Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 56
Helgarblað PV Tónlistarakademía DV segir: Hlustaðu á þessa! Sticky situation - Bloodgroup Allt fyrir ástina - Páll Óskar Benny Crespo's Gang - Benny Crespo's Gang Foxbite - Mr.Silla & Mongoose Sawdust -The Killers Dansvelsla áOrgan Smáskífafrá SiggaLauf Tónlistarmaðurinn Siggi Lauf sendirfrá sér smáskífuna I Frelsarans nafni á morgun, laugardag.Titillag hennar náði töluverðum vinsældum fyrr á árinu og fékk töluverða spilun á útvarpsstöðvum. (tilefni af útgáfunni ætlar Siggi Lauf að vera með tónleika á Dillon um kvöldið en smáskífan verður gefin út í 500 eintökum og meðal annars seld þar. Á skífunni er að finna lögin Vog þar sem Rúni Júl spilar á bassa ogTryggvi Hubner á sólógítar. Þá heitir þriðja og síöasta lagið Brother. I tilefni af útgáfunni hefur Siggi einnig opnað heimasíðu og má finna nánari , ,nnk'.cinn>r 4 henni, www.siggilauf.is. Þrjár heitustu poppsveitir landsins, Motion Boys, Sprengjuhöllinn og Jeff Who, ætla að sameina krafta sína á NASA i kvöld, föstudag. Strákarnir eru allir í góðu stuði fyrir tónleikana og lofa mikilli stemningu fram eftir nóttu. JeffWhoÆtlarað spila mestmegnis nýtt efni en þó í bland við gamalt. 4t Stanslaust stuð í sjö tíma! Aðstandendur vefsíðunnar og útvarpsþáttarins Breakbeat.is standa fyrir dansveislu á Organ í kvöld. Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Thijs de Vlieger ætlar að stiga á svið en hann er einn af þremur meðlimum drum&bass-grúppunnar Noisia. Sveitin sem erfrá Hollandi hefur rutt sértil rúms undanfarin fjögur ár og er með þeim allra vinsælustu (þessum tónlistargeira. Miðasala fer fram við dyrnar og kostar 1.000 krónur inn fyrir klukkan 01.00 en 1.500 krónur eftir það. Breakbeat.is-plötusnúðarnir Kalli og Gunni Ewok sjá um upphitun en ráðlegt er að mæta tímanlega þar sem færri gætu komist að en vilja. Tíuplöturá toppnum Rapparinn Jay-Z hefur nú komið tíundu plötu sinni (fyrsta sæti á vinsældalistum (Bandaríkjunum með ' wmmmn— nýútkominni breiðsklfu sinni, American Gangster. Með þessu afreki hefur hannjafnað goðið Elvis Presley sem einnig hefur komið tíu plötum á toppinn og sitja þeirfélagarþvll öðru sæti yfir flestar plötur á toppnum. Það eru hins vegar Bltlarnir sem tróna I toppsæti listans en þeir hafa náð alls nltján plötum á toppinn. Síöan 1998 hafa allar átta sólóplötur Jay-Z náð toppnum auk platna sem hann vann með Linkin Park og R.Kelly. „Reykj avík Grapevine hefur staðið fyrir á annað hundrað tónleikum undanfarin ár og tónleikarnir í kvöld eru eins konar prufukeyrsla fyrir mig til að sjáhvort hljómsveitir af þessari kynslóð nái að fylla svona stóran stað á eðlilegu tónleikaverði," segir Jón Trausti Sigurðarson, markaðsstjóri Grapevine og umboðsmaður í hjástörfum. „Ég varð eiginlega bara umboðsmaður Sprengjuhallarinnar eftir að ég, Birgir ísleifur í Motion Boys og nokkrir af strákunum í Sprengjuhöllinni hittumst í hinum virðulega viskíklúbbi okkar, Vatni lífsins, en ég er einmitt gjaldkeri klúbbsins. Ég held að þetta hafi gerst á fyrsta eða öðrum fundi klúbbsins þegar smökkun var lokið og farið var að svífa á svartari hliðina á mannskapnum - en þó á sófistikateraðan hátt. Eftir samræðurnar þetta kvöldið var ég orðinn umboðsmaður Sprengjuhallarinnar sem er í sjálfu sér mjög fínt því ég er búinn að þekkja flesta þessa stráka í langan tíma og ég og Goggi erum til dæmis úr sömu sveitinni." Jón Trausti segir miðasöluna hafa gengið von- um framar. „Vanalega er miðasala að detta í gang samdægurs þegar íslenskar hljómsveitir eiga í hlut en fyrir helgi var miðasla strax farin furðu- vel af stað." Með sérsaumað bindi frá Belgíu „Það má eiginlega segja að þetta séu svona vinabönd sem ætla að spila þarna saman. Motion Boys og Sprengjuhöllin eru búnar að vera í miklu samneyti undanfarið og við búnir að vera vinir lengi. Okkur