Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Síða 46
46 FÖSTUDAGUR 18. APRIL2008 Ættfræði DV Indriði Indriðason frá Fjalli ættfræðingur og rithöfundur Indriði Indriðason, rithöfundur og ætt- fræðingur, til heim- ilis að elliheimilinu Hvammi á Húsavík, varð hundrað ára í gær. Starfsferili Indriði fæddist á Ytra-Fjalli í Aðaldal og ólst þar upp. Hann var við nám í unglingaskól- anum á Breiðumýri 1923-24, stundaði nám í ensku og ensk- um bókmenntum í San Franc- isco 1927-28, nam þar múr- smíði og vann þar við tré- og múrsmíði 1926-30. Indriði var bóndi á Grenjað- arstöðum í Aðaldal 1930-32, á hálfu Aðalbóli í Aðaldal 1932- 35, var starfsmaður ÁTVR 1935- 42, bókhaldari og smiður við Trésmiðjuna Fjölni 1942-44, stundaði nætursímavörslu við Landsímann 1943-44, vann á Skattstofu Reykjavíkur 1944-72 og var fulltrúi þar 1955-1972. Indriði var einn af stofn- endum Landssambands ungra framsóknarmanna 1939, sat í stjórn Félags Vestur-íslend- inga, í stjórn Félags Þingeyinga í Reykjavík 1943-61, sat í stjórn Félags ísl. rithöfunda 1952-54 og 1976-93 og í stjórn Rithöf- undasambands íslands 1957- 66. Hann sat í framkvæmda- nefnd Stórstúku Islands 1949-52, 1964-74 og 1976-80, var stórtemplar 1976-78, sat í stjórn Reglu musterisriddara frá stofnun 1949-72 og 1974-85 og í stjórn Þjóðræknisfélags ís- lendinga 1960-74, var formað- ur Ættfræðifélagsins 1972-75 og formaður Myntsafnarafélags íslands 1976-77. Hann var full- trúi á heimsþingi góðtemplara í New York, Chicago og Minn- eapolis 1951, í Istanbul 1970 og í Amsterdam 1978 og fulltúi á þingi Musterisriddara í Stokk- hólmi 1961. Indriði er heiðursfélagi Stórstúku fslands, Ættfræðifé- lagsins, Myntsafnarafélagsins, Félags íslenskra rithöfunda, fslenska mannfræðifélagsins, Reglu musterisriddara og ridd- ari fálkaorðunnar frá 1978. Eftir Indriða hafa komið út bækurnar Örlög, smásögur, 1930; Dagur er liðinn, ævisaga Guðlaugs Kristjánssonar frá Rauðbarðaholti, 1946; Afmæl- isrit Jaðars, 1948; Einstakling- urinn og áfengismálin, 1952; Góðtemplarareglan á fslandi 75 ára, 1959; Ættir Þingeyinga I-IV, 1969-83; Indriðabók, 1988, með völdu efni eftir hann, útgefin af vinum hans, og Ættir Þing- eyinga, ásamt öðrum, V og XV bindi. Þá hefur hann þýtt og séð um útgáfu nokkurra rita. Fjölskylda Indriði kvæntist 17.7. 1931 Sólveigu Jónsdóttur, f. 4.2. 1909, d. 6.2. 1991, húsfreyju. Foreldrar hennar voru Jón Jónatansson, búnaðarráðunautur, ritstjóri og alþm. á Ásgautsstöðum í Flóa, og k.h., Kristjana Benedikts- dóttir húsfreyja. Börn Indriða og Sólveigar: Indriði, f. 16.4.1932, fyrrv. skóg- ræktarfræðingur á Tumastöð- um í Fljótshlíð, nú búsettur í Reykjavík, var kvæntur Valgerði Sæmundsdóttur sem er látin; Ljótunn, f. 20.7.1938, fýrrv. full- trúi VfS hf. á Húsavík, var gift Sævari Austfjörð Harðarsyni; Solveig, f. 2.5. 1946, húsmóðir, gift Birni Sverrissyni, stöðvar- verði við Búrfellsvirkjun. Systkini Indriða; Ketill, f. 12.2. 1896, d. 22.9. 1971, b. og skáld á Ytrafjalli; Þrándur, f. 4.7. 1897, d. 27.5. 1978, b. og spari- sjóðsstjóri á Aðalbóli; Ólöf, f. 6.5. 1900, nú látin, húsfreyja á Brúum í Aðaldal; Högni, f. 17.4. 1903, d. 17.9. 1989, b. og organisti á Syðrafjalli; Úlfur, f. 27.11. 1904, nú látinn, b. og oddviti á Héðinshöfða; Hólm- fríður, f. 3.7.1906, nú látin, hús- freyja á Skjaldfönn; Solveig, f. 13.5. 