Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 39

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 39 gengi og raunvextir eru lægri. Hagvöxtur eykst því nokkru meira en í grunnspánni sem leiðir til meiri framleiðsluspennu og þrýstir verðbólgu upp enn frekar. ...en hærri stýrivextir ná að vinna á móti áhrifum lægra gengis Samanburður verðbólguferla sem reiknaðir eru út frá breytilegum vöxt um og gengi annars vegar og óbreyttum stýrivöxtum en breyti- legu gengi hins vegar undirstrikar þátt stýrivaxta í að draga úr verð- bólgu. Hagvöxtur og framleiðsluspenna verða minni ef stýrivextir hækka, en það léttir á innlendum verðbólguþrýstingi. Verðbólga í lok spátímabilsins verður ½ prósentu minni en í spá með föstum vöxtum en lækkandi gengi, eða tæplega 4%. Lækkun gengis leiðir til lakari verðbólguhorfa en samkvæmt grunnspá jafnvel þótt stýrivextir hækki Samanburður á grunnspánni og spá með breytilegum vöxtum og gengi sýnir hvernig hærri stýrivextir og lækkandi gengi sem hafa gagnstæð áhrif á verðbólgu, vega hvort annað upp. Hækkun stýrivaxta sem gert er ráð fyrir í þessu dæmi nær þó ekki að vega upp áhrif lækkandi geng is á tímabilinu. Verðbólgan verður því meiri en í grunnspánni þrátt fyrir hærri vexti. Af þessu má draga þá ályktun að raunvextir þurfi að hækka meira en gert er ráð fyrir í verðbólguferli með breytilegum vöxtum og gengi til að vega upp þá gengislækkun krónunnar sem vaxtamunurinn við útlönd ætti að fela í sér, jafnvel þótt lækkunin sé tiltölulega hófleg í samanburði við væntingar sumra sérfræðinga á fjármálamarkaði. Áhættumat verðbólguspárinnar Aukin hætta á meiri verðbólgu en í grunnspánni Eins og endranær ríkir mikil óvissa um verðbólguspána og er afar ólík legt að framvindan verði nákvæmlega eins og gert er ráð fyrir í grunnspánni. Því er mikilvægt að skoða líkindadreifingu spárinnar ekki síður en einstaka verðbólguferla við mat á verðbólguhorfum næstu tveggja ára. Óvissuþættir verðbólguspárinnar eru í stórum dráttum þeir sömu og í síðustu spám bankans. Þó hefur óvissa tengd þróun á vinnu- markaði minnkað í kjölfar þess að ekki kom til uppsagnar á launalið kjarasamninga. Endurskoðunin er nú hluti af grunnspánni. Stærsti óvissuþátturinn er áfram gengisþróunin. Raungengi er enn hærra en í september og er því enn fjær því gengi sem samrýmst getur ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Líkur á því að gengi krónunnar lækki verulega á spátímabilinu og leiði til meiri verðbólgu hafa því aukist enn frekar frá því í september. Einkum er hætt við aukinni verð bólgu ef gengið lækkar skarpt meðan enn er veruleg spenna í þjóðarbúskapn- um. Nýleg útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í ís lenskum krónum eykur enn frekar á gengisóvissuna, einkum þegar dregur að gjalddaga bréfanna. Á móti hættu á meiri innfluttri verðbólgu en spáð er vegur að langtímaraunvextir gætu hækkað meira en gert er ráð fyrir í spánni í september. Hækkun vaxta húsnæðislána, aukið framboð á nýju hús- næði og meiri óvissa um veðhæfi íbúðarhúsnæðis gætu leitt til lækk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.