Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 18.11.2007, Page 41
DV Ættfræði FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 41 ** MAÐUR VIKUIVIVAR Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands, er verndari íslenskuverðlauna Menntaráðs Reykjavíkurborg- ar sem nú verða afhent í fyrsta sinn um bundrað reykvískum grunnskólanemum. Verðlaun- in verða afbent í Borgarleik- húsinu í dag á tvö hundruð ára fæðingarafniæli Jónasar Hall- grímssonar og verða framveg- is veitt árlega á Degi íslenskrar tungu. Frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands Starfsferill Vigdís fæddist í Reykjavik 15.4. 1930 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1949, stundaði nám í frönsku og frönskum bókmenntum við háskólann í Gren- oble og Sorbonne í París, með leik- bókmenntír sem sérsvið 1949-53, og nám í leiklistarsögu við Kaupmanna- hafnarháskóla 1957-58. Auk þess tók hún BA-próf í ensku og frönsku við Hl og lauk þaðan prófi í uppeldis- og kennslufræði. Vigdís var blaðafulltrúi Þjóðleik- hússins og ritstjóri leikskrár 1954-57 og 1961-64. Hún var um skeið leið- sögumaður og kynningarfulltrúi Ferðaskrifstofu ríkisins gagnvart er- lendum rithöfundum, blaðamönn- um og kvikmyndatökumönnum hér á landi. Auk þess skipulagði hún nám- skeið fyrir leiðsögumenn á vegum Ferðaslúifstofu ríkisins um árabil. Vigdís var frönskukennari við MR 1962-67, kenndi frönsku við MH1967- 72 og skipulagði jafnffamt frönsku- nám skólans, sá um frönskukennslu í sjónvarpi 1970-71 og kenndi franskar leikbókmenntir við HÍ1972-80. Þá var hún leikhússtjóri Leikfélags Reylqavík- ur1972-80. Vigdís var einn af stofnendum tíl- raunaleikhússins Grímu 1962, var for- setí Alliance Francaise 1975-76, sat í ráðgefandii nefnd um menningarmál Norðurlanda 1976-80 ogvarformaður hennar 1978-80. Vigdís var kjörin forsetí Islenska lýðveldisins 1980 og varð þar með fyrsta konan í heiminum sem kjörinn er þjóðhöfðingi í lýðræðislegum kosn- ingum. Hún var endurkjörin 1984, 1988 og 1992 en gaf ekki kost á sér tíl endurkjörs 1996. Frá því Vigdís lét af embættí forseta fslands hafa henni verið falin margvís- leg trúnaðarstörf á alþjóðavettvangi. Hún er velgjörðarsendiherra Samein- uðu þjóðanna (UNESCO) fyrir tungu- mál mannkyns, var formaður Heims- ráðs um siðferði í vísindum og tækni hjá UNESCO, sem meðal annars fjallar um tölvutækar upplýsingar. Þá var hún skipuð velgjörðarsendiherra Samein- uðu þjóðanna í baráttu gegn kynþátta- fordómum og útlendingaandúð. Loks átti hún sem formaður stóran þátt í undirbúningi að Den Nord Atlantíske Brygge, menningasetri fslands, Norð- urbryggju í Kaupmannahöfn fyrir Norðvestur-Atlantshafsþjóðirnar. Árið 2001 var komið á fót Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum á vegum Háskóla Is- lands. Stofnunin hefur innan sinna vé- banda kennslu og rannsóknir í öllum mngumálum sem kennd eru við skól- ann sem og þýðingarfræði. Þá má geta þess að Vigdís er virkur meðlimur og situr í stjórn Club de Madrid sem eru. samtök fyrrverandi forseta og forsæt- isráðherra með það markmið að efla lýðræðið í heiminum. Vigdís hefúr hlotíð heiðursdokt- orsnafnbæmr frá átján háskólum víðs vegar um heim. Hún fékk sérstaka við- urkenrtíngu Málræktarsjóðs 1997 fyr- ir alúð við íslenska tungu í forsetatíð sinni. Fjölskylda Kjördóttír Vigdísar er Ástríður Magnúsdóttír, f. 18.10. 