Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 56

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.2008, Side 56
56 FÖSTUDAGUR 18. APRlL 2008 Helgarblaö DV Hættuleg horn Þjófar sem stálu tveimur nashyrningshornum af safni í Höfðaborg í Suður-Afríku hafa verið varaðir við. Safnið sendi út viðvörun þess efnis að þeim stæði meiri hætta af hornunum en handtöku og réttarhöldum. Nashyrningshorn hafa gegnum árin verið mulin í lyf af ýmsum toga og þar liggur hundurinn grafinn. Þessi horn voru nefnilega úðuð með arseniki og DDT til að koma í veg fyrir að flugur sæktust í þau á safninu. Því er hætt við að læknisáhrif þeirra séu frekar takmörkuð. Patriciu Columbo var meira en lítiö í nöp viö fööur sinn, og honum var meira en lítið i nöp viö kærasta hennar. í félagi við kærasta sinn myrti hún alla fjölskyldu sina meö hryllilegum hætti. Fjórtán, kannski sautján Fjórtán ára drengur sem var handtekinn fyrir nauðgun í Hróarskeldu í vikunni sleppur kannski ekki eins vel og hann reiknaði með. Honum er geíið að sök að hafa nauðgað fimmt- án ára kærustu sinni að kvöldi mánudags, en samkvæmt skilríkjum er hann íjórtán ára og því ekki hægt að rétta yfir honum. Danska lögreglan er ekki á því að gefast upp og því verður drengurinn sendur til tann- læknis sem á að kveða upp úr með hve gamall hann sé í raun og veru. Það ku ekki vera óal- gengt í Danmörku meðal inn- flytjenda að skrá börn sín yngri en raunin er til að njóta trygg- ingabóta lengur. Patricia Columbo og Frank DeLuca Myrtu fjölskyldu hennar með hryllilegum hætti. Pantaði morð Tuttugu og átta ára norsk kona var í síðustu viku dæmd til fjögurra og hálfs árs fangelsis- vistar. Hún var sek fundin um að hafa skipulagt og pantað morð og ráðið til verksins átján ára þroskaheftan karlmann. Hafði konan í smáatriðum útskýrt fyr- ir manninum hvemig morðið skyldi ffamið og hafði séð hon- um fyrir hönskum, hníf og kylfu. Fómarlambið var önnur kona og lifði hún tilræðið af, en sá þroskahefti var dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir lík- amsmeiðingar og ógnanir. Síðastaförin í svissneskum kynlífsklúbbi vom örlög eins viðskiptavinar- ins ráðin. Þó ekki á þann hátt að hann hitti lífsförunaut sinn til langs tíma litið. Hann einfald- lega hitti sinn síðasta fömnaut. Um var að ræða eldri herra- mann sem hafði hugsað sér gott til glóðarinnar og notið félags- skapar einnar vændiskonu í Tropical-klúbbnum í Grenchen. Að sögn vitnis hafði maður- inn ótrúlega hægt um sig að leik loknum og lá grafkyrr með lok- uð augun. Vændiskonunni leist ekkert á blikuna og rak upp vein mikið með þeim afleiðingum að aðrir gestir þustu að. Fyrsta niðurstaða lögreglunnar efdr að hún kom á staðinn var að mað- | urinn hefði látíst af eðlilegum orsökum. 7. maí 1976 fann lögreglan í Chi- cago yfirgefinn bíl, skráðan á Frank Columbo, og þótti ljóst að bílnum hefði verið stolið. Þegar lögreglan kom á heimili Columbo-fjölskyld- unnar mætti þeim hryllileg sjón. Frank, fjömtíu og þriggja ára, hafði verið skotínn fjórum sinn- um í höfuðið, og af ummerkjum að dæma hafði hann sætt mikl- um pyntingum og barsmíðum fyrir dauða sinn. Hann hafði verið barinn ítrekað með keiluverðlaunagrip og lampa og var því sem næst óþekkj- anlegur. Einnig vom merki um síg- arettubmna á bringu hans auk þess sem hann hafði verið stunginn í háls og bringu. Eiginkona hans hafði verið skotín einu skotí á milli augnanna, skorin á háls og barin með glervasa. Hún var íklædd náttkjól og nærbuxur hennar vom dregnar niður á ökkla. Þrettán ára sonur þeirra, Michael, var einnig dáinn. Hann hafði ver- ið skotínn, barinn með sama verð- launagrip og faðir hans og stunginn oftar en áttatíu sinnum, aðallega í háls, með skæmm. Heimili fjölskyld- unnar bar engin merki innbrots og því ljóst að ekki var um venjulegan glæp að ræða. Einn fjölskyldumeðlimur á lífi Patricia, nítján ára heimasæta, var eini meðlimur fjölskyldunnar sem ekki fannst á heimilinu. Þess var ekki að vænta þar sem hún hafði búið um skeið hjá þrjátíu og sjö ára vinnufélaga, Frank DeLuca. Ray Rose rannsóknarlögreglu- maður hnaut mjög fljótlega um