Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 32
10 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008
Helgarblað DV
Erlingur Jónsson fékk sigurverðlaunin í spurningakeppni DV í Reykjanesbæ sem fór fram um síðustu helgi
undir yfirskriftinni Stefnumót DV Stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmenn kepptu og ánöfnuðu Erlingi
sigurverðlaunin. Það voru þau Atli Gíslason og Grétar Mar Jónsson, Guðný Hrund Karlsdóttir og Björk
Guðjónsdóttir Þeir tveir fyrrnefndu báru sigur úr býtum en bæði liðin voru sammála um að Erlingur væri
best að hundrað þúsund kallinum kominn. Erlingur hefur unnið ötult forvarnastarf á Suðurnesjum sem
sífellt vindur upp á sig. Það voru mjög svo persónulegar ástæður fyrir því að Erlingur fann hjá sér þörf til
starfsins. Hann er sjálfur óvirkur alkóhólisti ásamt því að sonur hans og dóttur hafa glímt við flknina.
„Ég hef nú verið edrú í tvö og hálft
ár. Sonur minn var í neyslu í tíu ár
en hefur nú verið edrú í eitt ár. Dótt-
ir mín leiddist inn á þessa braut líka
en er nú edrú og hefur verið það í
tvö ár." Erlingur segir forvarnastarfi
hafa verið ábótavant í Reykjanesbæ.
Alla eftirmeðferð hafa íbúar á svæð-
inu þurft að sækja til Reykjavíkur. „Ég
fann það á fólki að það latti það til
þess að vinna áfram í sínum málum.
Margir eru aukþess próflausir og eiga
því ekki auðvelt með að skjótast til
Reykjavíkur." Erlingur tók því ráðin í
sínar hendur í góðu samstarfi við SÁA
sem og bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ.
Hann stofnaði forvarnaféíagið Lund
11. júní í fyrra. „Við byrjuðum 3. sept-
ember með fyrstu tímana í ráðgjöf og
í forvarnafræðslu. Þetta var alfarið að
mínu frumkvæði." Fyrir framtakið var
Erlingur kosinn maður ársins 2007
á Suðurnesjum. „Það hefur hjálpað
mér mikið að kynna starfið og sýnir
jafnframt hversu þörfin er mikil."
Mikilvægt að viðurkenna
vandann
Sonur Erlings býr í Reykjavík í dag
og vinnur í gistískýlingu á Þingholts-
stræti. „Þar hlúir hann að rónum
bæjarins." Það kann að skjóta skökku
við að fýrrverandi fíkill vinni innan
um virka fíkla en að sögn Erlings hef-
ur það frekar styrkt hann heldur en
hitt.
Árangurinn af starfi Erlings er
ótvíræður. Það hefur hann meðal
annars fengið staðfest frá SÁA en þar
hefur fólki frá Suðurnesjum fjölgað
síðan Lundur var stofnaður. „Fíkn-
inni fylgir ákveðin skömm og því er
alltaf hvetjandi þegar einhver stígur
fram og viðurkennir vandann."
Verkefnið vindur upp á sig
í byrjun júní flytur starfsemi Lund-
ar í nýtt húsnæði. Erlingur fagnar því
enda getur hann bætt þjónustuna
umtalsvert. „Þetta er búið að vinda
T>
flldlll
...
Erlingur og hópurinn Mikið af
ungum krökkum leggurstarfi Erlings
lið. Flestir þeirra hafa átt við vimuefna
M vanda að stríða, þó ekki allir.
svo mikið upp á sig. Þetta átti ekkert
að verða svona stórt."
Að sögn Erlings skiptir miklu máli
í öllu forvarnastarfi að fólk greini frá
sinni persónulegu reynslu. Það hef-
ur mun meiri áhrif. „Ég er búinn að
skrifa í Víkurfréttur í tæp tvö ár. Þar
hef ég sagt sögu mína og barnanna
minna. Börnin hafa líka komið með
mér í skólana og sagt sögu sína. Fyrir
utan okkur fjölskylduna er stór hóp-
ur af krökkum sem fer í gagnfræði-
skóla og segir sína sögu," segir Er-
lingur. Hópurinn hefur þegar farið í
alla skóla á Suðurlandi og líka eitt-
hvað á höfuðborgarsvæðinu. „Það
vilja alltaf fleiri og fleiri vera með. Við
höfum líka farið í fýrirtæki. Alls stað-
ar þar sem tíu til tuttugu manns eru
erum við tílbúin að tala."