1972, snyrtí- sérfræðingur og nemi við Listaháskóla Islands, en maður hennar er Eggert Elmar Þórarinsson tæknifræðingur og eru dæmr þeirra Aþena Vigdís, f. 21.3. 2000, og Eva María, £3.1.2004. Bróðir Vigdísar var Þorvaldur, f. 21.12. 1931, d. 3.8. 1952, verkfræði- stúdent. Foreldrar Vigdísar voru Finnbogi Rúmr Þorvaldsson, f. 22.1. 1891, d. 6.1. 1973, prófessor í verkfræði við Hl, og k.h., Sigríður Eiríksdóttir, f. 16.6. 1894, d. 23.3. 1986, hjúkrunar- kona og formaður Hjúkrunarfélags íslands til fjölda ára (nú Félag ís- lenskra hjúkrunarffæðinga). Ætt Bróðir Finnboga var Búi mjólkur- fræðingur, faðir Kristjáns guðfræði- prófessors, Þorvaldar eðlisfræðings, Þórðar verkfræðings og Magdalenu Jórunnar hjúkrunarfræðings. Finn- bogi var sonur Þorvalds, pr. í Sauð- lauksdal, bróður Jóns, langafa Hans G. Andersen sendiherra. Annar bróð- ir Þorvaldar var Ingimundur, lang- afi Ragnars Tómassonar lögffæðings. Hálfsystír Þorvaldar, sammæðra, var Sigríður, langamma Friðriks Pálsson forstjóra.Þorvaldur var sonur Jakobs, pr. í Steinnesi, bróður Ásgeirs, dbrm. á Lambastöðum, langafa Ónnu, móð- ur Matthíasar Johannessen skálds. Ás- geir var einnig langafi Lárusar Blöndal bókavarðar, föður Benedikts heitíns hæstaréttardómara, Halldórs, fyrrv. ráðherra, og Haraldar heitíns hrl. Móð- ir Þorvaldar var Þuríður, systír Sigríðar, konu Ásgeirs á Lambastöðum. Þur- íður var einnig systír Guðrúnar, lang- ömmu Þorsteins Ö. Stephensen leik- ara og Guðrúnar, móður Ögmundar Jónassonar alþm. Bróðir Þuríðar var Ólafur, pr. í Viðvík, langafi Þorvalds í Arnarbæli, föður Ásdísar Kvaran lög- ffæðings. Hálfsystír Þuríðar var Rann- veig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráð- herra, föður Þorsteins heitíns heim- spekings, Vilmundar heitíns ráðherra og Þorvalds hagfræðiprófessors. Þur- íður var dóttír Þorvaldar, pr. og skálds í Holtí Böðvarssonar, pr. í Holtaþing- um, bróður Ögmundar, afa Tómasar Sæmundssonar Fjölnismanns. Böðvar var sonur Högna Sigurðssonar, presta- föður á Breiðabólstað. Móðir Finnboga Rúts var Magd- alena Jónasardóttír, b. á Hallbjarnar- eyri í Eyrarsveit Jónssonar, og Kristínar Bergsdóttur, b. á Hvalgröfum á Skarðs- strönd Búasonar, og Kristínar Stur- laugsdóttur. Sigríður var dóttír Eiríks, trésmiðs í Reykjavík, bróður Einars, b. í Miðdal, föður Guðmundar ffá Miðdal mynd- listarmanns, föður Erró, Ara Trausta jarðfræðings og Egils arkitekts. Dóttír Einars var Sigríður, móðir Jónínu Mar- grétar Guðnadóttur sagnffæðings og Bergs Guðnasonar lögffæðings, foður Guðna, fyrrv. knattspymukappa. Önn- ur dóttír Einars var Karólína, móð- ir Hlédísar Guðmundsdóttur læknis. Þriðja dóttír Einars er Inga, móðir Þur- íðar Sigurðardóttur söngkonu. Syst- ir Eiríks var Guðbjörg, móðir Gríms Norðdahls á Úlfarsfelli, og Haraldar Norðdahl, föður Skúla Norðdahl arki- tekts. Eiríkur var sonur Guðmundar, b. í Miðdal, bróður Margrétar, langömmu Ólafs F. Magnússonar ljósmyndara, og Gunnars, föður Magnúsar forstjóra. Margrét var einnig langamma Vilborg- ar Kristjánsdóttur sem lengi var fulltrúi á skrifstofu forseta Islands. Guðmund- ur var sonur Einars, b. á Álfsstöðum á Skeiðum Gíslasonar, bróður Jóns, ættföður Setbergsættar, langafa