Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 18.APRÍL2008
Helgarblað PV
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, er öllum íþrótta-
áhugamönnum kunnur. Hann lék um árabil með gullaldarliði Víkings og lifir í
minningu þjóðarinnar sem sterkur hlekkur í frábæru landsliði undir stjórn Bog-
dans Kowalczyk Guðmundur tók nýlega við landsliðsþjálfarastarfinu öðru
sinni og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fram undan eru. Guðmund-
ur ræddi við Viðar Guðjónsson, blaðamann DV, um landsliðið, ferilinn sem leik-
maður, drauma sem rættust og mótlæti á handboltavellinum.
„Það er mikill heiður að verða þjálfari lands-
liðsins að nýju. Mér fmnst þetta mjög gam-
an og ég er búinn að vera að vinna í því að
skoða andstæðingana sem fram undan eru,
greina þá og athuga styrk þeirra," segir nýr-
áðinn landsliðsþjálfari Guðmundur Guð-
mundsson í viðtali við DV-sport. Guðmundur
er flestum landsmönnum kunnur enda búinn
að vera um árabil eitt af andlitum handknatt-
leiks á íslandi. Guðmundur vakti fýrst athygli
sem harðfylginn hornamaður úr gullaldarliði
Víkings. Síðar lék hann einnig í eftirminnilegu
landsliði undir stjórn Bogdans Kowalzcyk á
níunda áratugnum. Guðmundur er einn allra
færasti þjálfari landsins og um stjórnunar-
hæfileika hans efast fáir. Guðmundur hefur
marga flöruna sopið í handknattleik og seg-
ir þjálfara ekki verða góða fyrr en þeir hafa
upplifað misjafnt gengi. Hér ræðir hann um
landsliðið, þjálfun á íslandi og í Þýskalandi,
leikmannsferilinn og erfiðan viðskilnað frá
Víkingi.
SPENNTUR AÐ TAKA VIÐ LANDSLIÐINU
Guðmundur hitti landsliðið í fyrsta skipti
um páskana þegar æfingar fóru fram. Sumir
fjölmiðlar gagnrýndu að tíminn væri ekki not-
aður til þess að spila æfingaleiki en Guðmund-
ur var ánægður með að leika ekki leikina. „Það
var hálfgert lán í óláni að við skyldum ekki
spila þessa leiki við Norðmenn. Ástandið á lið-
inu var alls ekki nógu gott og margir leikmenn
í meiðslum. Fyrir utan það þarf ég tíma til þess
að undirbúa liðið. Ég hefði fengið eina æfingu
til að undirbúa liðið fyrir Noregsleikina. Slíkt
er allt annað en kjörinn undirbúningur fýrir
nýjan þjálfara.
Æfingarnar nýttust ágætlega og við fór-
um yfir leikaðferðir í vörn og sókn. Mér fannst
mikil sátt vera á meðal leikmanna um nýj-
ar aðferðir og andinn er góður í liðinu," segir
Guðmundur. Guðmundur segir að fjölmiðlar
hafi ekki mikil áhrif á hann. Hins vegar hafi
gagnrýni fjölmiðla ekki staðið að honum held-
ur forráðamönnum HSÍ fýrir að gleyma að
svara tölvupósti frá handknattleikssambandi
Noregs. „Þarna urðu mistök sem ég kom ekki
nálægt og vissi ekkert um þau samskipti sem
þarna fóru fram. Að öðru leyti var ég dauð-
feginn því að leikirnir voru ekki leiknir," segir
Guðmundur
GETUR BRUGÐIÐ TIL BEGGJA VONA
„Ég er mjög spenntur fýrir verkefnunum
sem eru fram undan. Ég geri mér grein fyrir
því að það er mikil pressa á okkur en ekki má
gleyma því að fram undan eru afar krefjandi
verkefni," segir Guðmundur en í riðli fýrir ól-
ympíuieikana spila fslendingar meðal annars
við Svía og Pólverja. Fyrir undankeppni HM
spila fslendingar svo umspilsleiki við Make-
dóníu. „Við erum í afar sterkum riðli og mik-
ilvægt er að gera sér grein fýrir því að brugðið
getur til beggja vona. Ekki má gleyma því að
leikirnir við Makedóníu eru mjög erfiðir. Marg-
ir gera lítið úr þessu liði en þeir sem segja það
hafa aldrei farið til Makedóníu og átta sig ekki
á því hversu erfiður útivöllur þetta er,“ segir
Guðmundur.
„Stundum finnst mér fjölmiölar vera of
dómharðir. Ég skil hins vegar vel að við erum
að tala um landslið þjóðarinnar og eðlilega
vilja menn tjá sig um hlutina. Það verður hins
vegar að gera af þekkingu og sanngirni. Ég get
ekki kvartað yfir því hvernig fjölmiðlar fjalla
um handbolta. Oftast er það gert vel þó dæmi
sé um að menn fari fram úr sjálfum sér. Alla-
jafna er umfjölluninn sanngjörn," segir Guð-
mundur.
