Peningamál - 01.12.2005, Page 106

Peningamál - 01.12.2005, Page 106
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 106 að efna kaupréttarsamninga við starfsmenn. Skráð hlutafé félagsins eftir hækkunina var 6.645.530.530 krónur að nafnverði. Hinn 31. október staðfesti alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor‘s lánshæfi seinkunnir ríkissjóðs á langtímaskuldbindingum í erlendri mynt AA- og AA+ fyrir langtímaskuldbindingar í íslenskum krónum. Um leið staðfesti fyrirtækið lánshæfi seinkunnina A-1+ fyrir skammtímaskuld- bindingar í erlendri mynt og íslenskum krónum. Horfur um lánshæfi s- matið eru áfram stöðugar. Nóvember 2005 Hinn 14. nóvember tilkynnti Landsbanki Íslands hf. að öll skilyrði kaupa á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities SA hefðu verið upp- fyllt og kaupunum væri lokið. Þar með varð Kepler hluti af samstæðu Landsbankans. Samtals keypti Landsbankinn 81% hlut í Kepler fyrir 76,1 milljón sterlingspunda, um 5,8 milljarða króna, en mun á næstu 5 árum kaupa þá hluti sem eftir standa. Hinn 15. nóvember komst forsendunefnd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna endurskoðunar kjarasamn- inga aðildarfélaga ASÍ og SA að sameiginlegri niðurstöðu um að samn- ingsforsendur gildandi kjarasamninga hefðu ekki staðist. Jafnframt sömdu þessir aðilar um breytingar á launalið samninganna. Samið var um að greidd yrði 26.000 kr. eingreiðsla í desember 2005 og jafngildir hún u.þ.b. 0,65% viðbótarhækkun launa í þrettán mánuði frá desem- ber 2005. Verði kjarasamningum ekki sagt upp við seinni endurskoðun þeirra í nóvember 2006 hækka laun í ársbyrjun 2007 um 0,65% um- fram þau 2,25% sem samningurinn frá árinu 2004 kveður á um. ASÍ og SA gerðu jafnframt með sér samkomulag um meginatriði breytinga á atvinnuleysistryggingum. Samkvæmt yfi rlýsingu ríkisstjórnarinnar mun hún beita sér fyrir lagasetningu um þær breytingar sem aðilar urðu sammála um og tryggja fjármögnun þeirra með framlagi úr Atvinnu- leysistryggingasjóði (sjá umfjöllun um yfi rlýsingu ríkisstjórnarinnar hér á eftir). Samkvæmt samkomulagi ASÍ og SA verða atvinnuleysisbætur tekjutengdar en þak verður á upphæð bóta, 180.000 kr. Gert er ráð fyrir að tekjutengdar bætur greiðist frá tíunda virka degi atvinnuleysis en ekki lengur en þrjá mánuði á þriggja ára tímabili. Bótaréttur skal end- urnýjast á 24 mánaða tímabili. Jafnframt munu grunnbætur atvinnu- leysistrygginga verða 96.000 kr. við gildistöku laganna á árinu 2006 í stað 93.821 kr. og hækka í takt við launabreytingar í ársbyrjun 2007. Hinn 15. nóvember tilkynnti ríkisstjórnin um framlag sitt til að greiða fyrir samkomulagi ASÍ og SA vegna endurskoðunar kjarasamninga. Fram lag ríkisstjórnarinnar var fjórþætt: Í fyrsta lagi 100 m.kr. framlag til starfsmenntamála. Í öðru lagi mun ríkisstjórnin greiða fyrir jöfnun á örorkubyrði milli lífeyrissjóða á samningssviði ASÍ og SA með framlagi sem svarar til 0,25% af tryggingagjaldi og kemur það til framkvæmda í áföngum á tímabilinu 2007 til 2009. Miðað við núverandi áætlanir um tekjur af tryggingagjöldum yrði kostnaður vegna breytinganna 1,5 ma.kr. Í þriðja lagi mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að lög um starfs- manna leigur verði samþykkt fyrir jólahlé Alþingis 2005. Að lokum hét ríkisstjórnin því að beita sér fyrir lagasetningu um breytingar á greiðsl- um atvinnuleysisbóta í samræmi við samkomulag milli ASÍ og SA frá Annáll.indd 106 6.12.2005 14:00:20
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.