Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 59

Peningamál - 01.12.2005, Blaðsíða 59
ERLEND SKULDABRÉFAÚTGÁFA Í KRÓNUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 4 59 Suður-Ameríka Útgáfa erlendra skuldabréfa í gjaldmiðlum nokkurra ríkja í Suður- Ameríku hefur aukist til muna á allra síðustu árum, einkum í gjald- miðlum Chíle, Kólumbíu, Mexíkó og Perú. Veigamiklar kerfi sbreyt ingar í kjölfar skuldakreppu níunda áratugarins hafa skilað sér í meiri stöðug- leika í fjölmörgum ríkjum álfunnar og víða hefur innlendur sparn aður aukist til muna, t.d. vegna upptöku skipulagðs lífeyrissparnaðar. Skuldabréfaútgáfa alþjóðlegra fjármálastofnana í gjaldmiðlum þess- ara landa hefur tryggt innlendum fjárfestum, t.d. lífeyrissjóðum, nýja möguleika á að auka dreifi ngu í eignasöfnum sínum og aukið aðkomu erlendra fjárfesta að innlendum skuldabréfamarkaði. Tyrkland Erlend skuldabréfaútgáfa í tyrkneskum lírum hófst á aðfangadag á síð- asta ári en ný líra var tekin upp 1. janúar 2005 sem opnaði fyrir verslun með skuldabréf í lírum í Euroclear og Clearstream. Á rúmum mánuði (tölur eru miðaðar við 4. febrúar 2005) voru gefi n út skuldabréf fyrir 1,5 ma. líra eða sem nemur um 1,2 ma. Bandaríkjadala. Görmez og Yilmaz (2005) bera þessa upphæð saman við reynslu Ungverjalands og Póllands. Samkvæmt upplýsingum þeirra námu útistandandi bréf í fórintum þann 10. desember 2004 rúmum 6 ma. Bandaríkjadala og pólska útgáfan var enn meiri eða um 11 ma. Bandaríkjadala. Til saman- burðar var íslenska útgáfan tæpir 2 ma. Bandaríkjadala þegar þetta var ritað um miðjan nóvember. Útgefendur bréfanna eru margir hverjir þeir sömu og krónubréf- anna, t.d. Rabobank Nederland, Kommunalbanken, Austurríska ríkið og Alþjóðabankinn. Líftími bréfanna er einnig stuttur eins og hér eða 2,7 ár að meðaltali. Hvað ræður vali á gjaldmiðli við útgáfu skuldabréfa? Alþjóðlegar stofnanir á borð við Alþjóðagreiðslubankann og Alþjóða- gjald eyrissjóðinn hafa sýnt skuldabréfaútgáfu í smærri gjaldmiðlum auk inn áhuga að undanförnu og hafa báðar stofnanir fjallað sérstak- lega um útgáfuna á árinu. Rannsóknir Alþjóðagreiðslubankans sýna að meira er gefi ð út af skuldabréfum í tilteknum gjaldmiðli á alþjóðlegum skuldabréfamarkaði þegar (i) viðkomandi gjaldmiðill er sterkur í sögulegu ljósi, (ii) lang- tímavextir í landi gjaldmiðilsins eru háir í samanburði við það sem býðst í löndum megingjaldmiðlanna og (iii) eftirspurn eftir lánsfé er mik il innanlands (sjá Cohen, 2005). Slíkar aðstæður hafa einmitt verið fyrir hendi hér á landi og í sumum nýmarkaðsríkjum og þróaðri ríkjum í Eyjaálfu á undanförnum árum. Í öðrum ríkjum hefur útgáfa erlendra skuldabréfa dregist saman vegna þess að vaxtamunurinn við útlönd er ekki sá sami og þegar útgáfan fór af stað. Tafl a 2 sýnir hvernig ávöxtunarkrafa margra skuldabréfa í ýmsum gjaldmiðlum hefur minnkað frá því að útgáfa erlendra aðila hófst í lönd- unum. Vextir eru víða ekki það aðdráttarafl sem þeir voru áður þegar stjórnvöld juku peningalegt aðhald í baráttu sinni við mikla verðbólgu. Stærð skuldabréfamarkaðar í smærri gjaldmiðlum hefur engu að síður tvöfaldast á síðustu tíu árum og fjármálamarkaðir margra nýmarkaðs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.