Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008 Helgarblaö PV Umjón: Kolbrún P. Helgadóttir. Netfang kolbrun@dv.is Lærðu að flaka fisk Lærðu að flaka fisk, stendur á heimasíðunni www.flugur.is. Á þessari stórskemmtilegu síðu sem er uppfull af fróðleik, uppskriftum og veiðisögum má finna sýnikennslu á myndbandi þar sem kennt er að flaka fisk frá a -ö. Margir kannast eflaust við að hafa flakað fisk án þess þó að nýta hráefnið eins vel og hægt er. Nú, þar sem veiðitímabilið er hafið ættu veiðiáhugamenn og enn frekar þeir sem eru að stíga sín fýrstu skref í veiðinni að kíkja inn á www.flugur.is Einföld ogfljódeg tflbreyting Nauðsynlegt er að breyta til I matargerðinni öðru hvoru. Hér koma nokkrar laufléttar og fljótlegar uppskriftir að skemmtilegum fiskréttum. Pestólax 1 laxaflak 1 krukka grænt pestó brauðrasp ostur Hreinsið og skerið laxaflakið í bita og setjið í eldfast mót. Setjið pestóið í skál og bætið brauðraspi út í þangað til blandan er orðin hæfilega þykk. Smyrjið þessu á laxabitana og dreifið osti yfir. Bakist (ofni við 180-200°C í 15-20 mínútur, allt eftir þykkt bitanna og smekk. Bananaýsa 2 ýsuflök 2 bananar sætt sinnep sítrónupipar rifinn ostur Roðflettið ýsuna, skerið (bita og kryddið með sítrónupipar. Setjið sinnep á hvern bita, sneiðið bananana og raðið ofan á. Að þessu loknu er ostinum stráð yfir. Bakist I eldföstu móti viö 180°C þartil osturinn er gullinbrúnn. Lax með mango chutney 1 laxaflak 1 krukka mango chutney 1 krukkasweetmangochutney 'h sítróna Maldon-salt svartur pipar Flakið er sett á álpappír og brett upp á kantana. Kryddið með Maldon-salti, svörtum pipar og smá sítrónusafa. Chutneyinu er blandað saman og hellt yfir laxinn. Bakist í ofni í 10-18 mfn. við 180°C. í nýjasta tölublaði Gestgjafans má finna fjölda glæsi- legra uppskrifta fisk- og kjúklingarétta. í blaðinu má finna skemmtilegar nýjungar sem og hvernig matreiða á gamla góða plokkfiskinn. Uppskriftin að þessari Ijúffengu súpu sem Gestgjafinn býður lesendum DV upp á þessa vikuna er einföld og tilvalin fyrir matarboð. • 2 msk. olía • 1 laukur, smátt saxaður • 1 gulrót, skorin í strimla • 1 paprika, skorin í strimla • 1 sellerístilkur, skorinn í strimla • 1/3 blaðlaukur, skorinn í strimla • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir • 1 tsk. fáfnisgras • 7 saffranþræðir • 1/3tsk.túrmerik • 1 kg kræklingur • 2 dl hvítvín • 5 dl fiskisoð • 2 dl rjómi • sósujafnari • salt og pipar Hitið olíu í potti og látið lauk, gulrót, papriku, sellerí, blaðlauk, hvítlauk, fáfnisgras, saffran og túrmerik krauma í 1 mín. Bætið kræklingi í pottinn ásamt hvítvíni og sjóðið undir loki í 2-3 mín. eða þar til kræklingurinn hefur opn- að sig. Hellið fiskisoði í pottinn. Takið grænmetið og krækling- inn upp úr með gataspaða, bæt- ið rjóma í soðið og þykkið með sósujafnara. Smakkið til með salti og pipar. Setjið grænmetið og krækling- inn í skálar og hellið súpunni yfir. Berið fram með grófu brauði. Eina sem ée kann að elcía „Þetta er það eina sem ég kann að elda þannig að þetta var auðvelt val," segir Tómas Júlí- usson garðyrkju- maður sem býð- ur lesendum upp á hreindýrasteik í viskíi. „Ég reyni að fara á hreindýra- veiðar á hveiju ári, vSA en það er bara ekki alltaf sem maður fær úthlutað," segir Tómas. Hann viðurkennir að kunna meira í eldamennskunni en bara hrein- dýrakjötið. „Jú, jú, auðvitað kann maður líka að elda til dæmis rjúpuna og gæsina. Ætli þetta sé ekíd bara einhver hógværð í manni. En þessi uppskrift er mjög einföld og góð." Hreindýrasteik í viskíi • góður vöðvi af hreindýri • hreinýrasoð eða annað soð af villibráð • timian, salt, piparog viskí Kjötið Vöðvinn þarf að vera vel hanginn og best er að taka hann úr frystinum viku til tíu dögum fyrir eldun og láta hann þiðna í kæli. Taka þarf vöðvann úr kæli að morgni og láta standa á eld- húsbekknum ffam að eldun (þetta er mikilvægt). Síðan er búinn til krydd- lögur úr blóðbergi og svolítið af salti og pipar, ögn af olíu og dass af viskíi. Best er að nota reyktu viskítegundim- ar eins og Lagavulin og Laphroaigh, þau tóna vel við. Vöðvinn er smurð- ur með kryddleginum sem er látínn liggja á í nokkra klukkutíma. Ef vöð- vinn er mjög þykkur þarf 4-6 tí'ma en þynnri vöðvar eins og lund eða fille 1-2 tí'ma. Kjötíð er fyrst snöggsteikt í smjöri á pönnu til að loka því en síð- an sett í ofn við ca 150° hita. Best er að nota mæli og taka kjötíð út þegar hit- inn er kominn í 52-56 gráður og láta það standa í 5-10 mín. með breitt yfir. Sósan Grunnurinn er auðvitað gott kraft- mikið soð, annaðhvort af hreindýri eða gæs - nú eða rjúpu. Það er erfitt að kaupa almennilegt soð út úr búð og því best að gera soðið sjálfur. Það ættí ekki að vera erfitt að fá efni í gæsasoð því þeim gæsaskyttum fjölgar sem skera bringumar úr og henda rest en þar er mjög gott efiii í soð. Einnig henda margir hreindýraveiðimenn öllum beinum af skrokkum. Soðið er þykkt, kryddað með villibráðar- kryddi, salti og pipar, bragðbætt með gráðaosti og þeim safa sem fellur tíl við eldun kjötsins og steikingu. Rjóma er bætt í í lokin. Mjög gott er að setja þurrkaða lerkisveppi í sósuna ef þeir em til á heimilinu. Meðlæti Það þarf enga stæla með svona steik. Bökuð kartafla og smá salat er nóg. „Ég skora á Heimi Björn Janusarson, starfsbróöur minn, aö gerast matgceðingur ncestu viku." DISCOVER THE ORIGINAL EASTERN TASTE IN THE WEST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.