Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008 Helgarblaö DV „Seðlabankastjórí, sem hefuralið allan sinn aldur í pólitík og kann ekki hagfræði, er eins og peysufatakona undir stýri í breiðþotu: hvaða farþegi með fullu viti myndi stíga um borð í slíka vél?" mikið meira innsæi og þekkingu en áður var því íslenska hagkerfið var miklu lokaðra fyrir áratug síð- an. Tímarnir eru breyttir og þess vegna þarf mjög mikla sérþekk- ingu til að stýra efnahagslífinu," segir Lilja. MERVYN ALLISTER KING AÐALBANKASTJÓRI ■ Doktor í hagfræði frá Cambridge og Harvard. RACHEL LOMAX SEÐLABANKASTJÓRI ■ Meistaragráða í hagfræði. getað gert eitthvað sem þeir vildu. Mér finnst við alls ekki komin nógu langt í umræðunni til að skera úr um hvort stjórnendurn- ir séu vanhæfir eða ekki," segir Lilja. Þorvaldur er sammála því að störf stjórnenda Seðlabanka Is- lands krefjist mikillar og traustr- ar þekkingar á hagfræði og efna- hagsmálaum. „Á okkar dögum krefjast stjórnunarstörf bankans mikillar og traustrar þekkingar, þess konar þekkingar, sem menn hafa yfirleitt engin tök á að afla sér nema með ströngu námi og starfi á þeim vettvangi. Það er engin til- viljun, að vel menntaðir og reynd- ir hagfræðingar stýra flestum seðlabönkum heims. Þess vegna eru ítrekaðar pólitískar ráðningar í bankastjórn Seðlabanka fslands veikleikamerki á okkar unga lýð- veldi: vinir mínir í Afríku byrja að flissa, þegar ég lýsi þessu ^fyrir þeim, því að þeir h. eru flestir búnir að ■k venja sig afþess- Hfr. um ósið," seg- ir Þorvald- SIR JOHN GIEVE SEÐLABANKASTJÓRI ■ Menntun óþekkt. CHARLES RICHARD BEAN YFIRHAG- FRÆÐINGUR ■ Doktor í hagfræði. Engin tilviljun Lilja telur mikilvægt að ræða faglega hvað farið hefur úrskeiðis í stjórnun Seðlabankans áður en sú krafa sé sett fram um að skipt sé um stjórnendur bankans. Hún sér hins vegar tækifæri til að auka hlut kvenna með aukinni kröfu um sérþekkingu stjórnenda, bæði í bankaráði og meðal stjórnenda bankans, þar sem hlutfall kvenna með háskólamenntun á vinnu- markaði sé hærra en karla, ekki síst viðskipta- og hagræðimennt- aðar konur. „Við þurfum að ræða fræðilega hvað stjórnendurn- ir hafa gert rangt, hvað þeir hafa jafnvel ekki gert og hvort þeir hafi jafnvel ekki PAULTUCKER YFIRMAÐUR MARKAÐSMÁLAB Menntun óþekkt. KATEBARKER BANKARÁÐSMAÐUR B BA í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði. DAVID BLANCH- FLOWER PRÓFESSOR í HAGFRÆÐI B Doktor í hagfræði. TIMOTHY BESLEY PRÓFESSOR f HAGFRÆÐI B Doktor í hagfræði. Lýst eftir sérfræðingum Að mati fræðimanna er sérfræðiþekking (hagfræði nauðsynleg bankastjórn- endum Seðlabankans. (dag er helmingur stórnendanna með hagfræðibakgrunn. JOHN FOOTMAN YFIRMAÐUR UPPLÝS- INGAMÁLA OG MANNAUÐS B Menntun óþekkt. ANDREW SENTANCE DOKTOR I HAGFRÆÐI B Prófessor í hagfræði. MARIO I. BLEJER RÁÐGJAFI SEÐLA' BANKASTJÓRA B Doktor í hagfræði. WARWICK JONES FORSTJÓRI FJÁRMÁLA B Hagfræði frá Cambrigde. NIGEL JENKINSON YFIRMAÐUR STÖÐUGLEIKASVIÐS B Meistaragráða í hagfræði. ANDREW BAILEY YFIRGJALDKERI. B Doktor í hagfræði. Aðhlátursefni Að mati Guðmundar hefur Seðlabank- inn staðið sig skelfilega í efnahagsstjórnun og segir hlegið að stjórnendum bankans á erlendum vettvangi. Bankastjórar og bankaráðsmenn fá vel greitt fyrir vinnu sína Bankaráð var kjörið af Alþingi 13. júní 2007 og í því sitja 7 aðalmenn sem þiggja mánaðarlaun. Til vara eru síðan 7 fulltrúar sem fá greitt íýrir hvern fúnd sem þeir sitja sem nemur hálfri bankaráðsþóknun. Vara- menn voru kallaðir til í 15 skipti á síðasta ári en þá voru haldnir 20 fundir bankaráðs. Bankaráðsþóknun til þeirra nam 825.000 kr. Bankaráðsþóknun aðalmanna eru 130 þús- und krónur á mánuði, eða rúm ein og hálf milljón króna á ári, og til viðbótar fá þeir 13. mánuðinn greiddan aukalega. Heildarlaun bankaráðsmanna eru því tæpar 1,7 millj- ónir á ári á mann. Fundir bankaráðs eru að jafnaði einu sinni í mánuði og fær hver full- trúi bankaráðs 130 þúsund fyrir hvern fund. Fyrir utan mánaðarleg fundarhöld hvíla ekki aðrar skyldur á bankaráðsmönnum. Formaður bankaráðs, Halldór Blön- dal, hefur tvöfalda þóknun eða 260 þúsund krónur á mánuði. Árslaun 'hans, fyrir mánaðarlega fundi og 13. mánuðinn aukalega, eru nærri 3,4 milljónir króna. Varafor- maðurinn, Jón Sigurðsson, hlýtur 1,5- falda bankaráðsþóknun, 195 þúsund krónur á mánuði eða rúmar 2,5 milljónir á ári. Heildarlaun aðalbankastjóra, að banka- ráðsþóknun meðtalinni, eru 1.804 þúsund krónur á mánuði og hinna bankastjóranna 1.551 þúsund krónur á mánuði. Samanlagt hafa því bankastjórarnir þrír, Davíð, Eirík- ur og Ingimundur, tæpar 5 milljónir króna í mánaðarlaun. Árslaun þeirra þriggja eru nærri 60 milljónir. Samanlagt eru banka- stjórarnir og bankaráðsmennirnir með rúm- ar 6 milljónir á mánuði eða rúmar 70 millj- ónir á ári í laun fyrir að stýra Seðlabanka Islands. Stjórnendurnir Bankastjórarnir þrir og bankaráðsmenn hljóta rúmar 70 milljónir króna samanlagt í árslaun. Bankaráðið kemur að jafnaði saman mánaðarlega. STJORNENDUR BRESKA ~~~~ SEÐLABANKANS: SÉRFRÆÐINGAR UPPTIL HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.