Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 18. APR(L 2008 Helgarblað DV í fjölmiðlum er yfirleitt bara talað um fátækt á íslandi fyrir jólin. En það hlýtur að vera jafnsárt að vera svang- ur og allslaus á öðrum árstímum. Er nokkuð betra að vera fátækur í apr- íl en í desember? Vilborg gagnrýn- ir að fjölmiðlar fjalli bara um fátækt fyrir jól og fyrir kosningar. „Og þá er alltaf verið að leita að blóraböggli, einhverjum einum sem hægt er að kenna um vandann. En fátækt er margslungið mál og það þarf þver- pólitíska samstöðu til að leysa vanda þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurft- um." Hjálparstarf kirkjunnar er til húsa í nýbyggingu við Grensáskirkju. Vilborg Oddsdóttir sér um innan- landsstarfið og tekur á móti fátæku fólki í opnu húsi á miðvikudögum og fimmtudögum ffá klukkan 13 til 16. Hve margir leita til Hjálparstarfs- ins á mánuði? „Sumir koma tvisvar að meðal- tali á mánuði til að fá mat og fjár- hagsaðstoð til að leysa út fyf. Flestir koma þrisvar til fjórum sinnum á ári en örfáir koma oftar og þá er gerð- ur samingur við viðkomandi. En að jafnaði koma hundrað og áttatíu til tvö hundruð einstaklingar hingað á mánuði. Það getur verið erfitt að horfa upp á aðstæður fátækra en fé- lagsráðgjafanámið og starfsreynslan kennir manni að vera ekki meðvirk- Skuldugir menn sem stinga af „Þó eru einstök mál sem snerta mann meira en önnur og gera mig líka reiða. Til dæmis þegar hingað koma konur sem karlar hafa svik- ið og platað og þær sitja einar uppi með börnin og miklar skuldir. í sum- um tilvikum eru þetta erlendar kon- ur sem giftst hafa Islendingi. Mað- urinn hefur safnað skuldum, verið með illa statt fyrirtæki og stingur svo bara af til útíanda. Þar sem þau eru gift sitja þær einar uppi með börn- in, ábyrgðina og allar skuldirnar. Þá eru sjálfkrafa tekin sjötíu og fimm prósent af launum þeirra í skatta- skuldir og aðrar skuldir horfna eigin- mannsins. Þær leita svo hingað þeg- ar þær eru komnar í þrot. Það fýrsta sem er gert er að reyna að hafa upp á eiginmönnunum. Og svo sækja þær um skilnað en það tekur langan tíma og á meðan þurfa þær að borga. Svo eru líka dæmi um íslenskar kon- ur sem heillast af íslenskum mönn- um og telja sig hafa fundið stóru ást- ina. Þeir eru með mikil áform um „business" og virkja þær með sér. Þær verða þátttakendur í skýjaborg- unum með þeim og eru gjarnan titl- aðar framkvæmdastjórar fyrirtæk- isins og gangast í ábyrgðir. Svo taka þeir fjármagn til sín og láta sig hverfa en þær sitja uppi með skuldimar. Fyrir þessar konur hefði verið betra að giftast mönnunum. Oft em þetta heillandi menn sem em meistara/ í að leita að konum með einhverjar brotalamir. Þeir fara gjarnan á milli kvenna og svíkja þær svona fjárhagslega." Sumir hafa ekkert fjölskyldu- net Vilborg leggur áherslu á að tíl Hjálparstarfsins leití alls ekki bara fólk sem er í drykkju, neyslu eða býr við örorku. „Sumar einstæðar mæð- ur sem hingað leita hafa ekkert fjöl- skyldunet. Það hafa ekki allir aðgang að fjölskyldu sinni. Og svo em aðr- ar sem geta ekki endalaust grátið út pening af fjölskyldunni. Fólk vill líka halda andlitínu gagnvart ættingjum. Sumir sem hingað koma hreyta í mann ónomm og snúa við. En það er vörn. Þetta em erfið spor fyrir fólk. Ég