Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Qupperneq 22
22 FÖSTUDAGUR 18. APR(L 2008 llmrxða DV ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaöiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, jomrausti@d».is og ReynirTraustason,rt@dv.is FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjonssonjanus@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Ðrynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann, Joib@birtlngur.ls DV Á NETiNU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN:5t2 7010, ÁSKRIFTARSlMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 7040. Urnbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Drelflng: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins á stafrænu formi og f gagnabönkum án endurgjalds. 011 viötöl blaösins eru hljóörituö. SANDKORIV ■ Nú þegar einhverjir mestu erf- iðleikamir í íslensku efnahags- lífl á síðari tímum em að renna upp er Geir H. Haarde forsætís- ráðherra á ferð og flugi. Hann fór til Búkarest 2. apríl, til Svíþjóðar 7. apríl og til Boston og Kanada 10. apríl. Hann fór til Nýfundnalands í þeim tilgangi að halda fyrir- lestra í Memorial-háskólanum og taka þátt í málstofúm í hag- fræði- og stjómmáladeildum háskólans. Vegna endalausrar dvalar erlendis á þessum erfiðu tímum kalla gámngarnir ríkis- stjórnina nú útlagastjórnina. ■ Samkvæmt dagskrá forsætisráðuneytisins frá 8. apríl síðasdiðnum átti Geir H. Iiaarde að vera staddur í Kanada frá 10. tíl 16. apríl. í gær var hann hins vegar ennþá í Kanada. Reyndar var tekið fram að í þessari ferð færi hann með áædunarflugi og gætí það tafið ráðherrann sem kýs fremur að skjótast á einkaþotu. f gær hugðist Geir hitta Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada. f kjölfarið ætíaði hann meðal annars að funda með fslendingum búsettum á svæðinu og ræða við fjölmiðla. Bæði fslendingar búsettir á fslandi og hérlendir fjölmiðlar verða því að bíða enn um sinn. a Orðið á götunni, undirvef- síða Eyjunnar.is, hefur það fyrir satt að Boston NOW, fríblaðið sem Gunnar Smári Egilsson tók þátt í að stofna í Boston, hafi verið lagt niður af keppinaut- um. Baugur seldi stjórn- endateymi Boston NOW hlut sinn í blaðinu á föstudegi, en á mánudegi var útgáfu blaðsins hætt og íslensku efnahags- lífi kennt um. Þar virðist vera maðkur í mysunni. a Mikil umræða spannst í morgunútvarpi Bylgjunn- ar í gærmorgun vegna nýjasta starfslokasamnings íslenska bankakerfisins. f þetta sinn hlaut hinn norski FrankO. Reite hjá Glitni 500 milljónir króna. Orð- heppni útvarpsmaðurinn Heim- ir Karlsson talaði máli almenn- ings og lýsti furðu sinni á uppátæk- inu. Auk þess hringdi fjöldi manns innoglýsti reiði sinni. Heyrst hefúr að Glitnis- menn séu sáriryfir umræðunni, þar sem þeim þótti hún einhliða. Það ku vera tvær hliðar á 500 milljóna peningnum. LEIÐARI Kóngar í slcjóli heimskingja REYNIR TRAUSTASON RITSTJÓRI SKRIFAR. Kjiíklingabœndur eni ekki til. Kjúklingabændur eru ekki til þótt í um- ræðunni sé því hald- ið fram. Sérstaklega er vísað til fyrirbærisins þegar rökstyðja þarf áframhaldandi verndartolla og innflutnings- höft til að stétt bænda í kjúkl- ingarækt geti þrifist í landinu. En veruleikinn er allur annar og verndartollurinn er aðeins til þess eins að vernda örfáa auðmenn sem reka lifandi stór- iðju og íþyngja neytendum með okurverði sem haldið er uppi í skjóli fákeppni. Rómantískt hjal stjórnmálamanna um að nauð- synlegt sé að vemda litla mann- inn í landbúnaði er ekkert ann- að en hræsni og kostar hverja einustu fjölskyldu í landinu mikla fjármuni. Þannig er þrefalt dýrara að kaupa sams konar kjúkl- ingabringur í stórmarkaði á íslandi en gerist í Bretlandi. íslensk fjölskylda sem kaupir eitt kíló af kjúkiingabringum í viku þarf að greiða tæplega 70 þúsund krónum meira á ári en Bretar. Verndarskatturinn er þannig beinlínis íþyngjandi fyrir al- menning án þess að nein rök séu til fyrir því að vernda það fólk sem á og rekur lif- andi stóriðju. í þessu dæmi er aðeins verið að fjalla um kjúklinga. Þegar verndartoil- ar vegna svínakjöts og græn- metis bætast við er allt önnur tala uppi og skaði neytenda mun alvarlegri. Stjórnmála- menn hafa um árabil komist upp með að ljúga því að fólki að þeir