fannst bara skemmtileg hugmynd að búa til eitt svona stórt kvöld þar sem fólk mætir bara í lakkskónum og hreyfir alla liði í trylltu stuði," segir Birgir ísleifur, söngvari hljómsveitarinnar Motion Boys. „Þetta eru allt svona poppbönd með sín sér- kenni og þetta er tilvalið tækifæri fyrir fólk að Sprengjuhöllin Sendi nýlega frá sér plötu og er eiturhress á tónleikum. mynd:Hörðursveinsson koma og velja sér sína uppáhaldshljómsveit af þessum þremur. Við erum bara allir mjög vel stemmdir fyrir þetta og þarna munu heyrast ball- öður og brjálæði. Fólk getur dansað og grátið. Auk þess verð ég með sérpantað bindi beint frá Belgíu. Það er alveg rándýrt og sérhannað til að koma vel út á sviði sko. Þegar ljósið skín á næfur- þunnt efnið í bindinu endurkastar það ljósinu og bindið verður í öllum litum," segir Birgir. Ný lög í bland við gamalt efni „Jón Trausti held ég að hafi upphaflega fengið þessa hugmynd með það í huga að halda svona nýaldarsveitaballapopptónleika og fá þær popp- hljómsveitir sem gera popp sem er í gangi í dag til að spila saman. Þetta var bara svona basic popppæling," segir Bjarni Lárus Hall, söngvari JeffWho. Birgir Isleifur í Motion Boys Segir kvöldið I kvöld tilvalið tækifæri fyrir fólk að velja sér sína uppáhaldshljómsveit. „Ég fíla hinar sveitirnar mjög vel og þetta eru skemmtilegir strákar og skemmtileg bönd. Annars hefðum við örugglega ekkert gert þetta því við höfum alveg margt annað að gera því við erum að taka upp og svona þessa dagana. Við erum að taka upp nýtt efni núna og erum bara að reyna að klára það. Það er bara búið að vera svolítið mikið að gera miðað við það sem við ætluðum okkur en við erum að klára einhver fimm lög og svo meira eftir áramót. Það verða svona mestmegnis spiluð ný lög í kvöld og svo nokkur gömul líka." Miðasala á tónleikana fer ftam inn á midi. is og er miðaverð einungis fimmtán hundruð krónur. Einnig verður selt inn við innganginn á meðan húsrúm leyfir frá klukkan 22.30 í kvöld og hefjast tónleikarnir um 23.30. krista@dv.is Eins og flestum landsmönnum ætti að vera orðið kunnugt sendi Páll Óskar frá sér sína fyrstu dansplötu í átta ár á dögunum. Platan ber heitið Allt fyrir ástina og inniheldur sjóðheita dans- og partísmelli að hætti Palla. Á morgun, laugardag, ætlar hann að halda tvenna tónleika á NASA til að fagna útgáfunni. „Klukkan fjögur verður krakkaball í boði Vífilfells. Þar eru allir krakkar og unglingar velkomnir og er ókeypis aðgangur. Fullorðnir eru bara velkomnir í fylgd með börnunum. Krakk- arnir fá kók, blöðrur og glow-sticks og ég prófaði þetta á Sjall- anum á Akureyri um síðustu helgi og þetta heppnaðist bara alveg rosalega vel," segir Palli. „Við lækkum aðeins í hljóðkerfinu fyrir barnaballið en á tónleikunum um kvöldið verður sko hækkað í græjunum," bætir hann við. Tónleikarnir um kvöldið hefjast klukkan ellefu og ætíar Palli að spila stanslaust án þess að taka sér hlé til klukkan sex um morguninn. „Pásur eru bara fyrir aumingja og letingja sem nenna ekki að vinna. Þetta er fyrst og fremst „one man show" en ég fylgi plötunni eftir með plötusnúðagiggi og þegar leikar standa sem hæst, sem verður líklegast um eittleytið, byrja ég að syngja. Ég kem til með að taka rjómann af nýju lögunum og eitthvað gamalt líka. Ég er með dansara með mér og það verður brjálað partístuð. Konfetti rignir yfir áhorfendur og ég get lofað því að tónleikagestir fara skríðandi heim," segir Páll Oskar að lokum. Forsala miða fer fram á NASA milli klukkan eitt og fjögur í dag og við innganginn annað kvöld. Miðaverð er einungis eitt þúsund og fimm hundruð krónur og er áhugasömum bent á myspace-síðuna myspace.com/palloskar. krista@dv.is SENDI FRÁ SER PLOTUNA ALLT FYRIR ÁSTINA Á DOGUNUM OG ÆTLAR AÐ FYLGJA HENNI EFTIR MEÐ TVENNUM TÓNLEIKUM Á MORGUN, LAUGARDAG, Á NASA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.