1910, nú látin, húsfreyja á Syðribrekkum; Óttar, f. 21.4. 1920, d. 25.6.1994, ljósmyndari og fiskiræktarmaður í Burling- ton í Vermont en síðar á Héð- inshöfða. Foreldrar Indriða voru Ind- riði Þórkelsson, f. 20.10. 1869, d. 7.1. 1943, bóndi, skáld, ætt- fræðingur og oddviti á Ytra- Fjalli í Aðaldal, og k.h., Krist- ín Sigurlaug Friðlaugsdóttir, f. 16.7. 1875, d. 28.3. 1955, hús- freyja. Ætt Föðurbróðir Indriða var Jóhannes, faðir Þorkels há- skólarektors. Indriði var son- ur Þórkels, b. á Syðrafjalli Guðmundssonar, b. á Sílalæk Stefánssonar, b. á Sílalæk Ind- riðasonar, b. á Sílalæk Árna- sonar, ættföður Sílalækjarætt- arinnar. Kristín var dóttir Friðlaugs, b. á Hafralæk Jónssonar, af Hólmavaðsættinni, bróður Friðjóns, föður skáldanna Guð- mundar á Sandi og Sigurjóns á Litlulaugum. Indriði tók á móti gestum að Dvalarheimilinu Hvammi í gær. Hann er mjög ern og líkamlega hress miðað við aldur. UPPLÝSINGAR UM AFMÆLISBÖRN SENDA ÞARF MYND'F MLO ÖLLUM AFMÆLISUPRI YSjNGUM Á KGK@DV.IS Ættfræði DV Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið I fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ara og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um storafmæli a netfangið kgk@dv.is 70ÁRAÍDAC ÁSDÍS KVARAN ÞORVALDSDÓTTIR FYRRV. LÖGFRÆÐINGUR HJÁ SKATTSTOFU REYKJAVÍKUR Ásdís Kvaran Þorvaldsdóttir lög- fræðingur, Sólvallagötu 3, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Ásdís fæddist við Sólvallagötuna og ólst þar upp. Hún lauk stúdents- prófi frá MR 1961 og embættisprófi í lögfræði ffá Hí 1972, stundaði síðar framhaldsnám í lögfræði við Kaup- mannahafnarháskóla 1994-95 og í Evrópurétti við Háskólann í Bonn 1995-96. Ásdís var um skeið búsett í Mosfellssveit og var íslenskukenn- ari við Gagnffæðaskóla Mosfells- sveitar 1973-84. Hún hóf síðan störf hjá Skattstofunni í Reykjavík og var lögffæðingur þar á rannsóknadeild virðisaukaskatts þar til um síðustu mánaðamót. Fjölskylda Ásdís giftist 28.3. 1970 Einari Gunnari, f. 10.6. 1926, d. 7.2. 1972, sýslumannsfulltrúa á ísafirði, syni Einars Björgvins Kristjánssonar, húsasmíðameistara í Reykjavík, og k.h., Guðrúnar Sigríðar Guðlaugs- dóttur, systur Jónasar skálds. Dóttir Ásdísar og Einars Gunn- ars er Hjördís Kvaran Einarsdóttir, f. 21.12. 1970, nemi við HÍ í íslensk- um fræðum og miðaldafræðum en eiginmaður hennar er Guðmund- ur Stefán Valdimarsson, bátsmað- ur á varðskipinu Ægi og eru dætur þeirra Guðrún Lilja Guðmundsdótt- ir, f. 25.9.1994; Þuríður Kvaran Guð- mundsdóttir, f. 4.6. 1997; Jóna Mar- grét Guðmundsdóttir, f. 30.1.2002. Alsystir Ásdísar var Þuríður Kvar- an, f. 23.3. 1940, d. 8.3. 1984, bók- menntafræðingur og kennari í Reykjavík. Hálfsystkini Ásdísar, samfeðra: Lydia, f. 17.5. 1923, húsmóðir í Bandaríkjunum; Katrín, f. 6.9. 1924, nú látin, hjúkrunarfræðingur, síðast búsett í Hveragerði; Ólafur, f. 14.5. 1926, nú látinn, rafvirkjameistari í Reykjavík; Vigdís, f. 17.6. 1927, nú látin, húsmóðir og hárgreiðsludama í Reykjavík; Kristín, f. 26.1.1936, hús- móðir í Bandaríkjunum. Foreldrar Ásdísar: Þorvaldur Ól- afsson, f. að Sandfelli í Örfæfum, 1.5. 1896, d. 12.10. 1974, bóndi í Arnar- bæli og að Öxnalæk í ölfushreppi, síðar iðnverkamaður í Reykjavík, og Hjördís Sigurðardóttir Kvaran, f.