Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Blaðsíða 9
PV HelgarblaB FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008 9 „Þetta minnir á sögu úr Andrésarblaði þar sem Jóakim Aðalönd lætur jarðýturýta peninga- stöflunum tilhliðartil hinna og þessara." spurningu um tíma hvenær bank- amir leggjast á hliðina. í viðtali við danska blaðið Berl- ingske Tidende nýverið sagði Ingi- björgSólrúnGísladóttirutanríkisráð- herra að íslensku viðskiptabankarnir ættu stuðning ríkisstjómarinnar vís- an ef illa færi. Þannigyrði leitað í sjóði ríkisins sem skattar hins almenna launamanns fylla til að bjarga þeim ríku. Vilhjálmi Bjarnasyni finnst það hrein firra nema ef til kæmu ríkir al- mannahagsmunir. Hann bendir á að bankarnir voru á sínum tíma seldir á góðum kjömm. Þar með ætíaði ríkissjóður að losa sig við þessa sömu banka og græða peninga í leið- inni. Nú virð- ist það hins vegar raun- hæfur möguleiki að fólkið í landinu borgi fyrir tap auð- manna sem hafa nán- ast leikið sér verðbréfamörk- uðum. Bjarni Ármannsson gæti staðgreitt 90 Range Rover jeppa fyrir andvirði starfsloka- samningsins við Glitni. Starfslokasamningar út úr kortinu Þorsteinn Már Bald- vinsson, stjórnarformaður líÉSfeí: i Glitnis, lét það verða sitt fyrsta verk eftir að hann tók við í ársbyrjun að leggja fram tillögu um stórfellda lækkun þóknunar til stjórnar- og varastjórnarmanna bankans. Hann hefur verið tals- maður þess að láta af þeim of- urlaunum sem þótt hafa sjálf- sögð hjá forkólf- um bankanna. Starfsloka- samningur Franks O. Reiter var til umfjöll- unar í Morgunblaðinu í gær. Þar lýsti Þorsteinn því yfir að slíkir samn- ingar væru hluti af því rugli sem viðgengist hefði en Frank hætti í framkvæmda- stjórn bankans sfðasta haust. Vtíhjálmur Bjarnason tekur í sama streng. „Ég er algjörlega sam- mála Þorsteini. Þetta er bara hluti af ruglinu." Aðspurður hvort hann telji aðra bankamenn feta í fótspor Þor- steins Más segir Vilhjálmur erf- itt að svara því. Hann bend- Laun forstjóra hækkuðu um 15,1 prósent á síðasta ári. FORSTJÓRALAUN HÆKKAMEIRA Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands hækkuðu laun forstjóra um 15,1 prósent í fyrra en laun almenns verkafólks um 9,6 prósent. í fyrradag birti Hagstofan niðurstöður launakönnunar þar sem kom meðal annars fram að meðalheildarlaun væru 368 þúsund krónur á mánuði. Hækkuðu meðalheildarlaun um 10,5 prósent yfir árið. Forstjóralaun voru rétt rúmar 1,3 milljónir laóna á mánuði, að með- töldum óreglulegum greiðslum, miðað við að heildarlaun verkafólks voru í kringum 285 þúsund krónur á mánuði. Iðnaðarmenn hækkuðu minnst á árinu, eða um 7,6 prósent. ir hins vegar á að stjórnarformaður Kaupþings hafi bent á að það væri veikleikamerki að lækka laun. „Ég veit ekki hvernig hann ætíar þá að lækka kostnaðinn. Mér er beinlín- is kunnugt um að fjármálastofnanir eru í kosmaðaraðhaldi núna. Það er verið að herða ólina," segir Vilhjálm- ur. Máli sínu til stuðnings rifjar hann upp skemmtiferð fyrir viðskiptavini Landsbankans til Mílanó hér um árið: „Það fer enginn í svona ferðir núna. Viðskiptavinir Landsbankans hafa engra hagsmuna að gæta í Mílanó." Lárus Welding hefur hins vegar fýlgt formanni sínum hjá Glitni og ákvað nýverið að lækka laun sín um helming. Þau voru áður um 5,5 millj- ónir á mánuði en nú tæpar 2,8. Þorsteinn Már Baldvinsson, Lárus Welding og Bjami Ármannsson svör- uðu ekki skilaboðum blaðamanns við vinnslu fréttarinnar. Mikils metnir stjórnendur Glitnir borgaði stjórunum þremur 1700 milljónir fyrir að byrja og hætta. Það jafngildir árslaunum 800 verkakvenna. Verkakona hefði þurft að byrja að vinna á dögum Snorra Sturlusonar og vinna til dagsins I dag til að hafa þessa upphæð í laun. Þorvaldur Gylfason segir tvær skýringar liggja til grundvallar vaxandi muns á tekjum íslendinga: MISSKIPTINGIN EYKSTÓDUM Að mati Þorvalds Gylfasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Islands, hefur misskipting auðs aukist gríðarlega frá árinu 1993 til ársins 2006. Ef miðað er við svo- kallaðan Gini-stuðul, sem notað- ur er til þess að mæla misskipt- ingu tekna, hefur hann hækkað úr 21 stigum í 37, eða um eitt stig að meðaltali á ári hverju. 1 þessu sam- bandi er miðað við ráðstöfunar- tekjur hjóna. Þá er vísað til heild- artekna þeirra og bótagreiðslna að ffádregnum sköttum og opinber- um greiðslum. Gini-stuðullinn nær allt frá núlli upp I hundrað. Þar sem hann er núll er fullkominn jöfnuður og allir hafa sömu tekjur. Þar sem hann er hundrað er aftur á móti fullkominn ójöfrtuður þar sem einn aðili fær allar tekjumar. Tvær skýringar Þorvaldur nefnir tvær skýring- ar sem geti legið til grundvallar því að misskipting tekna hefur aukist svo mjög á íslandi. Annars vegar sé þar kvótakerfið og hins vegar hnatt- væðing undangenginna ára. Þorvaldur vandar íslenskum stjómvöldum ekki kveðjurnar og segir spillinguna og græðgina hafa undið svo upp á sig að stjórnmála- menn hafi farið að skammta sjálf- um sér auð og embætti langt út fyr- ir áður viðurkennd velsæmismörk, meðal annars þegar ffarn- sóknarmenn slógu eign sinni á Búnaðarbank- ann og formaður Sjálf- stæðisflokksins tók sæti í bankastjóm Seðlabanka íslands. Þorvaldur segir þessa auknu misskiptingu hafa verið skipu lagða aðgerð rflc- isstjómar Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Ríkisstjómin hafi létt af skattbyrði hátekjufólks með því að lækka fjármagnstekjuskatta langt niður fyrir skatta af vinnutekj- um. Mesta tekjuskiptingin á Norðurlöndum Ef miðað er við Gini-stuðul eins og Hagstofa íslands reiknar hann út er hann 26. í útreikningum Hag- stofunnar er tekið mið af öllum heimilistekjum, en þar eru fjármagnstekjur aftur á móti ekki inni í reikningnum. Er því hagnaður vegna sölu á hlutabréfum og fleim því ekki inni í þessum töl- um Hagstofunnar, en hún fylgir þar með þeim lífs- kjararannsóknum sem gerðar em í öðmm löndum. Samkvæmt þessu trón- ir ísland á toppnum r< meðal Norðurlanda ef litið er til tekjuskiptingar ásamt Finnlandi. Meðaltal innan Evrópusambands- ins er svo í kringum 30 stig. Næst á eftir Islandi eru lönd á borð við Frakkland, Belgíu og Lúxemborg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.