Peningamál - 01.12.2005, Page 58

Peningamál - 01.12.2005, Page 58
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 58 málastofnanir hófu því útgáfu skuldabréfa í gjaldmiðl um þessara landa m.a. til að stuðla að framþróun skuldabréfamarkaðar innanlands. Spánn reið á vaðið með svokölluðum Matadorbréfum í pesetum og hafði skýra stefnu um að gera Madríd að meginmiðstöð fjármála- markaðarins í landinu. Því voru gerðar ýmsar kröfur sem tryggðu að- komu banka í borginni, skráningu bréfanna í kauphöllinni í Madríd og uppbyggingu eftirmarkaðar fyrir bréfi n á innlendum markaði. Portúgal og Grikkland gerðu minni kröfur þegar leyfð var útgáfa svokallaðra Caravela- og Maraþonbréfa og hefur eftirmarkaður með bréfi n verið í London.7 Austur-Evrópa Um miðjan tíunda áratug síðustu aldar opnuðu Ungverjaland, Tékk land, Slóvakía og Pólland fjármálamarkaði sína fyrir erlendum fjárfestum sem lið í umbreytingu hagkerfa þessara landa úr miðstýrðum áætlunarbú- skap í markaðshagkerfi að vestrænni fyrirmynd. Þessi lönd stefndu þá þegar að inngöngu í Evrópusambandið. Alþjóðlegar fjármálastofnanir riðu á vaðið í Ungverjalandi með útgáfu svokallaðra Evrufórintubréfa en í hinum löndunum þremur gátu erlend fyrirtæki hafi ð útgáfu skulda- bréfa í gjaldmiðlum landanna strax í upphafi ferlisins. Útgáfan hefur styrkt innviði fjármálamarkaða þessara landa með því að auka dýpt þeirra, lengja líftíma bréfa og stuðla að aðkomu al- þjóð legra stofnanafjárfesta. Líftími erlendu skuldabréfanna hefur samt sem áður verið stuttur og endafjárfestar hafa verið smáir og dreifðir. Þess ber þó að geta að útgefendur, bankastofnanir og endafjárfestar hafa sýnt mikinn stuðning við þessi lönd og verið reiðubúnir að taka á sig meiri áhættu en ella vegna aðildar ríkjanna að Evrópusambandinu og menningarlegra tengsla við svæðið. Asía Hong Kong hefur jafnan hlotið hæstu einkunn matsstofnanna sem hafa fl okkað lönd eftir frjálsræði í viðskiptum. Það kemur því ekki á óvart að landið var í hópi fyrstu ríkja sem leyfðu erlenda skuldabréfaútgáfu í eigin gjaldmiðli á níunda áratugnum. Um miðjan síðasta áratug fylgdu Filippseyjar, Kórea og Taívan fordæmi borgríkisins en fjármálakreppan í Asíu á árunum 1997-1998 tafði fyrir því að skriður kæmist á útgáfuna. Singapúr opnaði markaði sína árið 1998. Á síðasta ári hélt ferlið áfram þegar alþjóðafjármálastofnanir hófu útgáfu í indverskum rúpíum og yfi rvöld í Taílandi, Kína og Malasíu hafa lýst yfi r áhuga á að hleypa alþjóðafjármálastofnunum inn á innlendan fjármálamarkað þar sem sparnaður er mun meiri en víðast hvar á Vest- urlöndum. Suður-Afríka Erlend skuldabréf í suðurafrískum röndum hafa verið mjög vinsæl meðal evrópskra fjárfesta frá því að útgáfa þeirra hófst árið 1995. Þar, líkt og á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu, var fyrir hendi vel þróaður markaður fyrir gjaldeyrisskiptasamninga. 7. Íslensku krónuskuldabréfi n hafa ekki enn hlotið gælunafn. Höfundur þessarar greinar legg- ur til að nafnið víkingabréf, eða „Euroviking bonds“ á ensku, verði tekið upp í almennri umræðu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.