Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 Helgarblaö DV Þegar séra Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur í Garðaprestakalli, var mið- borgarprestur, varði hún mörgum helg- um á lítilli kaffistofu í Austurstræti. Ungmenni sem voru að skemmta sér í miðborginni sóttu mikið í staðinn, enda fannst þeim dýrmætt að finna þar innandyra fullorðið fólk sem gaf sér tíma til að hlusta á þau af áhuga. Þegar vangaveltur um sjálfsvíg komu upp brást fullorðna fólkið rétt við. 5" * " ' Jóna Hrönn Bolladóttir „Mildlvægt að allar stofnanirvinni saman, eins og kirkjan, skólar, lögreglan, heilsugæslan og félagsþjónustan." LUSTUN MIKILVÆGUST Einn stærsti þátturinn í starfi margra presta er sálgæsla.. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir, prestur í Garðabæ þekk- ir vel til samfélagsins og til hennar kemur fólk sem langar ekki að lifa. Þegar við erum sestar inn á skrif- stofu hennar í kirkjunni byrjar hún á að segja mér af predikun sem hún flutti á sunnudaginn var. „Þar rifjaði ég upp endurminn- ingar séra Friðriks Friðrikssonar, sem var einhver dáðasti maður fs- lands á 20. öld og sá sem hafði gríð- arlega jákvæð áhrif á líf ungs fólks. Hann segir frá því í æviminning- um sínum að þegar hann var ungur maður hafi hann orðið fyrir ástar- sorg og gengið með sjálfsvígshugs- anir. Glíma hans var þessi: Hann vildi ekki að stúlkan sem gat ekki svarað ást hans gæti tengt það því að hann svipti sig lífi og bæri þær byrðar alla ævi. Svo átti hann móð- ur sem bar óhemju umhyggju fyrir honum og hafði reynst honum svo mikill stuðningur að hann gat ekki lagt það á hana að svipta sig lífi. Hann tók þá ákvörðun að fara um borð í skip á leið til Kaupmanna- hafnar og sviðsetja slys svo enginn tengdi það við sjálfsvíg. Hann lýsir því svo vel í bókinni hvernig hann kvaddi alla vinina með bros á vör, þóttist vera örlítið drukkinn, en var bláedrú, og hvernig hann barðist við grátinn með andlitið hlæjandi, sem sagt settí upp grímu. Þetta er svo sterk lýsing, þetta gerði hann til að vekja engar grunsemdir um ætl- unarverk sitt. Maður heyrir oft fólk segja um þann sem hefur svipt sig lífi: „Hann var einmitt svo glaður. Ég hélt að hann væri að koma upp úr þessum dimma dal. Og þá gerði hann þetta." Stundum getum við til dæmis aldrei vitað hvort sum slys eru slys eða sviðsett af þeim sem deyr til að lina þjáningar aðstand- enda." Lengra en til Vestmannaeyja, styttra en til Færeyja Eins og margir aðrir sem ákveð- ið hafa að svipta sig líf! virtist Friðrik vilja gefa góðum vini tækifæri á að þekkja líðan hans. En viðkomandi skynjaði ekki alvöru málsins: „Á leiðinni í skipið hitti hann skólabróður sinn úr Latínuskólan- um sem Friðrik leit mjög upp til. Skólafélaginn spurði: „Hvert ertu að fara Friðrik?" Þá svaraði Friðrik: „Ég er að fara lengra en til Vestmanna- eyja en styttra en til Færeyja." Hann var með öðrum orðum að segja þessum skólabróður að hann ætl- aði að fremja sjálfsvíg. Skólabróð- irinn tók þessu sem glensi, hló og kvaddi. Þetta kennir okkur að vera virkir hlustendur, sérstaklega í sam- skiptum við fólk sem hefur átt erflða daga og glímt við þunglyndi. í þessu tilfelli var ekki erfitt að lesa milli lín- anna, en sumum tekst vel að leyna h'ðan sinni. Hvað lestu úr þessu: Lengra en til Vestmannaeyja, styttra en til Færeyja? Um borð hittí Frið- rik ógæfumann, sem gerði hann að trúnaðarmanni sínum og allt í einu var Friðrik kominn í stöðu sálu- sorgara. Hann fer að hugga þenn- an mann