á Akureyri 27.10. 1904, d. 26.11. 1993, ritari í Reykjavík. Ætt FöðursysturÁsdísar: Katrín Elísa- bet, Vigdís og Louise Magnea. Föðurforeldrar Ásdísar voru Ól- afur, prófastur og stórb. í Arnarbæli Magnússon, og k.h., Lydia Angel- ika Knudsen. Bróðir Ólafs var Jósef Gottfred Blöndal, faðir Guðmund- ar Vignis sem var gjaldheimtustjóri í Reykjavík, en systir Ólafs var Anna, langamma Gísla Alfreðssonar, leik- ara og fyrrv. þjóðleikhússtjóra. Faðir Ólafs var Magnús, snikkari í Reykja- vík Árnason, b. og ljósföður í Stokk- hólma í Skagafirði Sigurðssonar. Bróðir Magnúsar var Sæmundur, langafi Björgvins, föður Sighvats, fyrrv. ritstjóra alþm. og ráðherra, en systir Magnúsar var Margrét, amma Elínborgar Lárusdóttur rithöfundar. Móðir Magnúsar var Margrét Magn- úsdóttir, systir Pálma, langafa Helga Hálfdanarsonar skálds, Péturs, föð- ur Hannesar skálds, og Jóns, föður Pálma í Hagkaup, föður Ingibjargar og Lilju. Móðir Ólafs prófasts var Vigdís Ólafsdóttir, pr. í Viðvík Þorvaldsson- ar, prófasts og skálds í Holti Böðvars- sonar.SystirÓlafsíViðvíkvarÞuríður, langamma Vigdísar Finnbogadótt- ur, fyrrv. forseta. önnur systir Ólafs var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar fv. ráð- herra, föður þeirra Þorsteins heim- spekings, Vilmundar ráðherra og Þorvaldar hagfræðings. Þriðja systir Ólafs var Sigríður, móðir Kristínar, konu Lárusar Blöndals amtmanns, langafa Benedikts hæstaréttardóm- ara, Hallórs, fyrrv. ráðherra og Har- aldar lögfræðings. Fjórða systir Ólafs var Sigríður, langamma Önnu, móð- ur Matthíasar Johannessen skálds og fyrrv. Morgunblaðsritstjóra, föður Haraldar ríkislögreglustjóra. Móð- ir Ólafs í Viðvík var Kristín Björns- dóttir, systir Elísabetar, langömmu Sveins Björnssonar forseta. Lydia Angelika Knudsen var dótt- ir Ludvig Arne Knudsen, kaupmanns í Hafnarfirði, og s.k.h., Katrínar Elísa- betar Einarsdóttur. Ludvig Arne var sonur Lauritz Michael Knudsen, ætt- föður Knudsenættarinnar. Bróðir Lydiu var Moritz Vilhelm Biering, faðir Ósvalds Knudsen kvikmyndagerðarmanns. Hálfsyst- ir Lydiu var Jóhanna Andrea, móð- uramma þeirra systra, Guðrúnar, konu Jónasar Árnasonar rithöfund- ar, og Ingibjargar Birnu, konu Pét- urs Péturssonar útvarpsmanns og móður Ragnheiðar Ástu útvarpsþul- ar. Önnur hálfsystir Lydiu var Fre- drikka, amma Haraldar Á. Sigurðs- sonar leikara. Þriðja hálfsystir Lydiu var Margrethe Andrea, langamma Elfu Bjarkar, framkvæmdastjóra Rík- ishljóðvarpsins. Systir Ludvig Ame var Kristjana sem Jónas Hallgríms- son orti til Söknuð. Móðurforeldar Ásdísar voru Sig- urður H. Kvaran, læknir og ritsjóri, og f.k.h., Þuríður Jakobsdóttir, kaup- manns á Vopnafirði Helgasonar. Bróðir Sigurðar var Einar H. Kvar- an, rithöfundur og skáld og forseti Sálarrannsóknarfélagsins, langafi Guðrúnar Kvaran, ritstjóra Orðabók- ar HÍ. Einar H. Kvaran var afi Ævars Kvaran, leikara og rithöfundar. Ann- ar bróðir Sigurðar var Jósef, afi Karls Kvaran listmálara, föður listfræðing- anna, Ólafs og Gunnars Kvaran. For- eldrar Sigurðar voru Hjörleifur, próf- astur á Undirfelli Einarsson og f.k.h., Guðlaug Eyjólfsdóttir, b. á Gíslastöð- um á Völlum Jónssonar. Ásdís heldur upp á afinælið í Kaupmannahöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.