Peningamál - 01.12.2005, Page 39
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
39
gengi og raunvextir eru lægri. Hagvöxtur eykst því nokkru meira en í
grunnspánni sem leiðir til meiri framleiðsluspennu og þrýstir verðbólgu
upp enn frekar.
...en hærri stýrivextir ná að vinna á móti áhrifum lægra gengis
Samanburður verðbólguferla sem reiknaðir eru út frá breytilegum
vöxt um og gengi annars vegar og óbreyttum stýrivöxtum en breyti-
legu gengi hins vegar undirstrikar þátt stýrivaxta í að draga úr verð-
bólgu. Hagvöxtur og framleiðsluspenna verða minni ef stýrivextir
hækka, en það léttir á innlendum verðbólguþrýstingi. Verðbólga í lok
spátímabilsins verður ½ prósentu minni en í spá með föstum vöxtum
en lækkandi gengi, eða tæplega 4%.
Lækkun gengis leiðir til lakari verðbólguhorfa en samkvæmt
grunnspá jafnvel þótt stýrivextir hækki
Samanburður á grunnspánni og spá með breytilegum vöxtum og
gengi sýnir hvernig hærri stýrivextir og lækkandi gengi sem hafa
gagnstæð áhrif á verðbólgu, vega hvort annað upp. Hækkun
stýrivaxta sem gert er ráð fyrir í þessu dæmi nær þó ekki að vega upp
áhrif lækkandi geng is á tímabilinu. Verðbólgan verður því meiri en í
grunnspánni þrátt fyrir hærri vexti. Af þessu má draga þá ályktun að
raunvextir þurfi að hækka meira en gert er ráð fyrir í verðbólguferli
með breytilegum vöxtum og gengi til að vega upp þá gengislækkun
krónunnar sem vaxtamunurinn við útlönd ætti að fela í sér, jafnvel
þótt lækkunin sé tiltölulega hófleg í samanburði við væntingar sumra
sérfræðinga á fjármálamarkaði.
Áhættumat verðbólguspárinnar
Aukin hætta á meiri verðbólgu en í grunnspánni
Eins og endranær ríkir mikil óvissa um verðbólguspána og er afar
ólík legt að framvindan verði nákvæmlega eins og gert er ráð fyrir í
grunnspánni. Því er mikilvægt að skoða líkindadreifingu spárinnar ekki
síður en einstaka verðbólguferla við mat á verðbólguhorfum næstu
tveggja ára.
Óvissuþættir verðbólguspárinnar eru í stórum dráttum þeir sömu
og í síðustu spám bankans. Þó hefur óvissa tengd þróun á vinnu-
markaði minnkað í kjölfar þess að ekki kom til uppsagnar á launalið
kjarasamninga. Endurskoðunin er nú hluti af grunnspánni. Stærsti
óvissuþátturinn er áfram gengisþróunin. Raungengi er enn hærra en
í september og er því enn fjær því gengi sem samrýmst getur ytra
jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Líkur á því að gengi krónunnar lækki
verulega á spátímabilinu og leiði til meiri verðbólgu hafa því aukist
enn frekar frá því í september. Einkum er hætt við aukinni verð bólgu
ef gengið lækkar skarpt meðan enn er veruleg spenna í þjóðarbúskapn-
um. Nýleg útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í ís lenskum krónum
eykur enn frekar á gengisóvissuna, einkum þegar dregur að gjalddaga
bréfanna.
Á móti hættu á meiri innfluttri verðbólgu en spáð er vegur að
langtímaraunvextir gætu hækkað meira en gert er ráð fyrir í spánni í
september. Hækkun vaxta húsnæðislána, aukið framboð á nýju hús-
næði og meiri óvissa um veðhæfi íbúðarhúsnæðis gætu leitt til lækk-