EFNILEGIR LEIKMENN
Guðmundur tók við liðinu í mars og hann
segist hafa skoðað leikmenn í Nl-deildinni
samhliða því sem hann eyðir mikfurn tíma í að
fara yfir leiki andstæðinga sinna. „Ég er að fara
yfir leiki með Svíum, Pólverjum og Makedón-
íu. Heima hef ég kannski ekki séð jafnmarga
leiki og ég hefði viljað, en einhverja þó. Ég
sé nokkra leikmenn sem framtíðarlandsliðs-
menn. Tvo þeirra ætíaði ég að hafa í hópn-
um núna en þeir voru uppteknir með öðrum
landsliðum og mér fannst henta betur að hafa
þá þar í bili. Ég vil ekki nefna nein nöfn í því
samhengi.
Heima eru samt margir efnilegir leikmenn
sem mig langar að nefna. Það eru menn eins
og og Olafur Bjarki í HK, Rúnar Kárason er
klárlega framtíðarskytta ef hann æfir vel.
Einnig finnst mér Elvar (Friðriksson) í Val lofa
góðu, auk Arnórs Malmqvist. Jóhann Gunnar
Einarsson, Andri Stefan, Sigurbergur Sveins-
son og Einar Ingi Hrafnsson lofa einnig góðu,"
segir Guðmundur en hann valdi Andra Stef-
an og Sigurberg Sveinsson úr Haukum í lands-
liðshópinn fyrir skömmu.
Þó Guðmundur telji marga efnilega leik-
menn í deildinni, saknar hann ákveðinnar
kynslóðar. „Efnilegir leikmenn á íslandi eru
yngri en ég hefði viljað. Það vantar fleiri leik-
menn sem eru að banka á dyrnar sem eru á
aldrinum 20-23. Hins vegar eru strákar á aldr-
inum 18-20 ára og jafnvel enn yngri sem lofa
góðu."
LEIKMENN EIGA AÐ VERA í FORMI
í síðustu EM-keppni er óhætt að segja að
líkamlegt ástand leikmanna hafi ekki verið
eins og best verður á kosið. Margir leikmenn
áttu við meiðsli að stríða auk þess sem lykil-
maðurinn Ólafur Stefánsson gekk ekki heill til
skógar. Hann er hins vegar í fantaformi þessa
dagana með liði sínu Ciudad Real og Guð-
mundur telur það afar góðs viti. „Það er mjög
jákvætt að sjá Óla í góðu formi. Fleiri þurfa að
feta í hans fótspor og til þess að ná hámarksár-
angri þurfa flestir lykilleikmenn liðsins að vera
í toppformi. Ég ræddi við leikmenn um að
leggja aukalega á sig. Ég veit að Óli hefur gert
það og ég vona að aðrir hafi gert það sama.
Þetta er nokkuð sem ég lagði upp með við þá
og þjálfarar leikmannanna eru margir hverjir
misjafnir. Sérstaklega er það mikilvægt að æfa
aukalega ef leikmenn spila lítið.
Ég ræddi sérstaklega við Einar Hólmgeirs-
son. Hjá sumum er kannski allt í toppstandi
eins og þeir sem eru hjá Aifreð sem gjarn-
an heldur sínum mönnum í formi. Aðrir eru
kannski hjá þjálfara þar sem ekki er farið jafn
vel í ýmsa líkamlega þætti. Atvinnumenn
ættu að geta haldið sér í formi. Ég hef engan
tíma til að vinna í líkamlegu formi leikmanna.
Við erum bara að fara yfir leikaðferðir þegar
landsliðið kemur saman," segir Guðmundur.
RÝTINGUR í VÍKINGSHJARTAÐ
Guðmundur ólst upp hjá Víkingi og vann
með liðinu fjölda meistaratitía á níunda ára-
tug síðustu aldar. Alls hampaði Víkingur 7 ís-
landsmeistaratitlum og fjórum bikarmeist-
aratitium á níunda áratugnum. „Ég ólst upp
í Víkingi og spiiaði bæði handbolta og fótbolta.
Ég var svo mikill Víkingur að það hálfa væri
nóg. En því miður get ég ekki sagt að svo sé í
dag. Ástæðuna má rekja til þess þegar ég var
að þjálfa liðið á árunum 1989-1992 en eftir
það var ákveðið að endurnýja ekki samning-
inn við mig. Það fór mjög illa í mig á sínum
tíma. Ég byrjaði að þjálfa mjög ungur, einung-
is 28 ára. Víkingur var þá í mjög erfiðri stöðu
og alveg við fallið. Eftir að ég tók við lá leiðin
beint upp á við og liðið spilaði mjög vel. Svo
gerist það að við dettum út úr úrlsitakeppn-
inni árið 1992 í 8 liða úrslitum og stjórnendur
félagsins ákváðu að endurnýja ekki samning-
inn við mig.
Viðskilnaðurinn við félagið var mér mjög
erfiður. Ég hætti í miklum leiðindum. Var bú-
inn að alast þarna upp alla tíð en fékk frekar
kaldar kveðjur. Mér fannst illa að þessu staðið
því ég var búinn að spila fýrir félagið án þess
að fá krónu greitt fýrir það. Að auki var ég á
mjög hóflegum þjálfaralaunum. Því var það
rosalegt áfall þegar ég var látinn fara," segir
Guðmundur
Guðmundur gafst ekki upp og tók við liði
Aftureldingar. Óhætt er að segja að hann hafi
rifið upp handknattíeik í Mosfellsbæ þar sem
félagið fór úr annarri deild í undanúrslit úr-
slitakeppninnar á þremur árum á árunum