Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Síða 23
DV Menning Frumsýning á Smíðaverkstæðinu Leikritið Konan áður verður frumsýnt á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins í kvöid. Verkið er eftir Þjóðverjann Roland Schimmelpfennig og segir frá Frank og Kládíu sem hafa verið gift í nítján ár. Þau eru miðaldra og þrá breytingar þegar æskuástin birtist skyndilega og krefst þess að húsbóndinn efni gamalt loforð. Leikarar í verkinu eru Baldur Trausti Hreinsson, Edda Arnljótsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Þórunn Erna Clausen og Vignir Rafn Valþórsson en leikstjóri er Hafliði Arngrímsson hefur gert er fallegt og einstakt. Hann er alveg einstakur. Hann skrifar um vísindi, hann skrifar um jarðfræði, náttúrufræði og hann yrkir ljóð sem eru það fegursta sem ort hefur verið á íslensku," segir Vil- borg Dagbjartsdóttir, kennari og skáld, sem lengi hefur haft Jónas í sínu föruneyti í gegnum lífið. Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og skáld „Það er einhver seyður í öllu sem Jónas skrifar, eitthvað sem snertir mann." „Amma mín átti ljóðabók Jónas- ar sem kom út 1913 og Hannes Hafstein sá um. Faðir hennar var fæddur og uppalinn á Hraunshöfða í Öxnadal í nágrenni við Jónas þannig að maður er eiginlega í seil- ingarfæri. Ég fékk að eiga þessa bók þegar ég fór að heiman þannig að ég hef átt bók eftir Jónas eiginlega alla tíð. Og núna á ég margar út- gáfur af ljóðum Jónasar, til dæm- is fallega bók þar sem eru mynd- ir af öllum handritum sem til eru eftir Jónas," segir Vilborg og kveðst lesa oft í þessum bókum sínum. Og uppáhaldsljóðin eru mörg. „En mér kemur oft í hug ljóðið Ég bið að heilsa. Mér finnst það ákaflega fal- legt." Líka fyndinn Vilborg segir að annað sem henni finnist svo sérstalct við Jónas er hvað hann bjó til mörg falleg orð, fyrir utan þau sem hann notaði af þeim sem til voru fyrir. „Hann bjó til orð eins og ljósvaki, svo fallegt og heillandi orð. Það er einhver seið- ur í öllu sem Jónas skrifar, eitthvað sem snertir mann, þessi hlýja, feg- urð og einlægni. Það er eins og hann sé að tala beint til manns. Auðvitað er hann líka fyndinn. Hann gerir líka gamankvæði. Þetta er ekki allt hátíðlegt þó að það sé alltaf djúpur saknaðartónn sem einhvern veginn tengist Jónasi, líkast til vegna þess að hann var svo ungur þegar hann missti föður sinn og tilvera hans breyttist öll." Én hvað væri Jónas að fást við ef hann væri uppi í dag? „Hann væri sá Jónas sem hefði öll möguleg tækifæri, eins og fólk hefur í dag, og hann væri stórkosdegur. Það er ekk- ert hægt að færa menn fram í tíma en hefði hann haft öll þau tækifæri sem við höfum hefði hann kannski lifað hamingjusamara lífi og fengið tækifæri til að njóta hæfileika sinna betur. Jónas gæti aldrei verið neitt annað en toppmaður." Fannst Reykjavík„skítapleis" Á laugardaginn stendur Borgar- bókasafnið fyrir bókmenntagöngu í miðbænum sem tileinkuð er Jónasi. Jónína Óskarsdóttir bókavörður verður annar leiðsögumanna. Hún segir listaskáldið góða hafa búið í Reykjavík á köflum, ef svo má segja. „Ætli þetta hafi ekki verið 5 til 6 ár í heildina. Hann bjó í þremur hús- um í Reykjavík með nokkurra ára millibili þegar hann var að koma frá útlöndum Eftir að hann útskrif- aðist úr Bessastaðaskóla var hann skrifari í Reykjavík og bjó þá í Aðal- stræti 9. Svo bjó hann í Dillonshúsi við Suðurgötu sem nú er því miður komið upp í Árbæjarsafn. Síðan lá hann í veikindum þegar hann bjó í húsi Fjalakattararins eftir að hann varð næstum úti fyrir norðan." Jónína Óskarsdóttir bókavörður „Hann notaði ýmis orð yfir Reykjavík og fannst hún hálfgert„skítapleis"." Að sögn Jónínu tengjast fleiri staðir í miðbænum einnig skáld- skap Jónasar og ævi, þótt ekki sé hægt að segja að hann hafi ver- ið mikill talsmaður eða aðdáandi bæjarins. „Hann notaði ýmis orð yfir Reykjavík og fannst hún hálf- gert „sldtapleis", ef það má orða það þannig á Degi íslenskrar tungu," segir Jónína í léttum dúr. „Hann var allavega ekld hrifinn af Reykjavík. Sveitin var náttúrlega miklu blóm- legri og Reykjavík var bara einhver þyrping af kofum. Aðalstræti var að- algatan og svo nokkur hús þar frá." Og Jónas vildi ekki að Alþingi