Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 31

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 31
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 31 VII Ytri jöfnuður Viðskiptahallinn í ár gæti orðið enn meiri en spáð var í september Í september spáði Seðlabankinn að viðskiptahalli á þessu ári yrði rúm- lega 14% af landsframleiðslu sem er svipaður halli og á fyrri helmingi ársins. Nú virðist stefna í að hallinn verði heldur meiri. Frávikið frá sept emberspánni skýrist annars vegar af óhagstæðum vöruviðskiptum undanfarna mánuði og hins vegar af enn frekari styrkingu gengis krón unnar. Haldist raungengi áfram jafn hátt og gert er ráð fyrir í spánni mun það draga úr útflutningi og örva innflutning. Nú er spáð að viðskiptahallinn í ár verði u.þ.b. 15½% af landsframleiðslu. Á næstu tveimur árum dregur úr hallanum og verður hann kominn í tæp lega 7% árið 2007. Áætlað er að tæplega helming halla þessa árs og næsta árs megi rekja beint og óbeint til innflutnings tengds stór- iðjuframkvæmdum en einungis um þriðjung halla ársins 2007. Hafa verður í huga að í spánni er gert ráð fyrir óbreyttum vöxtum og gengi. Í ljósi þess að raungengi krónunnar er um þessar mundir með því hæsta sem það hefur orðið um áratuga skeið verður að telja ólíklegt að þessar forsendur haldi. Vöruskiptahalli aldrei verið meiri en í ár Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam tæplega 72 ma.kr. fyrstu níu mánuði ársins. Tæplega helmingur hallans á því tímabili féll til á þriðja fjórðungi ársins. Lauslega áætlað gæti halli á vöruviðskiptum fyrstu níu mánuði ársins hafa numið u.þ.b. 10% af landsframleiðslu. Flest bend- ir til þess að mjög mikill halli verði einnig á síðasta fjórðungi ársins, enda fjárfesting í áliðju og orkuverum í algleymingi, flugvélakaup fyrir- sjá anleg og engin merki um að farið sé að draga marktækt úr vexti innfluttrar neysluvöru. Að auki hefur gengi krónunnar styrkst verulega sem ýtir enn frekar undir hallann næstu mánuði. Því má áætla að vöru- skiptahallinn muni nema meira en 100 ma.kr. á árinu sem er met. Jöfnuður þjónustuviðskipta jafnan jákvæður á þriðja fjórðungi ársins Á móti auknum halla á vöruviðskiptum vegur að árstíðarbundin sveifla er í þjónustujöfnuði á þann veg að jafnan er nokkur afgangur á þriðja fjórðungi ársins. Ætla má að þessi árstíðarsveifla haldi sér, enda er í spánni gert ráð fyrir töluvert meiri þjónustuútflutningi á síðari helmingi þessa árs en í fyrra. Þó verður að setja þann fyrirvara að gengisþróunin gæti einnig haft töluverð áhrif á þjónustujöfnuðinn, þótt sá þátt ur þjón ustuútflutnings sem vaxið hefur hvað mest að undanförnu, þ.e.a.s. samgöngur, sé tiltölulega ónæmur fyrir gengisbreytingum. Mikil óvissa um þáttateknajöfnuð Jöfnuður þáttatekna hefur verið nokkuð sveiflukenndur undanfarin ár. Meginástæða þessara sveiflna er liðurinn endurfjárfestur hagnaður af beinni erlendri fjárfestingu sem vegur sífellt þyngra eftir því sem bein fjárfesting innlendra aðila erlendis hefur aukist. Á öðrum fjórðungi árs ins vó endurfjárfestur hagnaður að miklu leyti upp vaxtahallann og kom þannig í veg fyrir enn meiri viðskiptahalla. Í gegnum árin hef ur -35 -25 -15 -5 5 15 Ma.kr. Þáttatekjujöfnuður Þjónustujöfnuður Vöruskiptajöfnuður Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VII-1 Undirþættir viðskiptajafnaðar 1. ársfj. 1996 - 2. ársfj. 2005 Rekstrarframlög talin með þáttatekjum 20052001199919971995 2003 -15 -12 -9 -6 -3 0 3 6 200520032001199919971995 Mynd VII-2 Vöruviðskiptajöfnuður janúar 1995 - september 20051 Ma.kr. 1. Á föstu gengi miðað við vöruviðskiptavog. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.