Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008 Helgarblaö DV TUGÞUSUNDAl Sparnaður vísitöluQölskyldunnar gæti numið 70 þúsund krónum árlega væri verndartollum og innflutnings- höftum á innfluttu kjúklingakjöti aflétt. Þá er reiknað með því að verslanir skili ágóðanum til neytenda í stað þess að græða sjálfar á breytingunni líkt og sumir óttast. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, varar við afnámi tolla og hafta sem gætu haft í för með sér alvarlegar sýkingar í innfluttu kjöti. TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamaður skrifar: fslenska vísitölufjölskyldan, 2 full- orðnir og 2 börn, gæti sparað sér 45 þúsund krónur á ári væri verndar- tollum og innflutningshöftum aflétt hér á landi. Sá sparnaður miðast við að fjölskyldan keypti ódýrasta kjúkl- inginn sem í boði er, 1 kíló af frosn- um kjúklingabringum, einu sinni í viku. Mánaðarlegur sparnaður þessarar sömu fjölskyldu væri 3.500 krónur. Ef íslenska' vísitölufjölskyldan leyfði sér það að kaupa ferskar kjúkl- ingabringur í stað ffosinna kemur í ljós að verðmunur milli íslands og samanburðarlanda er enn meiri. Væru verndartollar og innflutnings- höft afnumin af kjúklingakjöti hér á landi sparar fjölskyldan mun meira árlega kaupi hún ferskar bringur. Miðað við sömu forsendur, að keypt sé 1 kíló af ferskum bringum á viku, er árlegur sparnaður fjölskyldunnar tæpar 70 þúsund krónur. Mánaðar- legur sparnaður hennar eru rúmar 5 þúsund krónur. Tveir kjúklingakóngar Kjúklingakóngar íslands eru tveir. Annars vegar er það Slátur- félag Suðurlands, SS, í gegnum Reykjagarð og hlutaeign í ísfugli og hins vegar er það Matfúgl sem eru í eigu Mata-fjölskyldunnar svoköll- uðu, sem á sínum tíma var dæmd til sektar fyrir ólögmætt samráð á grænmetismarkaði. Markaðshlut- deild þessara tveggja risa er mik- il og er kjúklingaframleiðslunni líkt meira við iðnaðarstarfsemi en land- búnað. Fákeppni ríkir á kjúklinga- markaðnum og starfa risarnir tveir í skjóli verndartolla og innflutnings- hafta sem leiða til hás verðs á kjúkl- ingi hér á landi. ieyte Olaf Gunnar Ólafúr Haraldsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar Há- skóla íslands, rr fylgjandi því að toll- ar og höft séu afnumin hér á landi, í kjúklingaiðnaði sem og í annarri framleiðslu. Hann segir vemdar- stefnuna bitna á neytendum. A „Verndarstefna á landbúnað- arafurðir kemur sér alltaf illa fyrir neytendur en vel fyr- i ir framleiðendur. Það er bara þannig og það þarf pólitíska ákvörðun um ^ breytingu þar á. Nú- tímakjúklingabú eru verksmiðjur með stærðarhagkvæmni að leiðarljósi. Spurningin um það hversvegnaverið sé að vernda fáa fram- leiðendur er góð og gild. Fjölskylduna munar um þenn- an sparnað og fyrir hana, og neytand- ann almennt, finnst mér að aflétta eigi tollum og höftum," segir Gunnar. Hagsmunir fárra? Finnur Árnason, forstjóri Haga, seg- ir kjúklingafram- leiðslu hér á landi DV FÖSTUDAGINN 17. APRfL. hætta að vera landbún- að. Hann telur að með afléttingu allra hindr- ana við innflutning kjúklings gæti verðið hér á landi lækkað um hefming. „í dag er ver- ÉLi ið að vernda hagsmuni örfárra á kostnað allr- ar þjóðarinnar. Að mínu viti er hið eina skynsamlega í stöðunni að fella niður vernd- ina í kjúklingaframleiðsl- unni til að lækka matarverð heimilanna. Slíkt yrði mik- k il búbót. Núgildandi fyrirkomulag er ekk- ert annað en skatt- lagning á heimil- in, það er ekkert flóknara," segir Finnur. Erna Bjarna- dóttir, hagfræð- ingur Bændasamtaka Islands, er ósam- mála því að verið sé að vernda hags- muni fárra. Hún telur mikilvægt að horfa til þess að verndartollar og innflutningshöft verndi í raun alla kjötframleiðslu í heild sinni. „Við teljum kjúklingaframleiðslu til land- búnaðar líkt og aðra kjötframleiðslu hér á landi. Þó svo að um sé að ræða tvo stóra aðila eru fleiri smærri í þessari framleiðslu sem vinna fyrir þessa stóru. Við viljum ekki sjá að verndin sé afnumin og gefum eng- an afslátt af því. Það er mikilvægt að vernda landbúnaðinn í heild sinni," segir Ema. Óheilbrigður matvæla- markaður Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna, segir heimilin þurfa á slíkum tugþúsunda spamaði á ári, líkt og fram kemur í tilbúnu dæmi vísitölufjölskyldunnar hér að fram- an. Hún segir kominn tíma á að stjórnvöld ræði af fullri alvöru um afnám verndarstefnu í landbúnaði eða upptöku evrunnar til að létta greiðslubyrði heimilanna. „Þetta hlýtur að fara að koma til álita því það er engin spurning að svona sparnaður gæti skipt sköpum. Mat- arinnkaup em vemlega stór þátt- ur í framfærslu heimilisins og allur sparnaður á því sviði hefúr vem- leg áhrif á afkomu fjölskyldunn- ar. Verndarstefna í landbúnaði, á kostnað neytenda, er hápólitísk mál og spurning um verndun íslensks landbúnaðar í heild sinni. Staða heimilanna hefur hins vegar versn- að og sparnaður í matarinnkaupum, til dæmis kjúklingi, gefur fjölskyld- unni tækifæri til að greiða niður aðr- ar skuldir," segirÁsta. Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur Alþýðusambands fslands, tel- ur mun heppilegra fyrir íslenska neytendur að dregið sé úr vernd- artollum og innflutningshöftum og stutt sé við íslenskan landbún- að með öðrum hætti. Hann segir tolla og höft ýta undir fákeppni og hátt matvælaverð. „Ef menn vilja sjá matvælaverð hér á landi nálgast það sem er í nágrannalöndunum þá er alveg ljóst að samkeppni þarf að auka og draga þarf úr tollum og höftum á innflutningi. Staðan á mat- vælamarkaði yrði heilbrigðari í kjöl- farið og mun heppilegri fyrir neyt- endur. Þar sem flestir em sammála um að vemda íslenskan landbúnað mætti auka beina styrki til bænda á móti. Vilji menn hins vegar sætta sig áfram við hátt matvælaverð þá er lít- il ástæða til að hrófla við núverandi kerfi," segir Ólafur Darri. Ráðist á pyngju almennings Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, hefur lengi barist fyrir því að verndartollar og innflutningshöft á kjúklingum séu lögð af. Hann segir verðlagningu á kjúklingi hér á landi einfaldlega ekki ganga upp. „Rökin fyrir því að tollar og höft verndi landbúnaðinn eiga ekki við lengur þegar horft er til kjúklingaframleiðslunnar. Sam- þjöppun hefur átt sér stað og að sjálf-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.