flytt- ist til Reykjavíkur. „Hann og Fjöln- ismenn börðust fýrir því að Alþingi yrði áfram á Þingvöllum. Það urðu þeim mikil vonbrigði þegar Alþingi var „sett á mölina", eins og þeir köll- uðu það," segir Jónína. Sameiginiegur elskhugi Jónas var sameiginlegur „elsk- hugi" Jónínu, mömmu hennar og ömmu, að sögn Jónínu. „Og hann hefur reynst mjög vel," segir hún í gamansömum tón. „Ég ólst upp við þessa ást á Jónasi Hallgrímssyni. Amma mín gaf mér bók með ljóð- um hans mjög snemma og ég lagði metnað minn í læra þau. Ég hafði líka svo gaman af þeim. Mér finnst þau svo skemmtileg að því leyti að maður fær heila sögu í svo litlum texta. Þess vegna segi ég að ljóð séu svo praktísk fyrir nútímafólk sem segist hafa lítinn tíma." Gunnarshólmi er það ljóð Jónasar sem Jónína heldur mest upp á. „Allar lýsingarnar kveikja í manni svo margt. Það eru svo mörg tengsl, við tilfinningar, við land- ið og söguna. Svo er líka kjarkur í þessu Ijóði." Les Jónasnánast daglega „Maður kynntist náttúrlega verkum Jónasar fyrst í barnaskóla en ég uppgötvaði hann sjálfur rétt eftir menntaskóla eða þar um bil," segir Hallgrímur Helgason rithöf- undur. „Það var eiginlega í gegnum vini mína, Hauk Hannesson og Pál Valsson, sem síðar gáfu út heildar- útgáfu verka hans. Þeir voru miklir Jónasarmenn og ég smitaðist af þeim - og heillaðist gjörsamlega. Ég les hann enn á hverjum degi ligg- ur við. Þau eru nokkur uppáhalds- ljóðin sem ég á eftir hann, til dæmis Gunnarshólmi." Hallgrímur hóf sinn ljóðaferil í kringum tvítugt á því að gera grín- útgáfu af Ferðalokum. „Þá fannst mér þetta mjög fyndið. Og ég hef endurunnið nokkur önnur ljóð eftir hann. Þetta er náttúrlega ábyrgðar- laust en samt ákveðin virðing fólgin í því. Auðvitað hefur hann haft mik- il áhrif á mig. Jónas Hallgrímsson er einhvern veginn frumuppspretta ljóðlistar á íslensku. Þetta er þessi tæra lind sem maður þreytist ekki á því að sækja í. Hvernig hann notar orðin og hvernig þetta hljómar allt kliðmjúkt, þetta er alltaf jafnferskt. Það fellur ekkert á þetta silfur." Hallgrímur Helgason rithöfundur „Ég les hann enn á hverjum degi liggur við." Hallgrímur segir erfitt að spá fyrir um hvað Jónas væri að fást við ef hann væri uppi í dag. „Sérhver ritsnillingur er mótaður af sínum eigin tíma. Ef sami einstaklingur myndi fæðast með tvö hundruð ára millibili væru það ólíkir menn." kristjanh@dv.is Hreinn Friðfinnsson fékk heiðursverölaun Myndstefs í gær: Einstakur þokki og fegurð VERÐLAUN Hreinn Friðfinnsson myndlist- armaður fékk í gær heiðursverð- laun Myndstefs fýrir árið 2007 sem forseti fslands afhenti við hátíð- lega athöfn í Listasafni fslands. Við- urkenninguna hlýtur Hreinn fýr- ir einstakt framlag sitt til íslenskrar myndlistar en hluta þess gefur nú að h'ta á yfirlitssýningu í Listasafni Reykjavíkur sem upphaflega var sett upp í Serpentine Gallery í Lundún- um í sumar. í rökstuðningi dómnefndar seg- ir meðal annars að verk Hreins séu hríf- andi og einföld, full af ljóðrænum vísun- um og heimspeki- legum vangaveltinn. Ásýnd hlutanna skipti ekíd höfuðmáli held- ur andinn og hin tæra Hreinn Friöfinns- hugsun og þrátt fýrir son Verk hans eru - og kannski einmitt sögðbúayfir fyrir þessa ákveðnu einstökum þokka og naumhyggju - búi fegurö. þau yfir einstökum þokka og fegurð. Verðlaunin nema samtals einni milljón króna. Helm- ingur verðlaunaupphæð- arinnar kemur úr sjóðum Myndstefs en Landsbanki íslands, sem er fjárhagslegur bakhjarl heiðursverðlaun- anna, leggur til hinn helm- inginn. Þetta er í þriðja sinn sem heiðursverðlaunum Myndstefs er úthlutað. HPI Savage X 4,6 fjarstýrður torfœru trukkur. Öflugasta útgáfan til þessa. Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Baráttusaga MargrétJ. Benedictsson Helgaði lífsitt jafnréttisbaráttu kvenna. Saga hennar má ekki gleymast. BÓKAÚTGÁFAN HÓLAR Hin rómaöa Þakkargjorðarveisla Hótel Cabin verður haldin dagana 22. og 23. nóvember. í hádeginu 22. og 23. nóvember. Föstudagskvöldið 23. nóvember. Verð einungis: 1.850 kr 2.550 kr föstudagskvöld Léttir djazztónar verða leiknir yfir borðhaldi á föstudagskvöldinu. Borðapantanir í sima 511 6030 HOTEL CABIN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.