sé fólk oft ganga fram og til baka hérna útí áður en það kemur sér að því að sækja um hjálp. En við reynum að taka vel á móti fólki. Hingað á ekki að vera vont að koma." En hvað um þann orðróm að sumir komi á fínum bílum og sceki umfjárhags- og mataraðstoð? „Það kom fyrir hér áður með- an hægt var að fá bílalán án þess að greiða nokkra útborgun, slíkt gekk í hálft ár áður en kom að skuldadög- um. Það er til fólk sem svífst einskis. En stundum er fólki líka skutíað hing- að af ættingjum eða kunningjum sem á ágæta bíla. Þá verður að hafa í huga að það getur verið erfitt að biðja allt- af fjölskyldu eða vini um mat og fjár- hagsaðstoð. Fólki finnst það leggjast lægra að biðja ættingja um mat held- ur en til dæmis að þiggja gallabuxur á börnin eða að þiggja að fara í frí með fjölskyldunni." Unglingar sem detta úr skóla „En ég hef dregið úr matargjöf- um hér því það eru tveir aðrir aðil- ar sem sjá um slíkt. Við reynum hins vegar að gera ýmislegt fyrirbyggj- andi. Erum til dæmis með „Fram- tíðarsjóðinn" en úr þeim sjóði get- ur fólk, sextán til tuttugu og eins árs sem kemur úr efnaminni fjöl- skyldum, fengið styrk til að borga skólagjöld, skólabækur, gleraugu og fleira. Það eru því miður sumir unglingar í þeirri aðstöðu að þurfa að vinna með skólanum og borga heim af sínum litlu tekjum. Það eru dæmi um þrjár til fjórar kynslóðir þar sem enginn hefur lokið grunn- skólanámi. Hingað hafa komið amma, mamma og dóttir sem hafa ekki lokið neinu námi. Það er ekki nein hefð fyrir menntun í sumum fjölskyldun. Og það er mikilvægt að krakkar þurfi ekki að flosna upp úr námi vegna fátæktar. Við viljum brjóta upp slíkan vítahring. Þar get- ur „Framtíðarsjóður" hjálpað." Við verðum rík þjóð af góðri menntun. Og það er í raun hægt að byrja að aðstoða fjölskyldur miklu fyrr. Strax í leikskóla sjá kennararnir hverjir eru í hættu að flosna upp úr skóla snemma. Þá þarf að koma inn með ráðgjöf og aðstoð. Og svo þarf að skrúfa fyrir þessa miklu vinnu unglinga með námi. Bankar eru farnir að hafa samband við átján ára unglinga og bjóða þeim fimmtíu þúsund króna yfirdrátt án þess að það þurfi samþykki foreldra. Og það þarf enga ábyrgðarmenn þegar átján ára unglingum bjóðast bílalán. Krakkamir verða stundum mjög skuldugir meðan þeir eru enn í námi og hætta svo í skóla vegna mik- illa skulda. Þetta hefur afleiðingar því í kreppu falla þeir ómenntuðu fyrst- ir út af vinnumarkaði. Við hugsum of lítið fyrirbyggjandi í þessu landi. Bankarnir eru líka æstir að ná til sín unga fólkinu. Þeir fara inn í íþróttafé- lögin með sport-kort, gefa töskur og ýta þessu að unglingum." Bankar með fólk í gíslingu „Það er algengt að bankarnir hafi skjólstæðinga okkar í gíslingu. Þeir buðu hér fyrir nokkrum árum upp á Visa, veltuk'ort, yfirdrátt, raðgreiðslur og fleira og fleira. Þjónustufulltrúar veittu fólki endalaus lán. Svo klipptu bankarnir á þetta án aðlögunar. Visa- kortið var klippt í sundur og lokað á allt! En bankarnir taka sitt. Stórhluti af lágum launum og örorkubómm fer í að borga vextí og fyrir þjónustu bankanna. Margt fólk á því ekki fyrir mat og kemur í neyð sinni til okkar. Annað dæmi um fyrirbyggjandi aðstoð er að við erum í samstarfi við Ráðgjafarstofu um fjármál heimil- anna og fáum send þaðan mál þar