Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008 Fréttír DV SANDKORN ■ lónas Kristjánsson segir fýluna leggja af Kastljósi Ríkissjónvarps- ins. Hefur hann þar til Úiðsjón- ar þá uppljóstrun DV að menn geti fengið liðsinni Kastljóss við að setja upp þætti fyrir sig, til dæmis í tengslumvið árshátíðir. Jónas segist á bloggi sínu trúa mátu- lega þeirri fiillyrðingu Þórhalls Gunnarssonar að þátta- stjómendur myndu aldrei gera þetta fyrir peninga. „Ef Ríkisút- varpið þjónustar einkaaðila á það sjálft að fá borgað fyrir það. Það á hvorki að vera bisniss starfs- manna þáttarins né gjöf þeirra til fyrirtækja úti í bæ. Auðvitað er skítafyla að þessu eins og sumu öðru, sem Kastljós tekur sér fyrir hendur," segir Jónas. ■ Össur Skarphéðsson lætur ekki átök innan Frjálslynda flokksins ffamhjá sér fara. Hann segir Guðjón Arnar for- mann hafa leyst innan- flokksvanda frjálslyndra með því að ráða Magnús Þór Hafsteinsson sem sérlegan aðstoðarmann sinn. Þannig skáki Magnús Þór, sem eitt sinn ætlaði sér formannsstólinn, Kristni H. Gunnarssyni og Jóni Magnús- syni. Að lokum spyr Össur: „Ætli það sé ekki heimsmet að heil áhöfn, þar sem flestir h'ta á sig sem skipstjóraefni, láti beygja sig af léttadreng á dekkinu?" og á þar við Magnús Þór sem brosir sfnu blíðasta. ■ Ögmundur Jónasson líkir á bloggi sínu ríkisstjóminni við I>ymirós. Þau eigi svefn sameig- inlegan. „En Þymirós í ævintýr- inu má hins vegar kallast góðefhún hefur sofið eins fast og ríldsstjómin okkar," segir Ögmund- ur og bætir því við að þó sögupersónur sofi hiklaust í hundrað ár, sé það ekkert sniðugt þegar ríkisstjómir sofa. Hann veltir því fýrir sér hvort Þingvalla- stjómin fái innan skamms nafn- giftina Þymirós. Það geti varla talist sæmdarheiti. „En lýsandi er nafhgifdn um ríkisstjóm sem helst hefur unnið það til afreka að sofa á sínu græna eyra," segir Ögmundur. ■ Það er óneitanlega draumur margra leikara og kvikmynda- gerðarmanna að meika það í Hollywood. Enginn íslenskur leikari hefur enn náð því en leik- stjórar eins og Baltasar Kor- mákur og Friðrik Þór Friðriks- son hafa fengið smjörþefinn af draumaverksmiðjunni. Þá þarf ekki að fjölyrða um framgöngu ffamleiðandans knáa Sigurjóns Sighvatssonar. En lengi er von fýrir íslenska leikara og leikstjóra og gæti fýrirsætan og athaftiakon- an Ásdís Rán verið þar hauk- ur í homi. f eftirminni- legu viðtah við stúlkuna íKasdjósinu í gær upp- ljóstraði hún því nefnilega að hún ættí nokkrakvik- myndafr amleiðendur í Holly- wood að vinum. Ásdís var samt ekki alveg viss hvort hún vildi nýta sér það til að koma sjálfri sér á framfæri í leiklistarbransanum. DV hefur fylgst með átökum í Frjálslynda flokknum síðustu daga. Þær deilur er hér raktar og vöngum er velt yfir fortíðinni. DV spurði þingmenn flokksins hvaða hug þeir bera til tveggja mála, ESB og þjóðkirkjunnar. F/j4ivlyn<Jí M®kkum skattí w9Ur" úr tek rfli jjfii ■ B ■ 8111 ÞINGMENN ÚR ÖLLUM ÁTTUM 2 Styr hefur staðið um Frjálslynda- flokkinn undanfarna daga og vik- ur. Þar geisa mikil átök eins og fram hefur komið í DV í vikunni. A mið- vikudaginn sögðu Valdimar Jóhann- esson og Bárður Halldórsson, tveir af stofnendum flokksins, að mikið ósættí væri um Kristín H. Gunnars- son þingflokksformann. Hann var sagður duglegur að afla sér óvina og að lífsviðhorf hans gengju þvert á stefnu flokksins. Bréf barst DV Olía skvettist á eldinn þegar í ljós kom Jón Magnússon þingmaður veittí Valdimar Jóhannessyni, vara- manni í miðstjórn, aðstoð við að semja spumingar til Guðjóns Am- ars formanns. f spumingunum fólst mikil gagnrýni sem beindist meðal annars að ráðningum innan flokks- ins, kostnaði við aðstoðarmenn þing- manna og ráðstöfun fjármagns sem flokkurinn fær frá ríkinu. Guðjón Arnar sleit miðstjómarfundi í kjöl- far þess að hann fékk fýrirspurnirnar gagnrýnu frá Valdimar. Þó em deildar meiningar um ástæður þess að hann sleit fundinum. Guðjón sjálfur sagði við DV að fundinum hefði verið slitíð vegna þess að hann hefði verið orðinn of langur en vildi að öðm Ieytí ekkert tjá sig um spumingamar sem honum barst fr á Valdimari. Ekkert athugavert við afskiptin Nokkmm dögum eftir umræddan fund bar Valdimar spuringamar und- ir Jón Magnússon, sem breyttí sum- um þeirra