Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 58
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA
Í KRÓNUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
58
málastofnanir hófu því útgáfu skuldabréfa í gjaldmiðl um þessara landa
m.a. til að stuðla að framþróun skuldabréfamarkaðar innanlands.
Spánn reið á vaðið með svokölluðum Matadorbréfum í pesetum
og hafði skýra stefnu um að gera Madríd að meginmiðstöð fjármála-
markaðarins í landinu. Því voru gerðar ýmsar kröfur sem tryggðu að-
komu banka í borginni, skráningu bréfanna í kauphöllinni í Madríd og
uppbyggingu eftirmarkaðar fyrir bréfi n á innlendum markaði. Portúgal
og Grikkland gerðu minni kröfur þegar leyfð var útgáfa svokallaðra
Caravela- og Maraþonbréfa og hefur eftirmarkaður með bréfi n verið
í London.7
Austur-Evrópa
Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar opnuðu Ungverjaland, Tékk land,
Slóvakía og Pólland fjármálamarkaði sína fyrir erlendum fjárfestum sem
lið í umbreytingu hagkerfa þessara landa úr miðstýrðum áætlunarbú-
skap í markaðshagkerfi að vestrænni fyrirmynd. Þessi lönd stefndu þá
þegar að inngöngu í Evrópusambandið. Alþjóðlegar fjármálastofnanir
riðu á vaðið í Ungverjalandi með útgáfu svokallaðra Evrufórintubréfa
en í hinum löndunum þremur gátu erlend fyrirtæki hafi ð útgáfu skulda-
bréfa í gjaldmiðlum landanna strax í upphafi ferlisins.
Útgáfan hefur styrkt innviði fjármálamarkaða þessara landa með
því að auka dýpt þeirra, lengja líftíma bréfa og stuðla að aðkomu al-
þjóð legra stofnanafjárfesta. Líftími erlendu skuldabréfanna hefur samt
sem áður verið stuttur og endafjárfestar hafa verið smáir og dreifðir.
Þess ber þó að geta að útgefendur, bankastofnanir og endafjárfestar
hafa sýnt mikinn stuðning við þessi lönd og verið reiðubúnir að taka á
sig meiri áhættu en ella vegna aðildar ríkjanna að Evrópusambandinu
og menningarlegra tengsla við svæðið.
Asía
Hong Kong hefur jafnan hlotið hæstu einkunn matsstofnanna sem hafa
fl okkað lönd eftir frjálsræði í viðskiptum. Það kemur því ekki á óvart
að landið var í hópi fyrstu ríkja sem leyfðu erlenda skuldabréfaútgáfu í
eigin gjaldmiðli á níunda áratugnum. Um miðjan síðasta áratug fylgdu
Filippseyjar, Kórea og Taívan fordæmi borgríkisins en fjármálakreppan í
Asíu á árunum 1997-1998 tafði fyrir því að skriður kæmist á útgáfuna.
Singapúr opnaði markaði sína árið 1998.
Á síðasta ári hélt ferlið áfram þegar alþjóðafjármálastofnanir hófu
útgáfu í indverskum rúpíum og yfi rvöld í Taílandi, Kína og Malasíu hafa
lýst yfi r áhuga á að hleypa alþjóðafjármálastofnunum inn á innlendan
fjármálamarkað þar sem sparnaður er mun meiri en víðast hvar á Vest-
urlöndum.
Suður-Afríka
Erlend skuldabréf í suðurafrískum röndum hafa verið mjög vinsæl meðal
evrópskra fjárfesta frá því að útgáfa þeirra hófst árið 1995. Þar, líkt og
á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu, var fyrir hendi vel þróaður markaður fyrir
gjaldeyrisskiptasamninga.
7. Íslensku krónuskuldabréfi n hafa ekki enn hlotið gælunafn. Höfundur þessarar greinar legg-
ur til að nafnið víkingabréf, eða „Euroviking bonds“ á ensku, verði tekið upp í almennri
umræðu.