sem við getum komið inn og breytt miklu. Það er tíl dæmis fólk sem er við það að missa húsnæði, sem það þó á sjálft, og það vantar eitthvað að- eins upp á að því takist að halda hús- næðinu. Við höfum komið þar inn og hjálpað fólki að halda húsnæð- inu. Þetta er fyrirbyggjandi því þá þarf fólkið ekki að verða okkar skjól- stæðingar í framtíðinni. Húsnæðis- málin spila gríðarlega stóra rullu í fá- tækt fólks." Sem fyrr segir er oft fjallað um fá- tæka fyrir jólin. Og ástæðan fyrir ✓ÉK'. því hve jólaaðstoð hjálparsamtaka er mikilvæg er að þeir sem þangað leita hafa engan aðgang að greiðslukort- um. „Skjólstæðingar okkar geta ekki frestað því að greiða fyrir jólin, eins og við hin gerum með því að borga jólareikningana í febrúar," segir Vil- borg. En verður hún mjög vör við aukn- ar þrengingar hjá fólki núna í efna- hagslegri niðursveiflu þjóðfélagsins? „Skjólstæðingar okkar hafa fyrir löngu fundið fyrir þrengingunum. Hækkun húsnæðisverðs og hærra matarverð skiptir lágtekjufólk öllu máli og það er langt síðan það hækk- aði verulega. Húsaleigan er orðin svo há og láglaunafólk hefur ekki mögu- leika á að kaupa sér íbúð. Hingað kemur tíi dæmis ófaglært fólk sem vinnur á leikskóla allan daginn en á ekki fyrir húsaleigu í byrjun mán- aðar. Venjulegar íbúðir eru oft leigð- ar út á hundrað og fjörutíu þúsund á mánuði og ég sé dæmi þess að hús- næðisvandinn brýtur upp fjölskyld- ur. Einstæð móðir getur tíl dæmis þurft að láta börnin ffá sér til pabb- ans eða tímabundið til afa og ömmu svo börnin þurfi ekki að vera á hrak- hólum í herbergiskytru með móður sinni." Leigumarkaður sökudólgurinn „Leigumarkaðurinn er einn af sökudólgunum þegar við skoðum ástæður fátæktar. Hér þarf að vera almennilegur leigumarkaður eins og Búseti var hugsaður upphaf- lega. Þegar lítil íbúð kostar tuttugu og fimm milljónir er tíu prósenta búsetaréttur of stór biti fyrir okkar skjólstæðinga að borga. Jóhanna Sigurðardóttir varaði við því á sín- um tíma þegar viðbótarlánin voru lögð niður í félagslega húsnæðis- kerfinu. Hér þarf að vera valmögu- leiki að leigja öruggt húsnæði og það þarf líka öflugt félagslegt hús- næðiskerfi. Eins og staðan er í dag getur fólk á lægstu launum, þótt það vinni aukavinnu um helgar, ekki eign- ast sitt eigið húsnæði. Þetta geng- ur ekki svona. En við eigum að læra af reynslunni og getum til dæmis lært af mistökunum í Breiðholtinu eins og það var skipulagt. Félagslegt húsnæði á að vera víða um borgina og fólk á sjálft að geta valið hvar það býr." Fátækir karlmenn Hvernig eru aðstœður karlmanna sem erufátcekir án þess að neyslu sé um að kenna? „Það eru dæmi um menn sem hafa misst heilsuna og erfiðleikar hafa leitt til skilnaðar. Sumir hafa unnið sjálfstætt og ekki greitt í lífeyr- issjóði. Þá hafa þeir jafnvel aðeins efni á því að leigja kjallaraherbergi. Þeir skammast sín fyrir aðstæður sínar og forðast að bjóða börnunum sínum og ættingjum í heimsókn. Þeir hafa ekki einu sinni eldhús og geta ekki boðið upp á neitt. Þar með missa þeir tengslin og verða ein- mana. Karlmenn eru yfirleitt mun veikari félagslega en konur. Það eru oftar konurnar sem sækja um skiln- að og pluma sig betur félagslega, halda í vina- og ijölskyldutengslin. En karlmaður á leigumarkaði, sem hefur lítið eða ekkert