Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. APR(L 2008 Fréttir DV SANDKORN ■ Kjartani Magnússyni, stjómar- formanni Orkuveitunnar og REI, tókst hið ómögulega í Kastljósvið- . taliámiðviku- dagirm. Þar lýstihannþví yfir að hann sé tilbúinn að fá einkaaðila inn í rekstur REI þrátt íyrir aðhafaverið alfarið á móti því að blanda saman opinberum rekstri og einkarekstri þegar REI- málið stóð sem hæst á haustmán- uðum. lalnframt sagðist hann ekkert hafa á móti Geysi Green Energy þrátt fyrir að aðkoma þess fyrirtælds hafi splundrað heilu meirihlutasamstarfi í borginni. Þá hverfur Kjartan frá þverpólitískri niðurstöðu stýrihóps REI um að fyrirtækið eigi alfarið að vera í eigu Orkuveitunnar. Öllu þessu áorkaði Kjartan í einu 6 mínútna viðtali. Geriaðrirbetur. ■ Ólafur F. Magnússon borgar- stjóri lætur það ekki spyrjast út um sig að borgin hans geti kallast Ruslavík. Efitir að DV vakti athygli á msli og drasli víða um borgina gaf borgarstjórinn út skipanir til sinna manna sem dreifðust um borgina að tína upp msl. Þannig mátti sjá fyrir helgi borgarstarfsmenn tína msl í Ártúnsbrekkunni og úr Tjöm- inni við ráðhúsið en þessir tveir staðir vom einmitt meðal margra sem DV fjallaði um í vikunni. Það er því alveg ljóst að Ólafúr borg- arstjóri les DV, líkt og sannaðist einnig nýverið þegar hann ákvað að berjast fýrir aukafjárveitingu til handa föduðum bömum í Reykja- vík. Fjármunum sem hann hafði áður neitað bömunum um en vildi ekki láta spyrjast út um sig eftir að DV fjallaði um málið. ■ Núna ædar Eyþór Guðjónsson, einn af aðalleikimmum í hryllings- og pyntingamyndinni Hostel og einn af framleiðendum fiamhalds- myndarinn- ar Hostel: Part II, að reisa af- þreyingar- miðstöð í Grafarvog- inum. Þar verðurlögð áherslaá útivist, íþróttir og samvemstund- ir fjölskyldunnar. Að mati DV er þetta einum of mjúk fiamkvæmd fyrir hryllingsharðjaxlinn Eyþór og því nauðsynlegt að hann bæti inn spennuþrungnum afþreyingar- möguleikum, í anda Hostel-mynd- arinnar, inn á svæðið. DV stingur upp á alvöm pyntingamiðstöð, og um leið minjasafni fýrir kvikmynd- ina vinsælu, þar sem áhersla er lögð á hrylling og spennu. Pynt- ingamiðstöðin myndi án efa vekja athygli í heimspressunni og draga jafnvel ferðamenn hingað til lands. ■ Spennan ríkir hins vegar svo sannarlega hjá hinum íslenskætt- aða útgerðarsyni Paul Einari Að- alsteinssyni, öðm nafni Ian Stra- chan, sem nú er fyrir konunglegum réttí á Bretíandi. Hann var hand- tekinn í félagi við annan mann með myndband í fórum sér sem sýna áttí frarn á kynmök og eiturlyíja- neyslu systursonar Efísabetar Eng- landsdrottningar, Davids Linley markgreifa. Félagamir em sakaðir um fjárkúg- un gagnvart markgreif- anum. Vöm Pauls snýr aft- urámóti að því að greif- inn hafi boðið fé að fýrra bragði og fyrir því liggi fúllkomnar sannanir. Réttarhöldin hófúst á þriðjudaginn síðastliðinn og beðið er niðurstöð- unnar með þó nokkurri eftirvænt- inguáBretlandi. Guðlaug Sigfúsdóttir flugfreyja telur að hún hafi verið rekin frá flugfélaginu Jetex fyrir að blanda sér í kjaramál. Hún segir að flugfreyjur hjá Jetex þurfi