Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 18. APRfL 2008
Helgarblað PV
STJÓR
AN DSTAÐAN
HAFÐIBETU R
Spennan í hámarki Keppendur i
spurningakeppninni hlusta meö andakt
á spurningalestur Lýös Árnasonar.
STÍíFMMÓl
m
VW W'étl:
Allt ætlaði vitlaust að verða þegar
Rúnar Júlíusson steig óvænt á svið
með Bjartmari Guðlaugssyni á stefnu
móti DV við íbúa á Suðurnesjum á
föstudag. Atli Gíslason og Grétar IVIar
Jónsson unnu spurningakeppni. Verð-
laununum var ánafnað til Erlings
Jónssonar sem heldur úti forvarna- og
meðferðarstarfi í Reykjanesbæ.
Þétt setið Fjöldi fólks var saman
kominn á Ránni í Keflavík á stefnumóti
DV við Suðurnesjamenn.
Lykilatriðið er að vera ekki að beina
grun að þröngum hópi fólks, eins og
hefð er fyrir á sumum fjölmiðlum.
Með því að nafngreina eru öll tví-
mæli tekin af."
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri
DV.is, mætti því næst og kynnti vefiít-
gáfu DV fyrir hópnum. „jafnvel þótt
dagblöð eigi framtíð fyrir sér, eins
og staðan er í dag, er skylda okkar
við lesendur sú að birta nýjustu
fféttir á vefnum, sem verður sífellt
mMvægari dreifingarleið," sagði
Þórarinn.
Bjartmar og Rúnar á sviðinu
f lok kvöldsins tók svo Bjartmar
Guðlaugsson lagið fyrir gesti, sem
fögnuðu ákaft. Öllum að óvörum
steig svo Rúnar Júlíusson á svið
og tók lagið „Ég er ekki alki" með
Bjartmari. Fagnaðarlátum ædaði
varla að linna og gestir hrúguðust
á dansgólfið. Rúnar var heiðurs-
dómari í spurningakeppninni, sem
leidd var af Lýði Árnasyni, lækni frá
Flateyri.
Bjartmar Guðlaugsson hef-
ur verið þátttakandi í stefnumót-
um DV við fólk um land allt í vet-
ur. Stefnumótin eru hluti af aukinni
þjónustu við lesendur blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins. Leiðangur-
inn hófst með sérblaði um Vestfirði
í haust og fjölmennu stefnumóti í
Edinborgarhúsi á ísafirði. Nær jól-
um lá svo leiðin á Austfirðina. Nú
eftir áramótin hafa svo komið út
sérblöð um Norðurland og Suð-
urland. Stefnumótahrinunni lýk-
ur svo með spurningakeppni milli
tveggja stigahæstu liðanna. Þá
verður ein milljón króna í pottin-
um, sem einnig mun renna til góð-
gerðarmála. sigtryggur@dv.is
Lið stjórnarandstöðunnar, skip-
að þeim Grétari Mar Jónssyni og
Atla Gíslayni, rétt marði stjórnar-
lið þeirra Guðnýjar Hrundar Karls-
dóttur og Bjarlár Guðjónsdóttur í
spurningakeppni á stefnumóti DV
við Suðurnesjamenn síðastliðinn
föstudag. Jafnt var á með liðunum
í gegnum keppnina, þrátt fyrir, eða
kannski vegna öflugrar aðstoðar frá
fjölmennum áhorfendaskaranum.’
Verðlaununum, eitt hundrað
þúsund krónum, ber sigurliðinu að
ánafna til góðgerðarmála á svæð-
inu. AUi og Grétar tóku strax þá
ákvörðun, í nafni góðrar samvinnu,
að Guðný Hrund og Björk skyldu fá
að velja verkefni til að styrkja. „Við
höfðum ákveðið að hann Erling-
ur Jónsson, sem barist hefur öml-
lega fyrir meðferðarstarfi hérna í
bænum, skyldi njóta góðs af," sagði
Björk. „Við höfðum einmitt ákveðið
það sama," bætti þá Grétar Mar við.
Forvarnastarf á Reykjanesi
Erlingur Jónsson, sem fær verð-
launaféð að styrk, hefur upp á eig-
in spýtur unnið að forvarnarmálum
á Suðurnesjum. í september í fyrra
hleypti hann af stokkunum göngu-
deildinni Lundi í samstarfi við SÁÁ. í
Lund geta þeir sem glíma við áfeng-
is- og vímuefnavanda komið og sótt
sér ráðgjöf og aðstoð. Þangað geta
einnig óvirkir neytendur sem og að-
standendur leitað.
Styrkurinn kemur sér að líkind-
um vel því Erling dreymir um að
geta aukið umfang starfseminnar.
„Við erum núna með einn dag í viku,
en það er bara ekki nóg. Ég vil vera
með fjölskyldunámskeið, foreldra-
námskeið, batanámskeið, og fleira
en það er einfaldlega ekki hægt
í þessu húsnæði sem við erum í
núna. Við erum að vinna í að fá ann-
að húsnæði sem gæfi okkur meiri
möguleika og ég vonast til að hægt
verði að ganga frá þeim málum
næsta haust. Kostnaðurinn mun þá
aukast með meiri þjónustu en við
lítum meðal annars til rflasins með
að koma til móts við okkur." Erlingur
var valinn maður ársins 2007 af Vík-
urfréttum.
Stefna blaðsins
Áður en spurningakeppnin hófst
stiklaði Reynir Traustason, annar
ristjóra DV, á stóru um ristjórnar-
stefnu DV. Hann ræddi við gesti um
hrakfarir blaðsins í upphafi ársins
2006, þegar lesendur beinlínis höfn-
uðu blaðinu vegna framsemingar
frétta. „Við munum halda áfram að
vera ágengur fréttamiðill en bæði
núna og framvegis munum við allt-
af nálgast viðfangsefni okkar af virð-
ingu," sagði Reynir. Hann var því
næst spurður út í þá stefnu blaðsins
að nafngreina þá sem birtast í frétt-
um blaðsins. „Það er stefna okkar að
nafngreina alla eftir fremsta megni.
Ég er viss um að ég veit það „Hvað átti Morgunblaðið upphaflega að heita,"
spurði Lýður. Svarið barst úr salnum,„Dagblaðið".
Ekkert gefið eftir Bjartmar Guðlaugsson tók nokkur lög að venju. Rúnar
Júlíusson lagði honum lið við frábærar undirtektir.
Dómsvaldið Rúnar JúKusson heiðursdómari og Elín Ragnarsdóttirfara yfir
stigin.
Góður sprettur Atli Gíslason, þingmaður vinstri-grænna, spratt úr sæti sínu og
lét klingja í glasinu í bjölluspurningunum. DV-myndir Sigtryggur