Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 7
I Yfirlit þjóðhags- og verðbólguspár Forsendur nýrrar spár Spáin sem birtist í þessu hefti Peningamála er uppfærsla á þjóðhags- og verðbólguspá sem birt var í september. Í því felst að einungis mik il vægustu forsendum hefur verið breytt í ljósi framvindunnar og nýjustu upplýsinga, en að öðru leyti byggt á sömu forsendum og í spá bankans frá septembermánuði sl. Að þessu sinni er verðbólgu spáð til síðasta ársfjórðungs 2007. Áhersla skal lögð á að spár Seðlabankans eru í raun grein ing ar- tæki fremur en spádómur. Þrír verðbólguferlar eru birtir hér á eftir. Í fyrsta lagi er birt svokölluð grunnspá. Eins og endranær byggist hún á því að stýrivextir haldist óbreyttir (10,25%) út spátímabilið og að gengisvísitala krónunnar haldist óbreytt frá spádegi, 9. nóvember, þ.e. nálægt vísitölugildinu 102. Það felur í sér u.þ.b. 6% hækkun á gengi krónunnar frá síðustu spá. Í öðru lagi eru birtir tveir verðbólguferlar þar sem gert er ráð fyrir breytilegum vöxtum og gengi. Ástæða er til að gefa þeim töluverðan gaum um þessar mundir í ljósi þess að ólík- legt virðist að forsendan um óbreytt gengi standist. Spáð er heldur hægari hagvexti en í síðustu spá Hagvísar benda til þess að vöxtur einkaneyslu á þessu ári verði líklega meiri en bankinn spáði í september; fjárfestingaráform í stóriðju færast frá þessu og yfir á næsta ár og spáð er meiri samdrætti í fjárfestingu hins opinbera. Horfur um vöxt innlendrar eftirspurnar á þessu ári eru því lítið breyttar frá septembermánuði. Horfur um vöxt innlendrar eft- irspurnar á næsta ári eru einnig nánast óbreyttar þrátt fyrir að spáð sé heldur hægari vexti einkaneyslu og meiri samdrætti í fjárfestingu hins opinbera enda vegur áðurnefnd tilfærsla fjármunamyndunar í stóriðju og meiri fjárfesting í annarri atvinnustarfsemi en stóriðju þar á móti. Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum1 Verðbólguhorfur batna lítillega vegna hærra gengis og vaxta en mikið ójafnvægi enn fyrir hendi Mikið ójafnvægi er enn til staðar í þjóðarbúskapnum. Það birtist í vaxandi viðskiptahalla, spennu á vinnu- mark aði, áframhaldandi örum vexti þjóðarútgjalda og útlána, og háu raungengi og eignaverði. Hins vegar má sjá fyrstu teikn þess að peningalegt aðhald sé byrjað að skila árangri. Hækkunar stýrivaxta er nú farið að gæta um allt vaxtarófið og dregið hefur úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Hátt gengi krónunnar hefur haldið aftur af verðbólgu undanfarna mánuði þótt gengishækkunin hafi ekki skilað sér að fullu í verðlagi. End urskoðuð þjóðhagsspá sýnir heldur minni vöxt í ár og á næstu tveimur árum en horfur voru á í september. Framleiðsluspenna verður því ívið minni og verðbólguferill, að óbreyttum stýrivöxtum og gengi, lægri. Verð- bólguhorfur til næstu tveggja ára eru þó enn ekki í samræmi við markmið Seðlabankans, sérstaklega þegar haft er í huga að líklegt er að gengi krónunnar lækki á spátímanum. 1. Í þessari grein eru notaðar upplýsingar sem fyrir lágu 22. nóvember 2005, en spár byggjast á upplýsingum til 9. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.