Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 48

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 48
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 48 Fastir vaxtaákvörðunardagar munu auka gagnsæi peningastefnunnar Í því skyni að auka gagnsæi peningastefnunnar hefur bankastjórn Seðla bankans ákveðið að taka upp fasta vaxtaákvörðunardaga. Á næsta ári verða sex fyrirfram ákveðnir vaxtaákvörðunardagar. Þrír þeirra verða jafnframt útgáfudagar Peningamála. Þetta felur í sér að sex sinnum á næsta ári mun bankastjórnin gera ítarlega grein fyrir ákvörðun sinni um vexti bankans, hvort heldur ákveðið verður að breyta þeim eða ekki. Þessi tilhögun mun gefa bankanum færi á að koma skilaboðum um stefnu sína á framfæri oftar en áður og með þeim hætti að hafa áhrif á markaðsvæntingar og stuðla að skilvirkari miðlun peningastefnunnar. Fyrirfram ákveðnir vaxtadagar hindra þó ekki tíðari vaxtabreytingar ef bankinn telur þær nauðsynlegar. Út gáfudagar Peningamála og vaxtaákvörðunardagar á næsta ári eru sýndir í töflu IX-1. Þótt útgáfudögum Peningamála verði fækkað úr fjórum á ári niður í þrjá frá og með árinu 2006 telur Seðlabankinn að það muni ekki draga úr gagnsæi peningastefnunnar, sérstaklega í ljósi þess að teknir verða upp fastir vaxtaákvörðunardagar um leið og að á vaxta- ákvörðunardögum öðrum en útgáfudögum Peningamála verður birt frétt með rökstuðningi að baki vaxtaákvörðunum bankastjórnar. Í hverju hefti Peningamála verða fullbúnar þjóðhags- og verðbólgu- spár. Erfitt hefur reynst að haga fjórum útgáfum á ári þannig að árs- fjórðungsleg haggögn, t.d. þjóðhagsreikningar, nýtist fyllilega. Benda má á að útgáfuefni Seðlabanka Íslands er mjög viðamikið miðað við stærð bankans og hefur orðið umfangsmeira með árunum.13 Nú er t.d. gefin út sérstök skýrsla um fjármálastöðugleika, sem áður var hluti Peningamála. Mestu máli skiptir að sú greining sem í Peningamálum er að finna gefi glögga mynd af sjónarmiðum bankans. Nánar er fjall- að um þær breytingar sem þurfti að gera á sameiginlegri yfirlýsingu bankans og ríkisstjórnar í rammagrein IX-2. 13. Noregsbanki og Seðlabanki Chíle gefa t.d. út þrjár verðbólguskýrslur á ári og Kanadabanki tvær skýrslur, auk tveggja stuttra uppfærslna á milli meginútgáfa sinna. Tafla IX-1 Útgáfudagar Peningamála og vaxtaákvörðunardagar árið 2006 Dagsetning Vikur frá síðasta vaxtaákvörðunar Greinargerð vaxtaákvörðunardegi 26. janúar 2006 Fréttatilkynning 8 30. mars 2006 Peningamál 2006/1 9 18. maí 2006 Fréttatilkynning 7 6. júlí 2006 Peningamál 2006/2 8 14. september 2006 Fréttatilkynning 10 2. nóvember 2006 Peningamál 2006/3 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.