séu að vernda ein- staklinga. Verndin snýr að örfáum einstakbngum sem maka krókinn í skjóli heimskingja. Tími er til kominn að stjóm- málamenn sem vinna fyrir almenning og gegn sérhagsmunum taki á málum og létti fólki róðurinn. Kjúkbngamir sem viðhalda höftum og verndartoUum eiga að fá sér aðra vinnu. ÉG ER KANARÍFUGL Svarthöfði er kanarífugl í kola- námunni. Þegar hættuástand skapast í kolanámunni og gas Iekur í námuna drepst kanarí- fuglinn fyrstur. Nú þegar Davíð er búinn að hleypa gasinu yfir landið með himinháum stýrivöxtum er Svarthöfði fyrstur. Það er talað um að fsland sé kanarífugl heimsins. Svo sagði meðal annars í grein í breska blaðinu The Guardian í gær. Davíð hefur ákveðið að bjarga bönkunum og láta venjulegt launafólk eins og Svarthöfða taka höggið í staðinn. Það gerist mjög einfaldlega með því að hann snarhækkar stýrivexti, sem kemur niður á fólki sem skuldar, en bankinn heldur sínu. Bankinn tapar ekki fyrr en við kanarífúgl- amir drepumst. Þá stekkur hann upp úr kolanámunni á harðahlaupum og hættir að lána okkur. Nú leikur eng- inn vafi á því að almenningur á að verða stuðpúðinn fyrir bankana. Þegar gengi íslensku krónunnar hrapaði í kjölfar viðskiptaævintýra bankanna erlendis hækkaði verð- lag á íslandi. En bankarnir sjálfir töpuðu ekki. Þeir stálu glæpnum og pössuðu upp á að græða með því að eiga peninga í erlendum mynt- um. Á sama tíma vorum við kan- arífuglarnir knúnir til þess að eiga skuldir í útíöndum, því stýrivextir Davíðs buðu ekld upp á annað en okurlán innanlands. Svo hækkaði hann stýrivextina enn meira til að passa upp á bankana. Nú eru 25 prósent vextír af yf- irdrættí. Og hver þarf yfir- drátt annar en sá sem er í fjárnauð? ú, Davíð ætiar að drepa okkur smælingjana. Frá 1993 hefur mis- skipting ísamfélaginu aukist úr 21 stigi á GINI-stuðlinum í 36. Það er meiri misskiptíng hér heldur en í Bretlandi. Og þar eru meira að segja alvöru kolanámumenn. Það er eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi búið tíl samsæri gegn almúganum og ákveðið að hneppa hann í þrældóm auðmanna. Svarthöfði neitaði að sólinni þannig að þeir bráðnuðu. Hann hafi ofmetnast og skuldsett sig. En Svarthöfði er sannfærður um að hann hafi ekki lifað um efni fram. Hann bara fæddist sem kan- arífugl í búri bankanna, sem fóru með hann í kolanámuna í leit að skjótfengnum gróða. Auðvitað er þetta myndmál. Það sem bankarn- ir gerðu var að leggjast í áhættu- fjárfestíngar erlendis og súpa nú seyðið af gríðarlegri skuldsetningu. Og Davíð sneri glæpnum upp á þjóðina. Svarthöfða dreymir um að hefja sig tíl lofts og brjótast út úr búrinu. Hann reynir að öskra, en það heyrist bara tíst. Maðurinn með búrið segir honum að þegja. Gasið er að leggjast yfir úr Svörtu- loftum. SVARTHÖFÐI trúa þessu upp á Davíð, en nú renn- ur þetta allt upp fyrir honum. Þeir sem eiga peninga fá auðveldlega 15 prósent vextí á auð sinn. Peningam- ir koma til þeirra sem eiga þá sem aldrei fyrr. En þeir sem eiga ekki peninga þurfa að borga 25 prósent ofan á skuldina. Það munar 40 pró- sentustigum. Vöxtum er stýrt í meiri ójöfnuð. Talandi um vaxtarverki. Svarthöfða er að fipast flug- ið. Sívaxandi skuldabagginn hefur vængstíft hann. Hann reynir eins og hann getur að blaka vængjunum en rekst í rimlana. Davíð segir eflaust að Svart- höfði getí sjálfum sér um kennt. Að hann hafi, eins og íkarus í grísku goðafræðinni, flog- ið á vaxvængjum sínum of nærri DÓMSTÓLL GÖTUIVNAR ÞURFA VÖRUBÍLS'TIÓRAR Al) ENDURSKOÐA M()TMÆLAAI)FERÐIR SÍNAR? „Ég held að þeir eigi að halda áfram eins og áður. Stjórnvöld hljóta að grípa til aðgerða fyrr en síðar." Kristján Kristjánsson, 34 ára sölumaður „Þessi leið sem þeir hafa farið virðist ekki að virka. Mér finnst að þeir ættu að (huga að virkja almenning betur með sér." Berglind Hanna Jónsdóttir, 28 ára bókasafnsfræðingur „Nei, alls ekki. Þeir þurfa bara að fara varlega. Ég held að þeir séu ekki að trufla almenning. Þeir eru miklu frekar að hjálpa til." Barði Sigurðsson, 43 ára bflstjóri „Ég stend með þeim og vona að þeir haldi ótrauðir áfram á þessari braut. Þeir eru að berjast fyrir okkur öll sem þurfum að kaupa bensín." Birgir Þór Kjartansson, 31 árs pípari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.