undarlega hegðun dóttur hjónanna. „Ef þú værir nýbúinn að fá þær frétt- ir að fjölskylda þín hefði verið myrt, myndir þú flýta þér á staðinn," sagði Rose. Þess í stað fór Patricia Columbo á lögreglustöðina og settí fram kenningar um tilefni og hugsan- lega morðingja. Einni kenningu var umsvifalaust hafnað, að faðir henn- ar hefði verið skotmark mafíunnar, enda ekkert sem benti til þess að hann tengdist skipulagðri glæpa- starfsemi. Ekki leið á löngu áður en lögreglan beindi rannsókninni að Patriciu. Tíu dögum síðar var Patr- icia handtekin og ákærð fyrir morð og samsæri. Riffilskefti í andlitið í ljós kom að Frank Columbo hafði ekki mikið álit á nafna sín- um DeLuca, sem þrátt fyrir að vera Þar var meðal annars um að ræða kynlíf með öðrum pörum og einnig tók DeLuca af henni ögrandi mynd- ir, þar afeina þar sem hún varnakin með þýskum fjárhundi. giftur fimm barna faðir var kærasti Patriciu. Eitt sinn hafði þeim lent saman með þeim afleiðingum að faðir Patriciu sló DeLuca á kjálkann með riffilskefti. Atvikið var kært en síðar látið niður falla. DeLuca og Patriciakynntust þeg- ar hún var sextán ára og hún dróst inn í þann lífsstíl sem hún kynntist gegnum hann. Þar var meðal ann- ars um að ræða kynlíf með öðrum pörum og einnig tók DeLuca af henni ögrandi myndir, þar af eina þar sem hún var nakin með þýskum fjárhundi. Sumarið 1975 gerði Patricia til- raun tíi að fá tvo menn sem hún hafði táldregið til að myrða fjöl- Veikt ónæmiskerfi olli óviöráöanlegri vörtumyndun: 4 „Trjámaðurinn" undir hnífinn skyldu hennar. Hún lét þá fá teikn- ingu af húsinu, en ekkert varð úr að- gerðum. Ari síðar fór hún í félagi við DeLuca á heimili foreldra sinna og réðust þau á fjölskyldu hennar með fyrrgreindum afleiðingum. Hann skaut, hún misþyrmdi „Mig langað að berja föður minn í köku," sagði Patricia við yf- irheyrslur, hún sagðist hafa óttast að faðir hennar hefði ráðið leigu- morðingja til að ráða hana og elsk- huga hennar af dögum. Það virtust lítil áhöld um að bæði hefðu verið virk í morð- unum. „Frank DeLuca sá um að skjóta," sagði Ray Rose. „Og mis- þyrmingarnar, hnífstungurnar og barsmíðarnar sá Patty um." Eftir mánaðar löng réttar- höld full af frásögnum af kynlífi og hryllilegum ljósmyndum voru skötuhjúin sakfelld. Þau voru dæmd til tvö hundruð ára fangels- isvistar. Arið 2006 var Patriciu Columbo neitað um reynslulausn í tólfta skipti. Flestir ættingjar hennar hafa ítrekað mælst til þess að hún verði geymd á bak við lás og slá. í yfir tuttugu ár hefur „Trjámaðurinn" Dede Koswara frá Indónesíu þjáðst af vír- us sem olli því aö líkami Koswara steyptist út í vörtum og hendur hans og fætur tóku aö líkjast trjárótunt. Læknum tókst nýlega að fjarlægja tvö kíló af þessari vörtumyndun og gera Koswara kleift að nota hendur sínar, án verkja, í fyrsta skipti í tuttugu ár. í DailyTele- graph segir aö síðan aögerðin var gerö hafi Koswara oröiö mikill aödáandi Sudoku, því hann geti nú haldiö á kúlupenna án mikilla vandkvæða. Þaö er sjálígefiö aö Dede Koswara horfir bjartari augum til framtíöarinnar en hingaö til. „l’aö fyrsta sem ég geri veröur aö finna starf. En hver veit, kannski liitti ég einhvern tímann stúlku og kvænist," sagöi Koswara. Algengur vírus Rreyting Koswara hófst þegar hann var fimmt- án ára, en þá varð hann íyrir því óhappi að skera sig í fótlegg. Til að byrja meö mynduðust vörtur neðst á fæti haas, þær stækkuöu og fyrr en varði höfðu þær breiðst út um allan líkamann. Dede Kosvvara haföi fyrir unnið viö liskveiðar og sem smiður, en hann varð fljótlega aö leggja árar í bát og hamarinn á hilluna. Til aö afla sér lífsviöurværis ferðaðist hann um og sýndi líkama sinn í viðrinasýningu. En tekjur hans drógust saman og konan yfirgaf hann og tók börnin meö sér. Bandarískur húðsjiíkdómalæknir heyrði al Koswara og fór til Indónesíu í von um aö finna mótefni. Þá kom í ljós aö um einfaldan og algeng- an vírus var aö ræöa sem að öllu jölnu veldur litl- um vörtum. En ónæmiskerfi Koswara er alar veikt og því fór sem fór. Dede Koswara „Trjámaðurinn" kolféll fyrirSudoku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.