nauðsynlega á trúnaðar- manni að halda. Jón Karl Ólafsson hjá Jetex segir að Guðlaug fari með rangt mál. Lengi hafi staðið til að segja henni upp. Uppsögnin hafi ekkert með kjarabaráttu að gera. SIGTRYGGUR ARI JÓHANNSSON bladamaður skrifar sigtryggurta'dv.is Guðlaug Sigfúsdóttir, flugfreyja hjá leiguflugfélaginu Jetex, telur sig hafa verið rekna úr vinnunni fýr- ir að blanda sér í kjaramál. Samn- ingur Guðlaugar við letex var ógilt- ur og henni sagt upp störfum nú í vikunni. Skömmu áður hafði Sigrún Jóns- dóttir, formaður Flugfreyjufélags ís- lands, haft samband við Guðlaugu og beðið hana að koma að málum f kjarabaráttu flugfreyja. „Skýring- arnar sem mér vom gefnar á brott- rekstrinum voru þær að ég hefði unnið gegn hagsmunum félags- ins," segir Guðlaug. Hún útskýrir að flugfreyjur hjá Jetex séu ekld aðilar að samningum Flugfreyjufélagsins, heldur sé samið beint við flugfélag- ið. Jón Karl Ólafsson hjá letex seg- ir það fráleitt að Guðlaug hafi verið rekin fyrir að blanda sér í kjarabar- áttu. Ekkert til í þessu „Við náttúrulega tjáum okkur ekki um málefni einstakra starfs- manna, en ég get þó sagt að upp- sögnin er af allt öðrum ástæðum," segir Jón Karl. Hann segir að stað- ið hafi til um nokkurt skeið að enda samning Guðlaugar við félagið. Flugfreyjur félagsins hafi ekki verið aðilar að Flugfreyjufélaginu, en hér sé félagafrelsi og Jetex muni ekki standa í vegi fyrir þeim sem vilji Jón Karl Ólafsson Jón Karl segir að brottrekstur Guðlaugar Baldursdóttur tengist kjarabaráttu á engan hátt.Til hafi staðið að segja henni upp um nokkurt skeið. gerast aðilar að Flugfreyjufélaginu. Hjá Flugfreyjufélaginu fást þær upplýsingar að Jetex hafi í gegnum tíðina haft lítinn áhuga á samstarfi og flugfreyjur Jetex séu nánast rétt- lausar. Jón Karl bendir á að aðeins um tíu prósent af umsvifum Jetex séu á íslandi og að í slílcum tilvik- um séu kjaramál afar flókin viður- eignar. Jetex er með starfsstöðvar víða um Skandinavíu og er einnig að koma sér fyrir á írlandi. Upplýsingaleki milli félaga Nokkrir félagar Guðlaugar í áhöfnum Jetex sóttu um vinnu hjá samkeppnisaðilanum, Iceland Ex- press. Guðlaug segir að upplýsing- ar um það hverjir hafi leitað til Ice- land Express virðist hafa lekið til stjórnenda Jetex. „Krakkamir voru kallaðir á fund og þeim sagt að þeir mættu ekki sækja um hjá öðru flugfélagi án þess að láta Jetex vita," segir Guðlaug. „Ég sagði þeim að þetta væri alrangt. Starfsumsókn- ir væru trúnaðarmál og einkamál hvers og eins," heldur hún áfram. Guðlaug telur að það hafi ver- ið mistök hjá flugfreyjum Jetex að „Krakkarnir voru kall- aðir á fund og þeim sagt að þeir mættu ekki sækja um hjá öðru flugfélagi." gera hana ekki að trúnaðarmanni. „Ef við hefðum valið okkur trúnað- armann til þess að fara með þessi mál hefði þessi staða kannski ekki komið upp." Verkfall yfirvofandi Hjá Flugfreyjufélagi íslands er þegar hafinn undirbúningur að verkfalli. Sigrún Jónsdóttir, for- maður félagsins, segir að ef ekki verði af fundum í dag verði kosið um verkfall. Kjaradeilan fór fyrir ríkissáttasemjara. Þrír fundir með honum hafa engan