og svara angist hans og þar með sinni eigin angist. Þessi frá- sögn segir okkur tíl dæmis það hvað tilgangsleysið er mikill örlagavaldur. Allt í einu fékk Friðrik hlutverk og skipsferðin fékk allt annan tilgang, þann að mæta ógæfumanni í djúpri örvæntingu. Þessi frásögn kennir okkur það hversu mikilvægt það er að hlusta á hvert annað. Þess vegna er sálgæslan svo mikilvæg þjón- usta innan kirkjunnar því sálgæsla er ekkert annað en virk hlustun og samleið. Þetta getum við öll gert í daglegu hfi." Stöðugt áreiti „Ég held að við upplifum í sam- félagi okkar mikið áreití og þeir eru fáir staðirnir þar sem þú getur vitað að á þig sé hlustað. Til dæmis er sú nýjung komin í skólana og á marga vinnustaði að hafa opin rými sem ég held að geti haft neikvæð áhrif á sum börn, allavega gæti ég ekki unnið í slficum aðstæðum. Geta börn í skól- um dregið sig í hlé og fengið óskipta athygli fullorðins einstaklings þegar dagarnir verða þungir? Ég held að það sé sjaldgæft miðað við bekkja- stærðir og það álag sem er á starfs- fólki skólanna. Það var við þessu áreití og álagi sem við hér í Garða- prestakalli vorum að mæta með verkefni sem fékk nafnið Vinaleið. Það voru prestur og djákni sem fóru inn í skólana til að vera til staðar og hlusta. Það er staðreynd að þung- lyndi eykst hjá börnum og börn- in verða yngri þegar depurð getur lagst yfir þau. Ég er alveg sannfærð um að í þeim óróleika og áreití sem við lifum við í dag verðum við að finna hvíldarstaði, úrvinnslustaði og kyrrðarstaði innan skólanna fyr- ir börnin og unglingana, fyrir oklóir miðaldra fólkið sem erum að kafha í hlutverkum okkar og skyldum og svo félagslega einangraða fólk- ið sem þarf virka hlustun og kær- leiksríkt samfélag sem ógnar því ekki eða gerir of miklar kröfur. Ég er sannfærð um að þarna á kirkjan að vera tíl staðar. f Vinaleiðinni var sú hugsun að börnin gætu átt trúnað- armann innan skólans. Við þekkj- um mikilvægi þess, tíl dæmis innan AA-hreyfingarinnar. Virk hlustun er það sem gildir. AA-hreyfingin er ein snilldarlegasta aðferðaffæðin að bata fólks. Fólk fer einfaldlega ekki inn í sína tílfinningalegu úrvinnslu „Ég hefofthugsað afhverju heilbrigðisstarf- semin sem snýr að geðrænum sjúkdómum er ekki skilvirkari og afhverju er takmarkað rými þegar það er auking á fólki sem þarfumönnun á sviði geðrænna erfiðleika. Svo þyrftum við að virkja þetta Innlit-útlit fólk til að taka geðdeild- irnarí gegn og fegra umhverfi þeirra" ur eru svo vanmáttugir. Það þyrfti líka að hafa meiri umgjörð og hugs- un í því hvernig aðstandendum er mætt. Þarna eigum við að vanda okkur og setja ekki bara meira fé, heldur umhugsun í starfsemi geð- deildanna og slíkt er í mínum huga mikið forvarnastarf gegn sjálfsvíg- um. Það þarf að halda af einstakri fagmennsku og kærleika utan um þá sem glíma við geðræna sjúk- dóma og fólkið þeirra. Ég held að það þyrfti að kalla til miklu breið- ari hóp til að vinna á þessu sviði, en auðvitað er aðalatriðið að það sé tryggt að fólk komist að á geð- deildunum og ekki síst þegar það er í bráðri lífshættu." öðruvísi en geta borið sig upp við einhvern. Arásir örfárra einstakl- inga á Vinaleið hafa komið veru- lega á óvart og orðið okkur mörgum mikið sorgarefni." Jána Hrönn segist hafa mikl- ar áhyggjur af fjölda sjálfsvíga á Is- landi oghún bendirá leiöirsem hún telur aö geti veriö til úrbóta. „Við þurfum að leggja einstaka alúð við geðdeildirnar og-spara þar hvergi. Ég hef komið inn á bráða- móttökurnar og þar er mikill