Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 18. APRIL2008
Helgarblað DV
UMSJÓN: KOLBRÚN PÁLÍNA HELGADÓTTIR kolbrun@dv.is Anna Rakel Róbertsdóttir fer með aðalhlutverk í myndinni Konfektkassinn sem frumsýnd verður á snmardaginn íyrsta.
„Myndin er hvorki löng né stutt og
fellur því varla undir stuttmynd né
mynd í fullri lengd," segir Guðrún
Ragnarsdóttir um 40 mínútna kvik-
mynd sína Konfektkassann sem
ffumsýnd verður á sumardaginn
fyrsta í Háskólabíó. Nafnið Konfekt-
kassinn er dregið af byggingu sög-
unnar sem er ferðalag, eða leit að
sjaldgæfum konfektkassa sem hvergi
virðist fást. Faðir aðalpersónunn-
ar er nýkominn af sjúkrahúsi og vill
þakka hjúkrunarkonunum umönn-
unina með flottum konfektkassa.
Hefst þá ferðalag þeirra feðgina og
segir myndin söguna af samskiptum
þeirra á ferðalaginu og leitina miklu
að konfektkassanum."
Fjölskylduátak
Með aðalhlutverk myndarinn-
ar fer Anna Rakel Róbertsdóttir en
hún er jafnframt dóttir Guðrúnar.
„Ég sá hana ailtaf fyrir mér í þessu
hlutverki, hugmyndin var að blanda
saman ungum og óreyndum og
menntuðum reynsluboltum en með
önnur hlutverk fara þeir Pétur Ein-
arsson og Ellert A. Ingimundarson."
Það koma fleiri fjölskyldumeðlimir
að verkefni Guðrúnar að þessu sinni
en sú sem framleiðir myndina með
henni, Brynhildur Birgisdóttir kvik-
myndaframleiðandi, er systurdóttir
Guðrúnar. „Þetta er hálfgert fjölsky-
duátak. Ég vildi líka virkja ungar kon-
ur með mér í verkefninu og fá þeirra
sýn á móti minni þar sem ég er ekk-
ert unglamb lengur, " segir Guðrún
og hlær.
Framúrstefnulegur skóli
Guðrún er menntaður kvik-
myndagerðamaður frá California
Institute of Art sem er virtur listahá-
skóli á vesturströnd Bandaríkjanna
en annar stofnandi skólans var Walt
Disney. Guðrún segir skólann afar
framúrstefnulegan á mörgum svið-
um og hafa alið af sér marga góða
listamenn. Meðal samnemanda
Guðrúnar var engin önnur en Soff-
ia Coppola sem þekkt er fýrir kvik-
myndagerð í Hollywood.
Guðrún kennir kvikmyndagerð og
grafi'ska hönnun í Borgarholtsskóla
ásamt því að vinna við kvikmynda-
gerð. „Ég lauk námi fýrir tíu árum
og hef skrifað mikið síðan. Það er þó
ekki fýrr en fyrst núna sem verkin eru
að fæðast."
Rétt að byrja
Það heyrist á Guðrúnu að hún er
rétt að byrja. „Næsta mynd sem til
stendur að gera heitir Silungapoll-
ur og er hún byggð á persónulegri
reynslu," segir Guðrún sem viður-
kennir að ástríðan fyrir kvikmyndum
hvetji hana áfram í kvikmyndagerð-
inni því ekki séu það peningarnir.
Guðrún ætíar að vera með opna
boðsýningu á Konfektkassanum í
Háskólabío klukkan tvö á sumardag-
inn fyrsta og hvetur alla sem vifja sjá
hvernig þessi fallega saga endar til að
kíkja við. Það verður frábært að kíkja
aðeins í bíó og halda svo út á ný í sól-
ina sem vónandi mun skína skært
þennan fyrsta dag sumarsins," segir
Guðrún að lokum.
kolbrun@dv.is
LISTMUNAUPPBOÐ Á HILTON - NORDICA HÓTELI
SUNNUDAGINN 20. APRÍL KL. 20:30
VERKIN ERU SÝND í GALLERÍ BORG, SKIPHOLTI 35
Fimmtud. föstud. laugard. og sunnudaginn 20. apríl
Kl. 13 tiM 7 alla dagana
KRISTJÁN DAVÍÐSSON
Listmuna- og uppboðshús Reykjavfkur
Skipholti 35,105 Reykjavík, Sími 511 7010, fax 511 70 40