Ólafs Guðjóns tannlæknis, föður Jóns Karls, forstjóra Icelandair. Jón á Setbergi var einnig langafi Árnu Steinunnar, móð- ur Mörtu Guðjónsdóttur, varaborg- arfullttúa og formanns nefndar um íslenskuverðlaun Menntaráðs. Móð- ir Guðmundar í Miðdal var Margrét Hafliðadóttir. Móðir Eiríks í Miðdal var Vigdís, systir Helgu, langömmu Jóns Eiríkssonar, oddvita í Vorsabæ á Skeiðum. Vigdís var dóttír Eiríks, b. í Vorsabæ Hafliðasonar, bróður Eh'n- ar, langömmu Sigurgeirs Guðmanns- ” sonar, lengi ffamkvæmdastjóra ÍBR, og Kristbjargar, móður Sigurðar Sigur- jónssonar leikara. Eh'n var einnig lang- amma Gunnlaugs, föður Jóns Steinars hæstaréttardómara. Þá var Eh'n amma Ólafar, ömmu Guðrúnar Helgadótt- ur rithöfundar. Önnur systír Eiríks í Vorsabæ var Ingveldur, amma Gísla Gunnarssonar, fyrrv. pr. í Glaumbæ, og langamma Vilhjálms, föður Man- freðs arkitekts. Bróðir Eiríks var Þor- steinn, langafi Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra. Móðir Sigríðar Eiríksdóttur var Vilborg, systir Guðna á Keldum, **■ langafa Björns Vignis Sigurpálsson- ar. Vilborg var dóttir Guðna, b. á Keldum í Mosfellssveit Guðnason- ar, b. í Saurbæ í Ölfusi, bróður Sig- ríðar, langömmu Halldórs Laxness og Guðna Jónssonar prófessors, föð- ur prófessoranna Bjarna og Jóns. Guðni var sonur Gísla, b. í Reykja- koti í Ölfusi, bróður Guðmundar, afa Ólafs, afa Þórhalls Vilmundarsonar prófessors og langafa Ólafs Ólafs- sonar, fyrrv. landlæknis, og listfræð- inganna Ólafs og Gunnars Kvaran. Systir Gísla var Ingveldur, langamma Valgerðar, ömmu Guðmundar H. Garðarssonar, fyrrv. alþm.. Gísli var sonur Guðna, ættföður Reykjakots- ættar Jónssonar. Móðir Vilborgar var Ásttíður Finnsdóttír. » ORG semur við Landsbókasafn Islands Háskólabókasafn og ReykjavíkurAkademíuna: Samstarfssamninqar um ættfræði I gær voru undirritaðir sam- starfssamningar ORG Ættfræði- þjónustu við Landsbókasafn ís- lands Háskólabókasafn, annars vegar og við ReykjavíkurAkademí- una, hins vegar. Forstöðumaður ORG Ættfræðiþjónustu er Oddur Helgason en stofnunin býr yfir ein- um umfangsmesta og fjölmenn- asta ættfræðigrunni landsins. Þar má einnig finna eitt stærsta bóka- og skjalasafn um ættfræði og þjóð- fræði hér á landi. Báðir samningarnir miða að því að efla ættfræðirannsóknir á Is- landi og bæta þjónustu við þá sem stunda slíkar rannsóknir. Reykja- víkurAkademían mun t.d. halda málþing um ættfræði og þjóðfræði næsta vor og Landsbókasafnið hyggst halda sérstaka sýningu á ættfræðilegum frumgögnum á næstunni. ORG hefur verið í samstarfi við ýmis héraðsskjalasöfn á und- anförnum árum og hyggjast sum þeirra gera sambærilega samn- inga við stofnunina. Þess má svo geta að ættfræðiskrif DV hafa á ýmsan hátt notið góðs af aðstöðu ORG Ættfræðiþjónustu í gegnum tíðina. Samstarfssamningur um ættfræði Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, forstöðumaður Landsbókasafns Háskólabókasafns, Oddur Helgason, forstöðumaður ORG, og Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkur- Akademíunnar. Að baki þeim standa Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Samtaka um sögutengda ferðaþjónustu, og Örn Hrafnkelsson, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns Háskólabókasafns. •>

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.