annað en ör- orkubætur eða ellilaun, getur upp- lifað mikla skömm og fátækt. Leiga á einu herbergi getur verið tugir þús- unda á mánuði. En ég hef líka séð þá vaxa og blómstra ef þeir komast í íbúð hjá Félagsþjónustu Reykjavík- ur. Þeir rétta úr sér þegar þeir geta eldað sér mat og boðið fólki heim til sín. Húsnæðismálin skipta svo miklu máli," áréttar Vilborg. Dýrt að vera veikur Annar hópur fólks sem leitar að- stoðar Hjálparstarfs kirkjunnar er sjúklingar. „Það er eins og heilbrigðiskerfið beri enga ábyrgð á verst setta fólk- inu. Fólk sem á hvergi heima er jafnvel útskrifað af bráðamóttöku á götuna. Ég þekki þess dæmi að fólk í alvarlegum geðhvörfum hefur verið útskrifað með lyfseðil upp á vasann þó vitað væri að það hefði ekki efni á að leysa út lyfin. Og fólk sem hef- ur í engin hús að venda hefur verið útskrifað á götuna eftir hjartaþræð- ingu. Svo hafa lyf hækkað og farið er að rukka fyrirýmsa þjónustu sjúkra- húsanna. MS-sjúklingar þurfa nú að fara í göngudeildarmeðferð og borga ellefu hundruð krónur fyrir skiptið. Langt leiddir MS-sjúkling- ar eiga ekki möguleika á að vinna og hafa ekki mikla tekjumöguleika. Við fáum hingað fólk sem getur ekki greitt fyrir hjartalyfin sín. Hingað kom maður með Parkinsons-veiki sem gat ekki greitt fyrir tíu þúsund króna lyf. Og fátækt fólk sem lendir á bráðamóttöku kemur hingað með gíróseðla fyrir sjúkrahúskosmaðin- um sem það getur ekki greitt." Vil- borgu er greinilega mikið niðri fyrir. Og svo eru það börnin. Fátæk börn „Við höfum haft hér á landi fjöl- skyldupólitík sem er gott mál, en þær fjölskyldur sem verst eru sett- ar geta ekki tekið þátt í þessu. Má þar nefna heitar máltíðir í skólan- um, heilsdagsskóla og aðstoð við heimanám. Það geta ekki allir nýtt sér þetta og því er munurinn milli „okkar" og „hinna" að aukast. Ef fólk á lægstu launum eða örorkubótum leitar aðstoðar félagsþjónustu hefur það ekki rétt á fjárhagsaðstoð vegna til dæmis skólamáltíðanna þar sem það hefur tekjur yfir viðmiðunar- mörkum sem í dag eru um níutíu og níu þúsund krónur. Og við hjá Hjálparstofnun kirkj- unnar aðstoðum ekki við þetta því við erum ekki félagsþjónusta. Sveit- arfélögin eiga að sjá um grunnþjón- ustuna, húsaleigu, skólamáltíðir og slíkt. En sumar konur lenda í víta- hring. Ef þær eru án menntunar, á lægstu launum með þrjú til fjögur börn borgar sig ekki að fara út að vinna því þær þurfa að greiða fyr- ir strætó og barnapössun og hafa þannig minna úr að spila en ef þær eru heima á bótum. Þær ætía sér að hafa þetta tímabundið en festast í einangrun og treysta sér svo ekki tíl að fara út í samfélagið aftur. Þetta hefur áhrif á börnin á margan hátt. íslenskt samfélag er ekki nógu gott í að bregðast við með öflugri endur- menntun til að koma þessum kon- um fyrr út á vinnumarkað aftur. Alvöru fátækt fólk á ekki fyr- ir grunnþörfum og þegar ísskápur bilar eru ekki til aurar fyrir viðgerð. Þegar börnin þurfa nýja skó er ekki til fyrir þeim. Hvernig á þetta fólk að borga fyrir tannlæknaþjónustu eða tannréttingar barna eða fyrir gleraugu eða heyrnartæki? Og svo hringja einstæðar mæður í okkur í öngum sínum þegar barnið kem- ur heim með miða í skólatöskunni SIGRlÐUR ARNARDÓTTIR sirryarnar@gmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.