Hugsjónamaður
Erlingur er drifinn áfram af hug-
sjóninni einni saman og enn sem
BROT ÚR BLOGGFÆRSLU ERLINGS JÓNSSONAR.
SKRIFUÐ ÞRIÐJUDAGINN 20. MARS 2007.
Ég er til dæmis einn af þeim sem hafa gert sjálfa sig að
fífli og asna í mörg ár og látið það viðgangast, þannig
hef ég hjálpað syni mínum að sökkva dýpra og verða
veikari og veikari og má bara þakka fyrir að hann skuli
vera á lífi, ef hægt er að kalla það líf sem hann lifir.
Af því að ég kunni ekki og gat ekki tekið rétt á þess-
um málum. Svo meðvirkur og veikur var ég orðinn.
Það er alveg ótrúlegt hvað maður getur verið blind-
ur á sína nánustu. Aðrir sjá þetta og benda manni á
þetta en samt vildi maður ekki trúa því að þetta væri
svona slæmt og hugsaði að þetta færi allt að lagast.
Þvílík heimska og afneitun. Það er sko ekkert grín að
vera meðvirkur aðstandandi og vera jafnvel sjúkur
líka. Maður verður eins og hann, fer að ljúga, afsaka,
koma skilaboðum áleiðis fyrir hann, fara á bak við allt
og alla og vera einfaldlega óheiðarlegur og ómerkileg-
ur. f svona ástandi gleymast oft aðrir sem þarf að hlúa
að og dragast jafnvel inn í þennan vítahring líka. Ef
manni líður ekki illa út af svona löguðu veit ég ekki
hverju manni á að líða illa yfir.
Kveöja Erlingur Jónsson
komið er vinnur hann aðra vinnu
með starfinu. „Þetta er samt orðið
ansi mikið þannig að það er spurn-
ing hvað fer að gerast í þeim efnum."
Að matí Erlings er mikilvægast í
þessu öllu að halda umræðunni á
loftí. Áður en hann fór af stað með
verkefnið var farið í skóla einu sinni
á ári og svo fjaraði umræðan út. „Það
er mjög mikilvægt í þessu öllu saman
að ná til foreldranna. Það eru í raun-
inni aðstandendur sem hjálpa fólki
að vera miklu lengur í neyslu. Þeir
verða svo meðvirldr án þess að gera
sér grein fyrir því
Foreldrar hjálpa fíklum
Sjálfur er Erlingur engin und-
antekning hvað meðvirka aðstand-
endur varðar. „Ég hjálpaði stráknum
mínum að vera mörg ár ( neyslu. Ég
var svo meðvirkur. Ég hjálpaði hon-
um tíl dæmis að borga skuldir sínar,
skudaði honum hingað og þangað og
sótti um vinnu fyrir hann. í rauninni
er þetta aðstoð við að hjálpa fíklum
við að komast undan því sem þeir
þurfa að gera." Erlingur lýsir því að
á meðan virkur fíkill er á heimilinu
er hætt við því að aðrir á heimilinu
gleymist. Þetta er sérstaklega hættu-
legt þegar yngri systkini eiga í hlut.
„Það snýst allt um hinn veika. Hin-
ir gleymast. Þegar svo yngri börnin
komast á unglingsaldurinn og taka
upp fyrsta glasið er hætt við því að
þau dettí sjálf inn í þennan pakka.
Þau eru búin byrgja svo mikið inni."
Foreldrar verða að leita hjálpar
Erlingur segir að fyrsta skref for-
eldra fíkla sé að þeir leití sér sjálfir
hjálpar og fái ráðgjöf um sjúkdóm-
inn. Mikilvægasta reglan er að segja
nei og standa við það. Sumir kjósa að
loka alveg á börnin en það er þó oft-
ast síðasta úrræðið. „Fólk tekur rangt
á sjúkdómnum þar tíl það leitar sér
hjálpar. Þetta er eins og í flugvél. Þar
eiga foreldrar fyrst að setja súrefnis-
grímuna á sjálfa sig og svo á börnin.
Annars geta þeir ekki hjálpað barn-
inu."
Eftir að Erlingur kom sjálfur úr
meðferð fann hann að viðhorf sitt
tíl sonar hans hafði breyst. „Ég kall-
aði hann í kjölfarið á minn fund og
sagði honum hvað var að gerast hjá
mér og hvernig mér liði með þetta
allt saman. Ég sagði honum hreint