Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 87
L ÍFEYRISS JÓÐIR – FRAMTÍÐARHORFUR
OG ÓVISSUÞÆTTIR
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
0
5
•
4
87
stétta voru talsvert eldri. Þetta fyrirkomulag hefur tekið ýmsum breyt-
ingum. Sjálfstætt starfandi einstaklingar urðu þátttakendur í kerfi nu
1980 og frá 1987-1990 var það víkkað til að ná til allra launa. Fjármála-
eftirlitið lítur eftir starfsemi lífeyrissjóða og gefur út skýrslur um starf-
semi þeirra.
Stærð lífeyrissjóða
Í töfl u 1 má sjá stærð og umfang lífeyrissjóðanna í lok ársins 2004 svo
og tölur úr greiðsluyfi rliti þeirra, annars vegar almennu sjóðanna og
hins vegar sjóðanna í heild.
Eins og sjá má í töfl u 1 var hrein eign lífeyrissjóðanna í árslok
2004 986,5 ma.kr., meðalstaða hennar á árinu 2004 var rúm 102%
af vergri landsframleiðslu. Mynd 1 sýnir að hún hefur aukist mjög und-
an farin ár. Á árinu 2001 stóð hún þó í stað, sé miðað við VLF, en þá
var einmitt niðursveifl a á hlutabréfavísitölum í heiminum og hafði þau
áhrif að ávöxtun sjóðanna varð verulega neikvæð.
Samsetning verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna hefur breyst mjög
undanfarinn áratug. Á árinu 1995 var eign þeirra í verðbréfum með
breytilegum tekjum einungis 5% af heildarverðbréfaeigninni en árið
2004 var hún komin í 45%, eins og sjá má á mynd 25.
Um það bil helmingur verðbréfaeignar með breytilegum tekjum
er útgefi nn af erlendum aðilum.
Fjármögnun íbúðarhúsnæðis
Lífeyrissjóðir hafa á tvennan hátt komið að fjármögnun íbúðarhúsnæðis
á Íslandi í gegnum tíðina. Þeirra þátttaka á íbúðamarkaðnum hefur
ann ars vegar verið sú að veita sjóðfélögum lán með veði í íbúðarhús-
næði. Á mynd 3 má sjá hvernig sjóðfélagalánin hafa þróast. Hin leiðin,
sem líf eyrissjóðir hafa farið við að fjármagna íbúðarhúsnæði, er að
kaupa ýmiss konar verðbréf sem gefi n hafa verið út í því skyni að fjár-
5. Verðbréf með breytilegum tekjum eru verðbréf þar sem ávöxtunin ræðst á markaði, þ.e.
hlutabréf og hlutdeildarskírteini í verðbréfa- eða fjárfestingarsjóðum. Verðbréf með föstum
tekjum eru hins vegar verðbréf sem bera ákveðna vexti.
Í milljörðum króna Almennir sjóðir1 Lífeyrissjóðir alls
Hrein eign 738,8 986,5
Iðgjöld 42,9 75,1
Kostnaður vegna rekstrar og fjárfestingar 2,0 3,0
Lífeyrir 16,4 31,1
þar af ellilífeyrir 9,9 20,8
þar af örorkulífeyrir 4,5 5,2
þar af makalífeyrir 1,7 4,7
þar af barnalífeyrir 0,3 0,3
þar af annar lífeyrir - 0,2
Tafla I Stærð og umfang lífeyrissjóða í árslok 2004
1) Almennir lífeyrissjóðir taka við lögbundnum lífeyrisgreiðslum og atvinnurekendur bera ekki ábyrgð á skuld-
bind ingum þeirra.
Heimild: Fjármálaeftirlitið, Lífeyrissjóðir, Ársreikningar 2004 ásamt kennitölum og öðrum upplýsingum. Reykja-
vík 2005.
0
20
40
60
80
100
Verðbréf með breytilegum tekjum
Verðbréf með föstum tekjum
200420001995199019851980
Mynd 2
Skipting verðbréfaeignar lífeyrissjóðanna
1980-2004
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%
0
10
20
30
40
50
200420001995199019851980
Mynd 3
Hlutfall sjóðfélagalána af hreinni eign
lífeyrissjóða 1980-2004
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%
0
20
40
60
80
100
120
200420011996199119861981
Mynd 1
Meðalstaða hreinnar eignar
sem hlutfall af VLF
Heimild: Seðlabanki Íslands.
%