Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 106
ANNÁLL
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
106
að efna kaupréttarsamninga við starfsmenn. Skráð hlutafé félagsins
eftir hækkunina var 6.645.530.530 krónur að nafnverði.
Hinn 31. október staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s
lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt
AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið
staðfesti fyrirtækið lánshæfi seinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuld-
bindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur um lánshæfi s-
matið eru áfram stöðugar.
Nóvember 2005
Hinn 14. nóvember tilkynnti Landsbanki Íslands hf. að öll skilyrði kaupa
á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities SA hefðu verið upp-
fyllt og kaupunum væri lokið. Þar með varð Kepler hluti af samstæðu
Landsbankans. Samtals keypti Landsbankinn 81% hlut í Kepler fyrir
76,1 milljón sterlingspunda, um 5,8 milljarða króna, en mun á næstu 5
árum kaupa þá hluti sem eftir standa.
Hinn 15. nóvember komst forsendunefnd Alþýðusambands Íslands
(ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna endurskoðunar kjarasamn-
inga aðildarfélaga ASÍ og SA að sameiginlegri niðurstöðu um að samn-
ingsforsendur gildandi kjarasamninga hefðu ekki staðist. Jafnframt
sömdu þessir aðilar um breytingar á launalið samninganna. Samið var
um að greidd yrði 26.000 kr. eingreiðsla í desember 2005 og jafngildir
hún u.þ.b. 0,65% viðbótarhækkun launa í þrettán mánuði frá desem-
ber 2005. Verði kjarasamningum ekki sagt upp við seinni endurskoðun
þeirra í nóvember 2006 hækka laun í ársbyrjun 2007 um 0,65% um-
fram þau 2,25% sem samningurinn frá árinu 2004 kveður á um. ASÍ og
SA gerðu jafnframt með sér samkomulag um meginatriði breytinga á
atvinnuleysistryggingum. Samkvæmt yfi rlýsingu ríkisstjórnarinnar mun
hún beita sér fyrir lagasetningu um þær breytingar sem aðilar urðu
sammála um og tryggja fjármögnun þeirra með framlagi úr Atvinnu-
leysistryggingasjóði (sjá umfjöllun um yfi rlýsingu ríkisstjórnarinnar hér
á eftir). Samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA verða atvinnuleysisbætur
tekjutengdar en þak verður á upphæð bóta, 180.000 kr. Gert er ráð
fyrir að tekjutengdar bætur greiðist frá tíunda virka degi atvinnuleysis
en ekki lengur en þrjá mánuði á þriggja ára tímabili. Bótaréttur skal end-
urnýjast á 24 mánaða tímabili. Jafnframt munu grunnbætur atvinnu-
leysistrygginga verða 96.000 kr. við gildistöku laganna á árinu 2006 í
stað 93.821 kr. og hækka í takt við launabreytingar í ársbyrjun 2007.
Hinn 15. nóvember tilkynnti ríkisstjórnin um framlag sitt til að greiða
fyrir samkomulagi ASÍ og SA vegna endurskoðunar kjarasamninga.
Fram lag ríkisstjórnarinnar var fjórþætt: Í fyrsta lagi 100 m.kr. framlag
til starfsmenntamála. Í öðru lagi mun ríkisstjórnin greiða fyrir jöfnun á
örorkubyrði milli lífeyrissjóða á samningssviði ASÍ og SA með framlagi
sem svarar til 0,25% af tryggingagjaldi og kemur það til framkvæmda
í áföngum á tímabilinu 2007 til 2009. Miðað við núverandi áætlanir
um tekjur af tryggingagjöldum yrði kostnaður vegna breytinganna 1,5
ma.kr. Í þriðja lagi mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að lög um starfs-
manna leigur verði samþykkt fyrir jólahlé Alþingis 2005. Að lokum hét
ríkisstjórnin því að beita sér fyrir lagasetningu um breytingar á greiðsl-
um atvinnuleysisbóta í samræmi við samkomulag milli ASÍ og SA frá
Annáll.indd 106 6.12.2005 14:00:20