur." Þrátt fyrir allar þær ömurlegu endurminningar sem Aron Pálmi þarf að lifa með virðist hann merkilega heilsteyptur karakter. Hann er staðráðinn í því að gefast ekki upp og ætlar að breyta vöm í sókn. „Ég verð ekki í rónni fyrr en ég hef farið aftur út til Bandaríkjanna og staðið andspænis kerfinu. Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur. Islenska ríkisstjórnin er að mínum dómi í kjöraðstöðu til þess fjármagna nefnd sem tekur á þessu máli. Þetta er mannréttindamál sem verður að taka á. Ekki bara í Texas, heldur um öll Bandarfldn og allan heim." Kynnum vinsælasta vaxið í dag Sársaukaminna SÚKKULAÐIVAX Bjóðum bæði upp á Brasilískt vax og Hollywood vax 15 % kynningarafsláttur af fyrstu komu til 1 Des. Minnum á nýja og endurbætta heimasíöu á www.snyrtihornid.is K- SNYRTIHDRNIÐ Miövangi 41 I Hafnarfiröi I Sími: 552 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.