Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008 Helgarblaö DV TUGÞUSUNDAl Sparnaður vísitöluQölskyldunnar gæti numið 70 þúsund krónum árlega væri verndartollum og innflutnings- höftum á innfluttu kjúklingakjöti aflétt. Þá er reiknað með því að verslanir skili ágóðanum til neytenda í stað þess að græða sjálfar á breytingunni líkt og sumir óttast. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, varar við afnámi tolla og hafta sem gætu haft í för með sér alvarlegar sýkingar í innfluttu kjöti. TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamaður skrifar: fslenska vísitölufjölskyldan, 2 full- orðnir og 2 börn, gæti sparað sér 45 þúsund krónur á ári væri verndar- tollum og innflutningshöftum aflétt hér á landi. Sá sparnaður miðast við að fjölskyldan keypti ódýrasta kjúkl- inginn sem í boði er, 1 kíló af frosn- um kjúklingabringum, einu sinni í viku. Mánaðarlegur sparnaður þessarar sömu fjölskyldu væri 3.500 krónur. Ef íslenska' vísitölufjölskyldan leyfði sér það að kaupa ferskar kjúkl- ingabringur í stað ffosinna kemur í ljós að verðmunur milli íslands og samanburðarlanda er enn meiri. Væru verndartollar og innflutnings- höft afnumin af kjúklingakjöti hér á landi sparar fjölskyldan mun meira árlega kaupi hún ferskar bringur. Miðað við sömu forsendur, að keypt sé 1 kíló af ferskum bringum á viku, er árlegur sparnaður fjölskyldunnar tæpar 70 þúsund krónur. Mánaðar- legur sparnaður hennar eru rúmar 5 þúsund krónur. Tveir kjúklingakóngar Kjúklingakóngar íslands eru tveir. Annars vegar er það Slátur- félag Suðurlands, SS, í gegnum Reykjagarð og hlutaeign í ísfugli og hins vegar er það Matfúgl sem eru í eigu Mata-fjölskyldunnar svoköll- uðu, sem á sínum tíma var dæmd til sektar fyrir ólögmætt samráð á grænmetismarkaði. Markaðshlut- deild þessara tveggja risa er mik- il og er kjúklingaframleiðslunni líkt meira við iðnaðarstarfsemi en land- búnað. Fákeppni ríkir á kjúklinga- markaðnum og starfa risarnir tveir í skjóli verndartolla og innflutnings- hafta sem leiða til hás verðs á kjúkl- ingi hér á landi. ieyte Olaf Gunnar Ólafúr Haraldsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands, rr fylgjandi því að toll- ar og höft séu afnumin hér á landi, í kjúklingaiðnaði sem og í annarri framleiðslu. Hann segir vemdar- stefnuna bitna á neytendum. A „Verndarstefna á landbúnað- arafurðir kemur sér alltaf illa fyrir neytendur en vel fyr- i ir framleiðendur. Það er bara þannig og það þarf pólitíska ákvörðun um ^ breytingu þar á. Nú- tímakjúklingabú eru verksmiðjur með stærðarhagkvæmni að leiðarljósi. Spurningin um það hversvegnaverið sé að vernda fáa fram- leiðendur er góð og gild. Fjölskylduna munar um þenn- an sparnað og fyrir hana, og neytand- ann almennt, finnst mér að aflétta eigi tollum og höftum," segir Gunnar. Hagsmunir fárra? Finnur Árnason, forstjóri Haga, seg- ir kjúklingafram- leiðslu hér á landi DV FÖSTUDAGINN 17. APRfL. hætta að vera landbún- að. Hann telur að með afléttingu allra hindr- ana við innflutning kjúklings gæti verðið hér á landi lækkað um hefming. „í dag er ver- ÉLi ið að vernda hagsmuni örfárra á kostnað allr- ar þjóðarinnar. Að mínu viti er hið eina skynsamlega í stöðunni að fella niður vernd- ina í kjúklingaframleiðsl- unni til að lækka matarverð heimilanna. Slíkt yrði mik- k il búbót. Núgildandi fyrirkomulag er ekk- ert annað en skatt- lagning á heimil- in, það er ekkert flóknara," segir Finnur. Erna Bjarna- dóttir, hagfræð- ingur Bændasamtaka Islands, er ósam- mála því að verið sé að vernda hags- muni fárra. Hún telur mikilvægt að horfa til þess að verndartollar og innflutningshöft verndi í raun alla kjötframleiðslu í heild sinni. „Við teljum kjúklingaframleiðslu til land- búnaðar líkt og aðra kjötframleiðslu hér á landi. Þó svo að um sé að ræða tvo stóra aðila eru fleiri smærri í þessari framleiðslu sem vinna fyrir þessa stóru. Við viljum ekki sjá að verndin sé afnumin og gefum eng- an afslátt af því. Það er mikilvægt að vernda landbúnaðinn í heild sinni," segir Ema. Óheilbrigður matvæla- markaður Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir heimilin þurfa á slíkum tugþúsunda spamaði á ári, líkt og fram kemur í tilbúnu dæmi vísitölufjölskyldunnar hér að fram- an. Hún segir kominn tíma á að stjórnvöld ræði af fullri alvöru um afnám verndarstefnu í landbúnaði eða upptöku evrunnar til að létta greiðslubyrði heimilanna. „Þetta hlýtur að fara að koma til álita því það er engin spurning að svona sparnaður gæti skipt sköpum. Mat- arinnkaup em vemlega stór þátt- ur í framfærslu heimilisins og allur sparnaður á því sviði hefúr vem- leg áhrif á afkomu fjölskyldunn- ar. Verndarstefna í landbúnaði, á kostnað neytenda, er hápólitísk mál og spurning um verndun íslensks landbúnaðar í heild sinni. Staða heimilanna hefur hins vegar versn- að og sparnaður í matarinnkaupum, til dæmis kjúklingi, gefur fjölskyld- unni tækifæri til að greiða niður aðr- ar skuldir," segirÁsta. Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur Alþýðusambands fslands, tel- ur mun heppilegra fyrir íslenska neytendur að dregið sé úr vernd- artollum og innflutningshöftum og stutt sé við íslenskan landbún- að með öðrum hætti. Hann segir tolla og höft ýta undir fákeppni og hátt matvælaverð. „Ef menn vilja sjá matvælaverð hér á landi nálgast það sem er í nágrannalöndunum þá er alveg ljóst að samkeppni þarf að auka og draga þarf úr tollum og höftum á innflutningi. Staðan á mat- vælamarkaði yrði heilbrigðari í kjöl- farið og mun heppilegri fyrir neyt- endur. Þar sem flestir em sammála um að vemda íslenskan landbúnað mætti auka beina styrki til bænda á móti. Vilji menn hins vegar sætta sig áfram við hátt matvælaverð þá er lít- il ástæða til að hrófla við núverandi kerfi," segir Ólafur Darri. Ráðist á pyngju almennings Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur lengi barist fyrir því að verndartollar og innflutningshöft á kjúklingum séu lögð af. Hann segir verðlagningu á kjúklingi hér á landi einfaldlega ekki ganga upp. „Rökin fyrir því að tollar og höft verndi landbúnaðinn eiga ekki við lengur þegar horft er til kjúklingaframleiðslunnar. Sam- þjöppun hefur átt sér stað og að sjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.