mann- auður í starfsfólki sem er undir of miklu álagi. Ég hef oft hugsað af hverju heilbrigðisstarfsemin sem snýr að geðrænum sjúkdómum er ekki skilvirkari og af hverju er tak- markað rými þegar það er auking á fólki sem þarf umönnun á sviði geð- rænna erfiðleika. Svo þyrftum við að virkja þetta Innlit-útíit fólk tíl að taka geðdeildirnar í gegn og fegra umhverfi þeirra. Inni á geðdeildum þarf að vera meiri virkni og ég held að það væri stórkostlegt ef við gæt- um fengið listamenn til að starfa í slíku umhverfi. Lífið á geðdeildinni er svo þjáningafullt og aðstandend- Það á alltaf að taka mark á vangaveltum um sjálfsvíg Jóna Hrönn gegndi starfi mið- borgarprests um sjö ára skeiö og þekkir því margt í hugsun ung- menna. „Við vorum með aðsetur á efri hæð gamla Hressingarskálans og þangað komu margir krakkar sem voru að skemmta sér í bænum, bæði til forvitnast og til að fá að- hlynningu. Fyrir mörg þeirra var það dýrmæt reynsla að sitja við kertaljós, súpa á heitu kakói og tala við fullorðið fólk sem gaf sér tíma tíl að hlusta á þau af einlægum áhuga. Það fólst ótrúlegur styrkleiki í þvf að hafa velviljað, edrú fólk á vettvangi sem sýndi virka hlustun og það kom margt mikilvægt fram í samtölun- um. Þar sem voru sjálfsvígshugsanir var brugðist við með eftírfylgd. Við verðum alltaf að taka mark á slfioim vangaveltum og bregðast við." Þarf heilt þorp til að ala upp eitt barn En hvað með Vinaleiðina, erhún ekki verkefni tilframtíðar? „Vinaleiðin er í uppnámi," seg- ir Jóna Hrönn. „Tveir skólar af fjór- um hafa lagt hana niður, einn ætlar að halda áfram og sá fjórði á eftir að taka ákvörðun hér í Garðapresta- kalli. Það er eins og það séu engin mörk á því hvernig hægt er að gera hlutí og verkefni tortryggileg í um- hverfi okkar þrátt fyrir lítið samfé- lag. Það er óhemju mikilvægt að stofnanir samfélagsins standi sam- an til að geta skapað sameiginlegan félagsauð fýrir börnin olckar. Það er sagt að það þurfi heilt þorp tíl að ala upp eitt barn. Þetta verðum við að hafa í huga í okkar íslenska samfé- lagi til að koma í veg fyrir að mann- eskjur týnist og einangrist félags- lega. Þegar heilt þorp fylgist með er hægt að koma auga á hætturnar og koma í veg fyrir slysin. Þess vegna er svo mikilvægt að allar stofnanir vinni saman, eins og kirkjan, skólar, lögreglan, heilsugæslan og félags- þjónustan. Það er ein leiðin að þvf að sjálfsvígum fækki og vandamálin verði ekki óviðráðanleg." Félagsleg einangrun hættuleg „Hraði kemur niður á samveru og samtalinu og þar hefur kirkjan hlutverk sem vettvangur samtals, kyrrðar og samfélags við fólk á öllum aldri og í ólíkum hlutverkum. Við verðum að tala um náungakærleika og hjálparstarfvið bömin okkar. Við eigum að hjálpa þeim að hafa hlut- verk og finna tilgang. Við verðum að hjálpa þeim að ná þeirri stöðu að geta sett sig í spor annarra." „Það er ótrúlega margt fólk sem lifir við félagslega einangmn og slíkt eykur líkur á sjálfsvígum. Við erum skapaðar félagsverur og við þurfum öll á vinum og fjölskyldu að halda. Við mennirnir emm sterkastírþegar við vinnum saman í hópum en berj- umst eklci einir. Allir þurfa hvatn- ingu og hlustun og við þurfum öll að heyra að við emm óendanlega dýrmætar og merkilegar manneskj- ur. Við eigum að hjálpast að við að tryggja það að fólk haldi sjálfsvirð- ingu sinni þrátt fyrir andlegt skip- brot og erfiðar aðstæður af því við getum öll verið í þeim aðstæðum." annakrlstlne@dv.ls Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.