Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Qupperneq 35
PV Helgarblað FÖSTUDAGUR 27. APRlL 2007 3S I, KOSSANOTT Einn allra besti leikmaður samtímans, Romario, tilkynnti í vikunni að hann væri hættur. Þessi ótrúlegi leikmaður segist sjálfur hafa skorað yfir þús- und mörk í öllum keppnum í öllum flokkum. Romario var hluti af ótrúlegu Barcelona-liði, varð heimsmeistari 1994 og kjörinn besti knattspyrnumaður heims sama ár. ÁHM1994 Romario skoraði 5 mörká HM 1994. Wtl'ÍIACt mm l»t á- * Kominn í nýtt m\\, hlurr^i:o nu að hjálpa Brössum að halda HM 2014. Með styttuna góðu Romario hjálpaði Brasilíu að verða heimsmeist- ari árið 1994. - . WU-i ■■ 1 BENEDIKT BÓAS HINRIKSSON blaðamaöur skrifar: berwi(g>dv.is „Ég hef ekki spilað síðan í nóvem- ber og hef bætt á mig þremur eða flórum kílóum síðan þá. Á þess- um aldri er erfitt að koma sér aftur í form," sagði Romario þegar hann tilkynnti heiminum að hann hefði hent inn hvíta handklæðinu. Skórn- ir voru komnir upp í hillu hjá þess- um aldna höfðingja. Romario skoraði 56 mörk í 73 landsleikjum með Brasilíu en fyrst klæddist hann hinni heimsfrægu gulu treyju Brassanna 1987. Hann var alltaf þekktur sem mikill marka- skorari, með Vasco da Gama árið 2005, þá 39 ára, skoraði hann 22 mörk og varð markahæstur. Hann segist meira að segja hafa skorað 1000 mörk á ferlinum. Enginn hefiir hins vegar staðfest sögu Romario. „Síðustu 20 ár hafa verið gríðar- lega skemmtileg. En allt tekur enda um síðir. Tími minn er einfaldlega kominn. En ég kveð sáttur. Nú þarf ég ekki að ferðast jafii mikið, æfa svo stíft og sitja á hótelherbergi." Romario hóf ferilinn með Vasco árið 1985. Piet de Visser kom auga á hann íyrir PSV þangað sem hann var seldur árið 1988. De Visser er þekkt- ur njósnari og hefur komið Ronaldo, Alex, Adriano og fleirum til stórliða frá Brasilíu. Hann er nú á mála hjá Chelsea. Romario var sigursæll með PSV. Hann vann hollenska titilinn þrisvar sinnum, 1989, 1991 og 1992. Hann spilaði með liðinu til ársins 1993 en alls skoraði hann 98 mörk í 109 deildarleikjum. Frá PSV var hann seldur til Barcelona. Með Börsung- um á þessum tíma spiluðu margir kunnir leikmenn. Hristo Stoichkov, Josep Guardiola, Michael Laudrup og Ronald Koeman svo fáeinir séu nefndir. Á fyrsta tímabili sínu skoraði hann 30 mörk í 33 deildarleikjum og var markahæstur. Barca vann deild- ina og Romario varð annar í kjöri FIFA um knattspyrnumann ársins. Sigurinn á HM Tímabilið 1993-1994 var ekk- ert sérstakt fyrir Romario hjá Barce- lona en þó læddi hann inn nokkr- um mörkum en meiðsli voru að htjá hann. Um sumarið var svo sjáif heimsmeistarakeppnin haldin í Bandaríkjunum. Brassar höfðu átt í erfiðleikum með að komast inn á HM en kölluðu á Romario í lokaleikj- unum sem stóð vaktina með sóma. Á HM sprakk hann svo út, skoraði 5 mörk og hjálpaði Brössum að end- urheimta HM-styttuna eftir 24 ára útlegð. Með honum í framlínunni var Bebeto og mynduðu þeir frábært par. Eftir HM var Romario síðan út- nefndur besti knattspyrnumaður heimsins. Romario fór frá Barcelona til Fla- mengo í heimalandinu en sneri aftur til Spánar í búningi Valencia. Hann meiddist hins vegar 1997 og missti því af HM 1998 og fór aftur til Fla- mengo. Um aldamótin fór hann aft- ur til Vasco og var útnefndur besti knattspyrnumaður Brasilíu. 2002- 2004 lék hann með Fluminese en var rekinn eftir að hafa lent upp á kant við þjálfara liðsins. Enn á ný sneri hann heim til Vasco og árið 2005, 39 ára, skoraði hann 22 mörk og varð markahæstur. Allt í einu dúkkaði hann upp með þá sögu að hann nálgaðist 1000 marka múrinn og ætíaði að ná því marki áður en skórnir færu upp í hillu. 2006 lék hann í bandarísku MLS-deildinni með Miami og skor- aði 18 mörk í 23 leikjum. Eftir tíma- bilið í Bandaríkjunum hélt hann leit sinni áfram við 1000 marka múrinn og hélt á vit ævintýranna í Ástral- íu. Þar potaði hann inn einu marki í fjórum leikjum en hélt aftur heim og viðkomustaðurinn var að sjáifsögðu Vasco. Markinu náð 20. maí 2007 skoraði hann sitt 1000. mark á ferlinum. Vasco fékk víti gegn Sport Recife og skoraði Romario úr vítinu. Allt varð geggjað á vellinum, blaðamenn þustu inná völlinn, áhorfendur grétu og Rom- ario fékk að eiga boltann. 20 mín- útur liðu þangað til ró var kominn á völlinn þannig að hægt væri að halda leik áfram. Fjórða desember í fýrra fannst efnið Finasteride í Romario sem er á bannlista FIFA. Romario var settur í bann, þó að hann hefði sagt að lyfið væri gegn skallamyndun. Eitthvað sem FIFA tók ekki góð og gild rök. Það var svo á þriðjudag sem Rom- ario tilkynnti að hann væri hættur. Löngunin og þráin að skora mörk væri einfaldlega ekki til lengur. Skórnir upp íhillu en afskiptin ekki Johan Cruyff, sem fékk Romario til Barcelona, kallaði hann meist- ara teigsins en flest mörk Romario voru skoruð innan teigs. Maradona sagði að Romario væri alltaf fyrsti framherjinn sem hann myndi velja ef hann ætti að velja besta lið allra tíma. Án þess að hika eða blikka auga. Romario er þó ekld hættur af- skiptum af fótbolta. Hann á að hjálpa Brössum að halda HM árið 2014 og er kominn í skipulagsmálin þar á bæ. Enn á eftir að leika kveðju- leik fyrir þennan aldna meistara. Með hverjum og hvaða liði hefur hann hins vegar ekki enn ákveðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.