árangur borið. Verkfall hjá flugfreyjum getur haft víðtæk áhif. Innan vébanda Flugffeyjufélagins era flugfreyjur og -þjónar hjá Iceland Express, Ice- landair og Flugfélagi íslands. Flug- félagið Atlanta var um skamma hríð aðili að félaginu, en hefur fyrst og fremst notast við starfsmanna- leigur. Flugfreyjur segjast enga raun- verulega launahækkun hafa feng- ið síðan í janúar á síðasta ári. Þær krefjast sambærilegra hækkana og félög innan ASÍ sömdu um fýrir skemmstu. Leifsstöð Jetex flýgur fyrir Heimsferðir og Terra Nova frá (slandi. Það er þó aðeins um tíu prósent af umsvifum félagsins. Hinn hlutinn er erlendis. SKÁLDIÐ SKRIFAR VERNDAÐ VEGGJAKROT KRlSTJAN HRf INSSON SKALD SKRIFAR. „Viö gleymum gjarnan liinu stóra samhcngi." vað er líkt með veggjakroti og yfir- stjóra Seðlabankans? Áður en ég svara þessari einföldu spurningu, verð ég að gera eftirfarandi játningu: Ég leyfi mér þann munað að hugsa veraldarsöguna í milljörðum ára og f mfn- um huga eru fjarlægðir hins víða geims mældar í ljósárum. Mikli hvellur er svo nálægur okkur um leið og hann er svo langt í burtu - bæði í tíma og rúmi. Þegar við sjáum að okkar tilgangur er sá einn að þjóna tilgangsleysinu í óravídd alheims- ins þá áttum við okkur á því að rómverska hetj- an Hannibal og alþýðuhetjan Hannibal tilheyra sama sandkorninu í þjappaðri mannkynssögu. Við gleymum jafnan hinu stóra samhengi, týn- um okkur í núinu og byrjum að dýrka augnablik- ið. Við sjáum ekki samhengið þegar jeppaeigend- ur og vörubílakarlar sperra sig hver um annað þveran, þegar borgarstjórn kaupir kofadrasl f miðborginni og á meðan menn þrátta um Frí- kirkjuveg 11 og karpa um kreppu og kaupmátt. Við gleymum heildinni á meðan menn nöldra um aulana sem stjórna peningamálum okkar og á meðan við reynum að uppræta veggjakrot. En það sem sameinar þetta allt er tíminn og rúmið og það sem sameinar veggjakrot og stjóm Seðlabanka íslands er sú staðreynd að hvort- tveggja má uppræta með réttum aðgerðum. Veggjakrot er vandamál. Stjóm Seðlabankans er vandamál. Ef vilji er fýrir hendi þá leysa menn vandamál. Og þegar kemur að veggjakroti þá má t.d. fara út í eftirfarandi aðgerðir: Ekki selja mönnum úða- brúsa nema þeir framvísi skilríkjum. Hækka verð á úðabrúsum og setja 2000 króna skilagjald á hvern brúsa. Og svo má dæma þá hart sem staðn- ir eru að því að eyðileggja eigur annarra með því aðúða lakki. Þegar okkur er ljóst að menn eins og Halldór Blöndal og Hannes Hólmsteinn Gissurarson eru valdir í bankaráð Seðlabanka íslands og þegar okkur er ljóst að Davíð Oddsson er þar æðstur meðal jafningja, þá ætti okkur samtímis að vera Ijóst að hér er ekki verið að hugsa um velferð þjóðarinnar, heldur launað athvarf fyrir aukal- eikara í Sirkus Geira Smart. Mönnum hefur tekist að uppræta margan far- aldurinn og mönnum mun takast að uppræta allt illt ef þeir hafa döngun og dug. Hér er kannski við hæfi að rifja upp vísu sem ort var um ónefnda menn í ónefndum seðlabanka: / seðlabanka situr enn sauðahjörðin auma, þar heiladauðir heldri menn halda um stjómartauma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.