en bætti öðmm við. DV fékk bréfið í hendur og birti að hluta til. Jón og Valdimar sögðu í kjölfar- ið ekkert athugavert við það að þing- maðurinn kæmi að svo gagnrýnum spumingum tíl formannsins. Jón sagðist einfaldlega hafa verið beðinn um aðstoð og hana hafi hann veitt, hratt og ömgglega. Kristinn H. Gunnarsson sagði svo í DV á fimmtudag að honum þætti að- koma Jóns að fýrirspumunum ein- kennileg. Honum þótti ummæli í sinn garð ekki svara verð. Hann raktí nokk- ur fúndarmál sem hann hefði ver- ið ósammála Bárði og Valdimar um nýverið. Þau snemst að mest um Fé- lag ungra frjálslyndra og lög þess fé- lags. Einna helst stefnu í útlendinga- málum. Lögunum var nýverið breytt af Jóni Magnússyni og Kristinn sagði að nýju lögin væm betri en gerði þó athugasemdir við það að formanni félagsins væri heimilt að víkja mönn- um úr félaginu ef þeir töluðu ítrekað gegn stefnu þess. Að öðm leyti sagð- ist Kristinn ekld vita hvað gæti vald- ið því að Bárður og Valdimar segðu hann ganga þvert á skoðanir flokks- ins. Hann vildi ekki svara því hvort hann bæri traust til Jóns. Guðjón á gráu svæði Nokkurt ósætti hefur verið með hvernig Guðjón Arnar hefur beitt valdi sínu. Hann opnaði leið fýr- ir Kristin H. á sínum tíma. Um þá ákvörðun em skiptar skoðan- ir í flokknum. Guðjón Arnar nýtur trausts þeirra sem DV ræddi við. Flokksmenn munu styðja hann en sumir setja þann varnagla við, að hann þurfi að gæta sín hvað ráðn- ingar og ráðstöfun fjármags varð- ar. Ef hann hagi sér vel, muni hann njóta stuðnings til áframhaldandi setu. Grétar Mar er einn þeirra sem styður Guðjón heilshugar, enda eru þeir skoðanabræður í flestum mál- um. Magnús Þór styður hann líka, enda nýráðinn aðstoðarmaður for- mannsins. Skiptar skoðanir virð- ast hins vegar um Jón Magnússon. Sumir vilja hann í formanninn en ekki er líklegt að hann muni reyna að velta Guðjóni Arnari úr sessi. Hann virðist þó klár í slaginn, ef eitthvað kemur upp á. Valdimar sagði hann sterkasta þingmann flokksins en greinilegt er að hann nýtur stuðn- ings ákveðins arms innan flokksins. Guðjón hefur líka góðan stuðning, eins og áður sagði en Kristinn nýt- ur vinskapar síns við Guðjón Arnar. Hann mun sitja svo lengi sem Guð- jón. Ólíkur uppruni Það getur varla talist undarlegt að sldptar skoðanir séu í Frjálslynda- flokknum. Þingmenn flokksins eru af mjög ólíkum uppruna. Grétar Mar kemur úr Alþýðuflokknum gamla en Kristínn var upphaflega í Alþýðu- bandalaginu. Þaðan fór hann í Fram- sóknarflokkinn áður hann gekk til liðs við frjálslynda. Jón Magnússon var í Sjálfstæðisflokknum framan af sínum pólitíska ferli. Hann hætti þeg- ar Davíð varð formaður og stoftiaði Nýtt afl árið 2003. Gekk svo til liðs við Frjálslyndaflokkinn, eins og Nýtt afl ( heild sinni. Guðjón Amar gekk tíl liðs við Frjálslynda flokldnn árið 1999 en hafði þar áður verið varaþingmað- ur Sjálfstæðisflokksins. Þetta eru því ólíkir menn úr ólíkum áttum. DV kannaði hug þingmanna Frjálslynda fiokksins gagnvart tveimur stórum málum; ESB og þjóðkirkjunni. GRÉTAR MAR JÓNSSON ESB: Er tilbúinn að skoða aðild aö ESB ef það er tryggt að eignarhald á auðlindum þjóðarinnar veröi áfram ( eigu hennar. Þjóðkirkjan: Vill aðskilnað ríkis og klrkju.Teiur þjóðkirkjuna hafa brugðist almenningi á fslandi vegna aðgeröaleysis gagnvart mannrétt- indabrotum í formi ólöglegs fiskveiðistjórnunarkerfis. KRISTINN H. GUNNARSSON ESB: Er ekki hlynntur þvl aö ganga I ESB. Segir að fsland verðl að fá allt forræði með fiskistofnum og öðrum sameigínlegum auðlindum. Þjóðkirkjan: Ekki áhugamaður um aðskilnað ríkls og kirkju en vill jafnræði milli trúarhópa. JÓN MAGNÚSSON ESB: Vill kanna hvað er I boöi en vill ekki segja já nema hagsmunir íslands verði tryggðir. Seglr ESB hafa verið að breystasttil hlns verra. Þjóðkírkjan: Vill ekki aðskilja rlki og kirkju og segir þetta fyrirkomulag hafa reynst vel. GUÐJÓN A. KRISTJANSSON Y.':' ESB: Finnst óvariegt að segja að ínnganga bjargi efnahag þjóðarinnar og segir að markmið (slands þurfi að liggja fyrir áður en sótt er um. Segir að við þurfum að laga til heíma fyrst. Þjóðkirkjan: Er hlynntur aðskllnaði rfkis og kirkju. BALDUR GUÐMUNDSSON bladamaöur skrifar baldur^ dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.