Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008 Helgarblað PV Lögfræðingur Davíð Oddsson aðalbankastjóri er lögfræöimenntaður og var skipaður bankastjóri eftir að hann hætti í pólitíkinni. TRAUSTI HAFSTEINSSON bladamadui skrifai: trausti&dv.is Aðeins helmingur æðstu stjórn- enda Seðlabanka fslands er sér- menntaður í hagfræði. Af þeim tíu stjórnendum, bankastjórum og bankaráðsmönnum, eru fimm þeirra með hagfræðibakgrunn en aðrir eru iögfræðingar, stjórn- málafræðingar eða fyrrverandi þingmenn eða ráðherrar. Aðal- bankastjórinn er lögfræðingur og formaður bankaráðs er fyrrverandi ráðherra. Bankastjórar og bankaráðs- menn Seðlabankans eru allir póli- tískt skipaðir. Bankaráð er kjörið af Alþingi og bankastjórana þrjá skip- ar forsætisráðherra. Seðlabankinn fellur undir forsætisráðherra og sjö manna bankaráð sem hefur eftir- lit með starfsemi bankans. Banka- ráðið kýs formann og varaformann úr sínum hópi. Bankastjórnin hef- ur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öll- um málum hans, svo sem stefnu í peningamálum. Bankastjórn hef- ur náið samráð við bankaráð um stefnumörkun og ákvarðanir í mik- ilvægum málum. Falleinkunn Að mati 20 þjóðþekktra álits- gjafa og sérfræðinga sem DV Ieit- aði til sleppur ríkisstjórnin rétt við fall á prófinu í efnahagsstjórn landsins. Stjórnin hlaut 5,5 í með- aleinkunn. Seðlabankinn féll hins vegar á þessu sama prófi efna- hagsstjórnunar með 4,5 í meðal- einkunn. Aðferðafræði bankans er sögð gagnslaus og bankastjórnin talin aðhlátursefni í útíöndum fyr- ir getuleysi sitt. Guðmundur Ólafs- son, lektor í hagræði við Háskólann á Bifröst, bendir á að erlendis sé fullyrt að efnahagslífið í Kasakstan sé betra en á Islandi. „Það er hlegið að okkur úti um allan heim fyrir óstjórn í efnahags- málum og vanhæfa stjórn Seðla- bankans. Erlendir blaðamenn hafa líkt lslandi við Kasakstan með tilvísan ( vinsæla kvikmynd um skoppersónuna Borat. Sagt er að efnahagslíf okkar sé verra heldur en í Kasakstan," sagði Guðmundur í samtali við DV nýverið. Ekkert kjaftvit „Það er í verkahring Seðlabankans að sjá um krón- hlutverk Seðlabankans að koma í veg fyrir að hægt sé að stunda vog- unarviðskiptí sem hafi alvarlegar afleiðingar á efnahag landsins. Það hefur ekki þurft neina utanaðkom- andi illvirkja í þessu máli heldur er ábyrgðin hjá bankanum. Síðan botna stjórnendurnir ekkert í því þegar verið er að gera grín að okk- ur. Það er eiginlega bara fyndið að fylgjast með þessu. Það verður að segjast alveg eins og er að bankinn hefur staðið sig alveg skelfilega. Að bankinn skyldi ekkert bregðast við afglöpum íýrri ríkisstjórnar er eitt mesta tjón frá upphafi í íslensku efnahagslífi að mínu mati. Seðla- bankinn hefur algjörlega brugðist og þar ríkir óstjórn undir forystu vanhæfra flokksdindla," bætir Guð- mundurvið. Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla íslands, seg- ir alveg ljóst að stjórnendur Seðla- banka Ísíands verði að vera reynd- ir kunnáttumenn í efnahagsmálum og hafi til þess haldgóða menntun. Hann segir kjaftvit um efnahags- mál, eftir áralangt stjórnmálavafst- ur, ekki duga til að stýra bankan- um. Honum finnst vel menntaðir stjórnendur jafnsjálfsagðir og að vel menntaðir og reyndir flugstjór- ar stýri farþegaflugvélum. „Seðla- bankastjórinn þarf að lifa og hrær- ast í efnahagsmálum og helst að vera hagffæðingur ffam í fingur- góma," segir Þorvaldur. Hann telur starfsreynslu forsætisráðherra ekki henta vel til stjórnunar Seðlabank- ans enda tíðkist það varla nokkurs staðar á byggðu bóli. Takmörkuð völd „Seðlabankastjóri, sem hefur alið allan sinn aldur í pólitík og kann ekki hagfræði, er eins og peysufatakona undir stýri í breiðþotu: hvaða farþegi með fullu viti myndi stíga um borð í slíka vél? f flugheiminum þætti sú málsvörn ekki mikils virði, að yfirflugfreyj- an viti, hvar neyðarbylgjuna er að finna á talstöðinni í stjórnklefan- um. Það þætti ekki heldur góð lat- ína að leyfa afdönkuðum stjórn- málamanni í hvítum sloppi að stjórna skurðaðgerð í trausti þess, að hjúkrunarfólkið viti, hvar miltað er og brisið," bætir Þorvaldur við. Lilja Mósesdóttir, prófess- or í hagfræði, tel- ur stýri- vaxtahækkanir Seðlabankans fram til IffiPy ^ þessa ekki hafa verið Sffjr réttar og stöðu bank- ans vera veika í dag. Hún segir bankann hafa of takmörkuð lagaleg völd þeg- ar fjárhagserfiðleikar steðja að. „Vaxtahækkanirnar eru ekki nógu áhrifamiklar til að draga úr kostn- aðarverðbólgu sem stafar meðal annars af verðhækkunum erlendis og gengisfalli krónunnar. Mér finnst vanta fræðilega umræðu meðal sérfræðinga, um þær efnahagsað- stæður sem við búum við í dag og tæki Seðlabankans til að bregð- ast við, og sakna ég umræðunnar nokkuð. Ég bíð enn eftir aðgerð- um ríkisstjómarinnar því laga- lega hefur bankinn afar takmörkuð völd," segir I.ilja. Falleinkunn 20 álitsgjafar DV gáfu Seðlabankanum falleinkunn á dögunum fyrir frammistöðu sína í efnahagsstjórn landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.